Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 14
MöSruvellir í Hörgárdal, þar sem Norðlendingar endurreistu menntasetur sitt.
brigðum barngóður. Á sunnudög-
um hafði hann það fyrir reglu að
setja ?kammtinn sinn — gömlu
fólki var alltaf skammtað á þess-
um tíma — upp á hillu, þvi að
hann sagði alltaf:
..Það getur einhver komið svang-
ur til kirkju í dag“.
— En grannarnir?
— Þar má minnast á Ólöfu
skáldkonu frá Hlöðum. Hún var
yfirsetukona sveitarinnar — mjög
sérstæðui persónuleiki. Við hana
tók ég ástfóstri. í Spónsgerði var
tvíbýli, á öðru búinu bjuggu Jón
og Margrét Stefánsdóttir. Margrét
var saumakona sveitarinnar, og það
var snilidarhandbragð á öllu, sem
hún gerði — ógleymanleg mann-
eskja.
Svo kenndi Ólafur Davíðsson
grasaf!'æðingur okkur krökkunum.
Hann var frá Hofi í Hörgárdal og
settist að á æskuslóðunum, er
hann kom frá námi i Kaupmanna-
höfn. Hann tók mig að sér eins og
ég væri hans eigið barn. Ég á enn-
þá einkunnabók, sem hann gaf mér
1902. Þar hefur hann skrifað:
„Hulda les eins og engill. Ólafur,
1902“. Þá var ég fimm ára, en á
þessum árum var byrjað að kenna
börnum fyrr en nú er gert.
Eins og margir muna eflaust,
drukknaði hann í Hörgsá haustið
1903. Hann hafði farið niður að
Gásum til þess að safna fjörugróðri
og steinum og var talið, að hestur
hans hefði hnotið í ánni. Áður en
hann dó, hafði hann gert arfleiðslu-
902
skrá, þar sem hann arfleiddi mig
að eigum sínum: Handriti að þjóð-
sögum sínum, plöntusafni og
nokkru safni barnabóka, sem þá
voru sjaldséðrr. Stundum held ég,
að Ólafur hafi séð lát sitt fyrir, því
að stuttu áður en hann drukkn-
aði, fór hann með okkur Valtý,
bróður minn, til Akureyrar og lét
mynda sig með okkur. Ólafur
skipaði fremsta sess — ásamt for-
eldrum minum — í huga mínum,
enda vildi ég ekki læra hjá öðrum
fyrst eítir lát hans.
— Svo flytjizt þið til Akureyr-
ar?
— Eítir brunann vorum við
öðru hvoru á Akureyri- Þegar fað-
Stefán Stefánsson,
skólameistari.
ir minn tók svo við skólastjórn
1908, fluttumst við svo alveg til
Akureyrar. Ég saknaði mjög sveit-
arinnar og fólksins á Möðruvöll-
um. Á Akureyri sá ég fyrst jólatré
— þá sjö ára — er við vorum
boðin tii Odds lyfsala Thorarensens
Faðir minn var á móti jólatrjám,
því að hann sagði, að íslendingar
ættu ekki að taka þann sið upp
fyrr en þeir gætu sjálfir ræktað
jólatré handa sér.
— Var ekki oft mikið lif og
fjör í skólanum?
— Maður hlakkaði alltaf til á
haustin, þegar nemendurnir komu,
en kveið líka kveðjustundinni á
vorin.
Valtýr Stefánsson,
rifstióri
TtUlNN — SUNNUDAGSBLAÐ
/