Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Síða 13
Valdimar Björn Vaidimarsson. Ljósmynd: Tíminn-&E.
f'lutningabilstjóri þarna á þessari
leið, sem þú varst að lýsa?
— Eiiginlega var það nú ekSd
alit í sómanum. Það var í fyrsta
lagi mjög mikið vandaverk að
hlaða bilinn réttilega, þvi að veg-
urinn var svo afleitur á þessum ár-
um. Breiðadalsheiðin er snarbrött,
og að vestanverðu voru hvorki
meira né minna en þrettán beygj-
ur, og tvær þeirra svo krappar, að
ekki var hægt að komast þær,
nema með því að stanza í miðri
beygjunni og bakka svo eins
langt og hægt var, o.g halda síðan
af stað aftur. Þetta var öldungis
hábölvað með annað eins háfermi
og heyhlass. En maður var dálít-
ið kappgjarn á þessum árurn, og
mig langaði til þess að komast
með sem mest í hverri ferð. Ég
varð að fá leyfi sýslumannsins okk-
ar, Torfa Hjartarsonar, núverandi
tollstjóra, til þess að breikka og
lengja pall bílsins ofurlítið með
plönkum, svo að ég- kæmi heldur
meira á hann. Þetta þýddi það, að
ég gat haft tvísetta röð af bögg-
um.
— En hvað hafðir þú margar
„hæðir'* af böggum?
— Oftast þetta þrjár, og svo
kannski fjórar til sex srnásátur í
miðjunni og fram á stýrishúsið.
— Mér heyrist nú þet a hafa
verið ærið hlass.
— Ja, já. Það máttl víst ekkert
meira vera. En svo var b'ka eítt,
og það var það, að heiðin er svo
snarbrött í knöppustu brekkunum,
að það mátti bókstaflega engu
muna, að bíllinn lyftist ekki upp
að framan og færi aftur yfir sig.
Ég man alveg sérstaklega eftir
einni ferð. Þá höfðu þeir, sem
bundu baggana, haft þá svo stóra,
að ég varaði mig ekki á þvi, og
hlassið varð með allra mesta móti.
Rétt áður en ég kom að Breiða-
dalsheiði ók ég fram á ágætan
mann og góðvin minn. Hann seg-
ir við mig: „Á ég nú ekki, Valdi-
mar minn, að hjálpa bsr til þess
að min-nka eitthvað hlassið, ssm á
bílnum er og stafla því liérna? Þú
kemst hvort eð er aldrei meö allt
þetta yfir heiðina“. „Þakka þér
fyrir“, svaraði ég. „Nei, ég held
ég taki bara af, þegar ég kem
neðst í brek‘kurnar“. Að vísu var
það ásetningur minn að fara alls
ekkert eftir orðum þessa ágæta oig
varfærna manns, en samt urðu
þau nú til þess, að ég fór ögn
gætilegar, þegar í brekkurnar
kom. Þegar þangað kom, tók ég
eftir hellu einni mikilli, sem lá
utan vegar. Þá stanzaði ég, sótti
helluna, tosaði henni upp á fram-
stuðarann á bílnum, reisti ha,na
þar upp á rönd og batt hana
rammlega. Siðan lét ég tvo ungl-
ingsstráka, sem með mér voru,
liggja sinn á hvoru frambrettinu
upp allar brekkur. Og allt gekk
slysalaust, en eingöngu vegna þess
ara varúðarráðstafana. Því það er
ég alveg viss um, að ef við hefð-
um ekfcert að gert, en lagt í brekk-
urnar með hlassið svona eins og
það var, þá hefði illa farið.
— Þú varst búinn að lofa mér
því, að ss#a mér eitthvað toetur
frá búferlaflutningum þínum á
æskuárunum.
— Já, og ég ska-1 ekki svíkja
þig um það. Þegar ég er strákur,
líklega á sjöunda árinu, tekur að
fjölga í kotinu hjá pabba og
snömmu. Við vorum orðin fjögur,
börnin, en þá bættist það fimmta
við. En svo var nú líka það, að
alveg um sama leyti og fimmta
systkinið fæddist, tóku pabbi og
mamma vinnukonu eða léttastúlku
úr annarri sveit, og þá var ég
sendur í hálfgildis fóstur fram að
Bakka, þar sem ég var fæddur.
Og eiginlega var það nú fyrir nýju
vinnukonumni, sem ég varð að
víkja, í raun og veru ætti ég að
haida áfram að tala um hana, því
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
157