Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 15
Um þetta leyti voru ungmenna félögin í sem mestum uppgangi, og áttu þau hug margra í skólan- um. Einnig voru stofnuð skemihti- félög, sem sáu um skemmtanir innan skólans, og þriðja hvern laugardag var dansað í leikfimi- húsinu. Flestir nemendurnir voru um tvítugt og þaðan af eldri, en stúlk- ur voru yfirleitt fáar á heimavist — flestar fimm, að ég man. Þá voru samgöngur ekki eins góðar og nú er, og þess vegna fóru aemendurnir ekki heim um jólin, nema einstaka maður, sem átti heima í grennd við Akureyri. í jólaleyfinu var því oft mikið um dýrðir. Ég minnist þess, að oft var dansaður hringdans á sal í jóla- leyfinu í marga daga slitnaði hringurinn aldrei frá morgni til kvölds- Þá reyndi á, hvað menn kunnu af ferskeytlum — lagið var alltaf hið sama, en vísurnar sitt á hvað. Á aðfangadag hafði faðir minn svo boð niðri hjá sér fyrir nemendur, en á jóladag buðu nem- endur kennurunum til sín inn á heimavist. Á annan í jólum bauð brytinn svo öllum til sín. — Svo við víkjum nú að öðru: Hafðir þú mikið af bróður þínum, Valtý._ að segja á þessum árum? — í bernsku og á æskuárunum hafði ág fremur lítið af honum að segja. Hann var nokkru eldri en ég og fór að heiman aðeins tólf ára. Hann var með sjónskekkju, og Valtýr Guðmundsson, nafni hans í Kaupmannahöfn, bauð hon- um til sín einn vetur, meðan hann leitaði sér lækninga. Annars leit ég mikið upp til hans, og ákaflega þótti mér vænt um hann. Hann var fáskiptinn, mjög stilltur og ein- rænn á barnsaldri, og mér fannst eiginlega . hálfskrítið, að hann skyldi verða blaðamaður. Á æsku- árunum vildi hann helzt verða bóndi, enda stundaði hann nám í búfræði við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og vann hjá Búnaðarfélagi íslands eftir að hann kom heim. — Við vorum eigin- lega hálfgerðar andstæður: Hann fáskiptinn og lítið mannblendinn, en ég kunni mér vel í glaðværum hópi. — Hvað um þitt eigið nám? — A.Ö loknu gagnfræðaprófi langaði mig í menntaskólann, því að ég haíð'i mikinn hug á að nema guðfræði. Þegar ekki varð úr því, langaði mig í Kennaraskólann, en það gat ekki heldur orðið, svo að úr varð, að ég var heima og hjálp- aði pabba við bókhald og_ ýmsa snúninga fyrir skólann. Ég gaf mér þó tíma til þess að læra ögn í tungumálum og hljóðfæraslætti hjá Sigríði, konu séra Geirs Sæ- mundssonar. Veturinn 1915—1916 fór ég til Kaupmannahafnar, bjó hjá Valtý Guðmundssyni og stund- aði tónlistarnám. Um vorið fór ég svo í húsmæðraskóla í Vording- borg á Sjálandi. Þegar ég kom heim vorið 1917, kenndi ég á píanó og aðstoðaði föður minn áfram í skól- anum. Haustið 1919 fór faðir minn til Kaupmannahafnar að leita sér læknishjálpar, því að hann var í mörg ár ákaflega heilsuveill, og ég fór með honum. Hann fór heim að vori, en ég varð eftir og vann í skrifstofu í Höfn í eitt ár. Rétt eftir áramót 1921 lézt faðir minn, aðeins 57 ára. Þá urðu mikil þátta- skil í lífi mínu. — Var mikil samheldni meðal íslendinga í Höfn á þessum ár- um? — Ég hlakkaði mikið til að koma á Íslendingafund, þegar til Hafnar kom. Oft hafði ég heyrt pabba og Ólaf Davíðsson tala um Íslendingafundina í Höfn og hreifst ég af frásögum þeirra, þegar ég var barn. — í borginni við sundið höfðu um aldir verið spunnir ör- lagaþræðir litlu þjóðarinnar minn ar í norðurhöfum. Ég skildi það fljótt, að það valt ekki á litlu, hvernig þeir þræðir voru spunn- ir og' raktir. Frá Höfn bárust straumarnir — draumar um aukna menntun og frelsi fátækrar þjóð- ar. Miklar vonir voru bundnar við íslenzku stúdentana, sem fóru til Hafnar í leit að meiri þekkingu og víðsýni. Þegar ég kom til Hafnar, var Sigfús Halldórs frá Höfnum 1 formaður íslandingafélagsins þar. . Margir vina minna og skólafélaga j frá Akureyri voru þá í borginni, og varð því mikill fagnaðarfund- i ur, er við hittumst aftur á Hafn- i arslóð. — Eí við hverfum nú aftur i heim.• . j — Vorið 1923 giftist ég Jóni S. ; Pálma»yni bónda á Þingeyrum. Þá : urðu miklar breytingar á högum mínum, er ég tók við tuttugu ’ manná heimili á Þingeyrum. Jón ; var stórhuga maður og fylgdist vel ; með framförum á sviði landbúnað- ar. Þingeyrar eru fallegur staður og mér finnst alltaf einhver helgi hvíla yfir honum: Gamlar minjar orkuðu sterkt á hugann, enda er þetta merkur sögustaður. En við urðum fyrir miklu áfalli ; fyrsta búskaparárið, er íbúðarhús- ið brann í marzmánuði 1924. Erf- ið ár fóru í hönd, en haustið 1932 gerðist ég skólastjóri Kvennaskól- ans á Blönduósi og var það í fimm ár. Þó var ég alltaf heima á Þing- eyrum á sumrin. — Svo kemur þú suður og tek- ur að þér stjórn Húsmæðraskól- ans í Reykjavík, sem verið var að stofna? — Já, það var lagt fast að mér að taka þetta að mér, og ég freist- aðist t.il þess. enda hait í ári fyrir norðan. En alltaf var ég á Þing- eyrum á sumrin. Það var mikill munur að taka við nýjum skólan- um í Reykjavík, peningaráð voru meiri þar en á Blönduósi, enda skólinn rekinn af bæ og ríki, en Kvennaskólinn á Blönduósi starf- ræktur af fátæku sýslufélagi með smástyrk úr ríkissjóði. En ég var alltaf sveitakona innan um kaup- staðarfólkið. Ég var þó fyrir sunn- an í tólf vetur — til 1953. Þá bað Kvennaskólinn á Blönduósi. X í 11 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 903

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.