Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 20
Bjersjöhólmur. — annað alþekkt aðalsmannssetur. berg og felldu um hann þann dóm, að hanu væri æsingamaður, sem raskaði ró og reglu í landinu. jafn- vel þót; sum þeirra létu sem þau hefðu. samúð með bændunum. Sá, sem hóf þessar málsóknir, hét þó Málmkvist. En Tullberg tók að sér hina lögfræðilegu leiðsögn eftir fá misseri, og eru í fjármála- ráðuneyti Svía varðveitt skjöl um leiguliðakúgunina, er hann kom á framfæri þegar árið 1865. Meðal þeirra býla, sem hann reyndi þá að ná undan gósseigendum, var jörð sú, er hann sjálfur sat. En alimörgum árum fyrr mun hann hafa verið farinn að gefa sig að þessum málum, þótt ekki gegndi hann þá forystuhlutverki, svo að sannað verði. Árið 1866 urðu miklar róstur í sveitaþorpi á Skáni. Gósseigandi einn. John Kennedy, hafði náð því undir sig eftir langvinn málaferli, og bændunum þótti mjög þrengj- ast kjör sín. er hann fékk vald á þeirn. J.eituðu bændur á náðir kon- ungs með bænarskjal, neituðu að inna af höndum þær kvaðir, er á þá voru lagðar, en voru að lokum sjötíu sviptir ábúðarrétti sínum á einum og sama degi og hraktir brott. Þetta mæltist þó svo illa fyrir, að sum blöð, og þó einkum Göte- borgs Handels- og Sjöfartstidende, fengu ekki orða bundizt, enda reis nú mikil bylgja andúðar á hátterni gósseigenda víða á Skáni. Forystu- maðurinn var Tullberg, og þótti þá þegar ískyggilegur leiðtogi, því að fjölmörg blöð lögðu sig öll fram um að sverta hann og vara bænd- ur við því að láta hann sækja mál eða verja. Bændur voru þó á öðru máli. Tullberg eignaðist marga liðsmenn meðal þeirra, bæði og hópi karla og kvenna. Hann hafði misst konu sína árið 1864, en nú kom fram val kyrja, sem gaf honum lítið eftir. Hún hét Metta Marteinsdóttir og átti heima í sveitaþorpi i Kristjáns- staðarléni. Ifún gerðist svo at- Snákatiólmur, ganvall kastalí, byggður út i vatni. kvæðamikil, að einn jarðeig- andinn, Arvid Posse greifi, dró nafn hennar inn í umræður á þingi Svía og kallaði hana þar einn fremsta postula Tullbergs. Nafn hennar komst líka í blöðin, þar sem hún var berum orðum nefnd fest- arkona Tullbergs. En nú bar svo við, að sumarið 1868 komst Tullberg í kynni við aðra konu, og varð þeim Mettu það að áskilnaði. En Metta Mar- teinsdóttir hafði ekki aðeins gengið fram fyrir skjöldu vegna sambands síns við Tullberg. Hún tók nú að sér forystuna í héruðum í grennd við Ystad. og um það bil, er Tull- berg kvæntist konu þeirri. sem 'hann tók fram yfir hana, hélt Metta til Stokkhólms, þar sem hún gerð- ist málflytjandi sveitunga sinna í stjórnarráðinu og birti í blaði „ávarp konu til þjóðarinnar11. Landshöfðinginn í Málmeyjarléni á þessum árum hét von Troil, ætt- ingi erkibiskups þess, sem skrifaði alkunna bók um ísland á yngri ár- um sínum. Hann hafði talsverðar áhyggjur af ókyrrðinni meðai bændanna og var þeim ekki vin- veittur Sumarið 1868 samdi hann umburðarbréf, sem átti að vara bændur við hættunni, sem yfir þeim vofði. Sagðist hann þá hafa samþykkt, að sex bændur yrðu bornir út, en fimmfcán siík mál biðu afgreiðslu. Fimmtíu og þrjú mál væru hafin gegn mönnum, sem rofið hefðu byggingarsamn- inga, en ellefu biðu afgreiðslu. 286 bændur hefðu á einu misseri reynt að koma því fram, að þær mættu kaupa sér kvaðir og álögur, en öll- um verið vísað á bug. Troil kvaðst ekki beinlínis ráða niönnum frá því að leita fyrir sér á löglegan hátt um afnám kvaðanna, en ryfu þeir samninga, vofði yfir þeim ábúðar- missir og miklir hrakningar. Samtímis höfðu allmargir góss- eigendur ráðið ráðum sínum, og með tilvísun í gamlar héraðssam- þykktir létu þeir handtaka Tull- berg og flytja hann í fangelsi í Málmev. Hér höfðu þeir þó verið of bráðlátir. og sáu yfirvöld sér ekki annað vænna en sleppa hon- um úr haidi að því sinni. Seint um sumarið tók von Troil landshöfðingi .sér á hendur ferð, og var hann utan lands næstu mánuði. Var embættið falið skrif- ara hans, Krok. Um svipað ieyti jukust flokkadrættir um allan helming og dró til tíðinda í tugum TÍilINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.