Tíminn Sunnudagsblað - 01.03.1970, Qupperneq 16
fremur kaupandi en seljandi
slíkra gersema“.
En hvort sem þeir nú ræddu
þetta Iengur eSa skemur, þá fór
þó svo, að karl keypti nokkra
steina fyrir hátt verð, sem hann
greiddi út í hönd, og var hann þó
fastur á fé sitt. Auðvitað fékk
hann steina af báðum kynjum, á-
samt nákvæmum lýsingum á því,
hversu með skyldi fara.
Nú er það nokkuð löngu eftir
þetta, að karl kemur, heldur úf-
inn í skapi til þess.e r selt hafði,
honum steinana og segir:
„Þetta passar ekki, sem við vor-
um að kaupslaga um í sumar“.
„Nú?“_
„Nei. Ég hef ekki auðgazt síðan
ég fékk steinana, og yfirleitt ekki
gengið að neinu leyti betur fyrir
mér“.
„Hvernig fórstu að?“
Því miður man ég nú ekki sam-
talið orðrétt, en svo rnikið er víst,
að nú kom löng lærdómsruna frá
þeim, er selt hafði steinana. Það
var ekki sama, hvort tungl var
fullt eða hálft, þegar nota skyldi
steinana. Ekki var sama, hvort
stórstreymt var eða smástreymt,
ekki sama hvort aðfall var eða út-
fall, ekki sama á hvaða tíma sólar-
hringsins maður var að verki, ekki
heldur sama hversu veðri var hátt-
að, einkum þó með tilliti til úr-
komu annars vegar og þurrviðris
hins vegar. Því síður gilti einu,
hvernig reykurinn hagaði sér,
hvort hann steig beint upp úr
strompinum eða blykkjaðist niður
og fylgdi jörð. En þó var eítt erfið-
ast af öllu: Þessi ytri fyrirbæri áttu
ekki við alla steinana jafnt. Sum
tóku aðeins til þeirra steina, sem
blauðir voru, önnur aðeins til
þeirra, sem voru graðir, en sum
fyrirbærin giltu um bæði kynin
jafnt. Þessa hafði galdramaðurinn
ekki gætt sem skyldi, og í því var
fall hans fal'ið.
— Kanntu ekki fleiri sögur af
þessurn ágæta galdramanni?
— Ojú. Ég skal lofa þér að
heyra eina í viðbót.
f Seljadal, sem er svo sem tutt-
ugu mínútna gang frá Hnífsdal, er
á ein, sem Vígðaá heitir, því að
talið er, að Guðmundur biskup
góði hafi vígt hana. Það var trú
þessa karls, að ekki þyrfti annað
en að skyggna vatnsflöt árinnar
vel þá sæi maður þar andlit þess
manns, sem stolið hefði frá manni.
Nú bar svo til einhverju sinni,
að karli hunfu peningar, og gat
hann e'kki fundið á því neina aðra
skýringu en þá, að þeim hefði ver-
ið stolið. Vildi hann nú flest til
vinna að ná aftur fé sínu, því að
hann var skaðasár rnjög. Hljóp nú
karl við annan mann út að á og
vildi kenna andlit þjófsins þar á
vatnsfletinum. En ekkert hafði
hann upp úr því. Það voru al'ltaf
einhverjir bölvaðir gárar á vabn-
inu, svo að myndin kom aldrei
fram. Svo fór um sjóferð þá.
Eins og ég hef þegar látið að
liggja, var karl þessi fégjarn mjög
og samhaldssamur, og líklega hef-
ur hann átt eitthvað af peningum
í handraðanum. Það orð hefur leg-
ið á, að hann hafi grafið peninga
sína í Stóru-Urð, fyrir ofan ísa-
fjarðarkaupstað. Líklega hefur
hann falið þá of vel, því að stumd-
um á efstu árum hans sást hann á
rölti um urðina eins og hann væri
að Ieita einhvers.
— Mér heyrist á öllu, að galdra-
kunnátta Vestfirðinga hafi verið
mjög til þurrðar gengin á dögum
karls þessa. Hann hefur nánast ver
ið seinasti kalkvisturinn á dauðum
meiði, sem eitt sinn stóð með
blóma.
— Já, það má sjálfsagt orða
það svo.
— Er nökfcur von um það, að
svona fcynlegir kvistir haldi áfram
að skjóta upp kollinum til þess að
gera mannlífið litríkara?
— Það held ég vaiila. Að
minnsta kosti efcki á Vestfjörðum.
Elnangrun þeirra hefur nú að
fullu verið rofin, og nútíminn ef
riðinn í hlað, með öllum sínum ysl
og þys, argi og gargl. Þar með er
það algerlega útilokað, að nokkur
maður gefi sér tíma til þess að
nema galdur — þó svo, að ein-
hver væri til þess að kenna.
VS.
\
160
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ