Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 4
Minnisvarði á leiði séra Þorgríms Arnórssonar i kirkjugarðinum i Þingmúla í'
Skriðdal. Ljósmyndir: Gunnar.
Við leiði gamla
sóknarprestsins
í Þingmúlagarði
★
Árið 1868 var senn úti. Jólahá-
tíðin var um garð gengin með !of-
gerðarsálma, kerti og hangikiöt,
annar dagur jóla að kvöldi kom-
inn. Presturinn í Þingmúla i Skrið
dal, séra Þorgrímur Arnórsson,
bauð fólkinu í baðstofunni góða
nótt, gekk til svefnhúss síns og
tók á sig náðir.
Þetta varð síðasta nótt ævi hans.
Hann lagðist til svefns heilbrigð-
ur, en vaknaði í dögun með óþol-
andi verk í höfði. Heimafólkið
leitaði í fáti þeirra ráða, sem þvl
datt í hug til þess að lina þján-
ingar hans. En allt kom fyrir ekki.
Þannig ieið um það bil hálf klukku
stund. Þá missti prestur mál og
rænu og hneig í hægan svefn.
Nokkru síðar var hann nár.
Séra Þorgrímur var sextugur,
er hann andaðist. Hann var prests-
sonur frá Bergsstöðum í Svartár-
dal í Húnaþingi og var fyrst að-
stoðarprestur á ýmsum stöðum f
Húnavatnssýslu og Skagafirði. Sið
an var honum veitt Húsavík, rúm-
lega þntugum manni, og þaðan
fluttist hann að Hofteigi á Jökul-
dal árið 1848, þegar frelsisöldurn
ar _ risu hvað hæst í Norðurálfu.
í Hofteigi gerðist séra Þorgrím-
ur* einn mestur bóndi á landinu,
og var einkum orð á því gert, hve
fjármargur hann var. Fylgdi það
að sjálfsögðu þessum stórbúskap,
að hann var maður mjög vel efn-
aður, svo að hófsamlega sé til orða
tekið.
Hofteigsprestakall var nokkuð
erfitt. Möðrudalur var útkirkja frá
Hofteigi í tíð séra Þorgríms og
ærið löng leið fram að Brú á Eíra-
dal, þar sem þá var guðsihús. Þeg-
ar séra Þorgrímur tók að reskj-
ast, hafði hann brauðaskipti við
ungan prest í Þingmúla, séra Þor-
vald Ásgeirsson, er síðar átti dótt-
ur hans að konu. Þessi brauða-
skipti urðu árið 1864.
Séra Þorgrími er svo lýst, að
hann hafi ekki verið sérlegur
kennimaður, en þar á móti var
hann skörungur í athöfnum, rösk-
892
T 1 M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ