Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 22
fluttur við hervörð í fangelsi 1 Helsingjaborg Þaðan átti síðan að flytja hann til Málmeyjar. En ekki þorðu yfirvöldin að fara með hann í járnbrautarlest, þar eð hann átti marga fylgismenn í grennd við sumar járnbrautarstöðvarnar, og var því skip fengið til þess að flytja hann í járnum til Málmeyj- ar. Þeir Tullberg og Eskil Larsson komu báðir fyrir rétt um miðjan marzmánuð, og var þangað stefnt ekki færri en tuttugu og fimm vitn um. Þeir neituðu báðir að hafa hvatt bændur til málsókna eða mót þróa, og kvað Tullberg bændur ávallt hafa komið til sín, er þeir vildu láta hann flytja mál fyrir sig. Peninga hefðu þeir ekki heldur dregið sér og aldrei á móti öðrum peningum tekið en þeim, sem gengu upp í löglegan málskostnað. Var að lokum sá úrskarður felld- ur, að þeim skyldi sleppt úr haldi, því að ekki væru lög til að halda þeim i fangelsi, og var ekki tekið til greina, þótt málsækjandi krefð- ist þess, að Tullberg yrði haldið föngnum á sína ábyrgð. Leiða átti mál þeirra Tullbergs til lykta á sumarþinginu, en það dróst fram á haustþingið. Fór svo, að ekki tókst að sanna, að þeir Tullberg og Eskil Larsson hefðu aðhafzt neitt, sem varðaði við lög, og voru þeir því sýknaðir. Mál var einnig höfðað gegn þeim, sem tald- ir voru hafa veitt yfirvöldunum viðnám, er leit var gerð á heimili Tullbergs. En það rann líka út í sandinn, því að ekki tókst að sanna, hverjir hefðu þar verið að verki. En annar stefnuvotturinn, sem upphaflega hafði birt Tull- berg stefnu landshöfðingjaritarans, var sakfelldur, því að hann játaði á sig, að hann hefði hvatt hann til þess að flýja. Og seinna var Eskil Larsson dæmdur í sex mán- aða fangelsi fyrir að hafa eggjað bónda, sem borinn var út, til þess að verja heimili sitt. Bóndi, sem kvaddur hafði verið í dóminn, þeg- ar fjallað var um mál Tullbergs, var litlu seinna sviptur staðfestu sinni af einum gósseigandanum, vafalaust vegna þess, að hann hef- ur verið fylgjandi sýknudómi- Tullberg reyndi að klekkja á óvinum sínum. Hann kærði þá, sem höfðu skotið á hann og brotið allt og bramlað á heimili hans. En þar fékk hann engu áorkað/ Þeir, sem handtóku hann, þóttust hafa skot- ið viðvörunarskotum upp í loftið, enda þótt nákvæm lýsing á atferli þeirra, skrifuð af þeim sjáKum, birtist i fréttadálkum blaða strax eftir handtökuna. Aftur á móti urðu þeir von Troil og Krok lands- höfðingjaritari að borga aukakostn- að þann, sem hlotizt hafði af því, að Tullberg var fluttur með skipi til Málmeyjar/þvi að sannað þótti, að hræðsla ein hefði valdið því, að ekki var farið með hann með járnbrautarlest. Mál var höfðað gegn Krok landshöfðingjaritara sökum þess, að hann hafði látið handtaka tvo fylgismenn Tullbergs og flytja í fangelsi í Málmey, án þess að á þeim hvíldi svo rökstuddur grun- ur, að slíkt hefði verið réttlætan- legt. Höfðu þeir von Troil og Krok af þessu mikla fyrirhöfn og leið- indi, þótt málarekstrinum lyktaði með sýknun land9höfðingjarit- arans eftir mörg misseri. Þetta var Tullberg nokkur upp- reisn. Þó var annað, sem kom hon- um betur. Blöðin höfðu ekki ver- ið honum vinsamleg fram að þessu. En nú var þeim nóg boðið. Þeim miklaðist, að kölluð höfðu verið á vettvang heil herdeild, grá fyrir járnum, til þess að umkringja bóndabæ, og þeim fannst yfirvöld- in hafa gerzt sek um hræðslu og hugleysi, sem jaðraði við móður- sýki. Eitt kvað upp úr með það, að ekki hefði getað heitið annað en morð, ef þeir, sem skutu á Tull- berg, hefðu orðið honum að bana. Háðblað, sem gefið var út í Stokkhólmi, birti brag um viður- eign yfirvaldanna við Tullberg og fylgdu með margar teikningar. Þetta voru háðulegar söngvísur, þótt ekki væri skáldskapurinn sérlega góður, og þótti mörgum að þeim fengur, sem ekki báru allt of hlýjan hug til yfirvaldanna. Um skeið var Tullberg frægur maður. En aðeins skamma hríð. Honum hafði ekki auðnazt að koma neinu til leiðar, sem varð leigu- liðunum að teljandi gagni, og mót- þrói þeirri fjaraði út næstu miss- eri. Sjálfur varð Tullberg öreigi. Lausn 37. krossgátu Hann settist að i Hrísbergssókn eftr ir málaferlin og gerðist bóndi á bæ þeim, þar sem hann hafði ver- ið handtekinn. En búskapurinn gekk illa, og árið 1871 birtist svo- létandi frásögn í einu blaðinu: „Samúel Tullberg, hinn nafn- kunni lögfræðingur bændanna, sem sætt hefur ofsóknum og set- ið í fangelsi, í senn bæði heiðrað- ur og fyrirlitinn, lofaður og last- aður, allt vegna athafna hans í þágu leiguliðanna — maðurinn, sem Föðuriandið birti af mynd og Sunnudagsálfurinn flutti um kvæði og var i frásögnum í öllum sænskum og mörgum dönskum blöðum — hann er nú flestum gleymdur Og þó ekki öllum —■ óvinir hans hafa hugsað honum þegjandi þörfina. 26. dag fyrra mánaðar var boðinn upp á nauð- ungaruppboði jarðarpartur sá, sem hann hefur búið á í skógarbyggð einni í grennd við Kristjánsstað, síðan róstunum lauk — í Hrísbergs sókn, ef okkur misminnir ekki“. Sá, sem lét bjóða upp jörðina undan Tullberg, sem og fleiri jarð- ir á þeim slóðum, hét Wendt. En þeim hafði fyrr lent saman. Þessi sami Wendt hafði elt hann með ráðsmanni sínum og skógarverði, þegar hann var handtekinn, og vel má vera, að hann hafi sjálfur skot- ið á hann einhverju skotinu í myrkrinu Skotunum geigaði, en hér hefur Wendt kunnað til verka. Tullberg taldi sig ólögum beut- an, er gengið var að bújörð hans. Hann skaut málum sínum fvnr hirðrétt, og hann leitaði á náðir sjálfs konungsins. En allt kom fyr- ir ekki. Hefndin hafði gengið yfir hann, og enginn vildi rétta hlut hans. 'Ai v t r h ; I L M J S‘A U * t n m stííkf F A R AO F OXMA Li) B fí U L U K -,OÞ/ T F n N / 7? A 7 S >‘R / 2 0 A U L /5 U 7* 7\ S N A R X A S U L L S J T E A L Ö A2> K A Ko J Y L L A Hj) U K U A K ö C U 0 J 'A ~R A H C R * n A N N A n U R N A FS / N J) £ L L H ‘Ö S T A V n a l i öa l i n nn • N 'A U f/ A 2 T A R F A iT Ö N A i7 £ t N A Cr A TALAK.~*V/30-*KONU 910 r l m i n iv SIJNNUÐAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.