Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Side 3
Kvikindið, sem viS sjáum hér á myndinni, er ekkl
annað en meinlaus snákur, þótt mörgum geti hann
skotið skelk í bringu. En víða um lönd er allt krökt
smáum og stórum kvikindum, sem spúa eitri, jafnvel
banvænu. Við höfum ekkl af slíku að segja, svo að
nefnandi sé.
Sporðdrekinn deyðlr með halanum. Kjálkarnir minna á
krabba. Með þeim heldur hann bráð sinni. Halann sveig-
ir hann fram yflr höfuð sér og rekur í hana eitraða gadd-
ana. f hitabeltinu eru sporðdrekar oft í húsum innl, jafn-
vel I rúmum fólks. Geti hann ekki flúið, fremur hann sjálfs-
morð.
Skellinaðran er búin fullkomnustu
eiturvopnunum. Það sýnir myndin.
Hún glennir upp glnið, teyglr fram
höfuðið, og eiturtennurnar þrýst-
ast fram.
Þegar tennurnar sökkva I bráð-
ina, dragast saman vöðvar I ginlnu
og spýta eiturvökvanum úr eitur-
kirtlunum. Það flæðir um eins kon-
ar pípu fram í tennurnar. Tennurn-
ar skaga svo langt fram, að andstæð-
ingurinn særist djúpu sári, sem
fyllist þegar eitrl. Bltið getur ver-
ið banvænt manni, sem er 180 pund
á þyngd.
Þessi fiskur er tll I sunnan verðu
Eystrasalti. Á fremri bakugganum
og tálknopunum eru eitraðir gadd-
ar. Það getur orðlð banamein fólks,
ef það stígur ofan á þennan fisk.
Þessi magamikli fiskur er aftur
á móti japanskur. í kynfærum hans,
hrognum og llfur er eltur, sem
veldur andarteppu. Maður. »m ætl
lifrina, myndi nánast kafna að hæfl-
legum ttma liðnum.
Hér er bjalla, sem rekur afturend-
ann I óvinl sína og dællr á þá eitri.
Eltrið veldur þó einungis svlða. Það
sýður við fimmtán stiga hita og
frussast út um allt við áhrif lofts-
ins.
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ
147