Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Side 4
TORFI ÞORSTEINSSON:
ENDURMINNINGAR
ÚR BREIÐDAL
Á Randversstöðum I Breiðdal.
Vorið 1918 fluttist ég m<j3 for-
eldrum mínum að Randversstöð-
um í Breiðdal í Suðurmúlrsvslu
og dvaldist þar vil vors 1919.
Þetta ár mun með réttu mega
telja eitt af atburðaríkustu ámm
þessarar aldar. Margir hinna
stærri atburða þessa árs voru mér
þó eims og niður af fjarlægum
stormsveip, sem ég skynjaði ekki
að fullu sökum æsku, því að ég
var þá aðeins fullra 9 ára. Aðrir
smærri og hversdagslegri arburð-
ir, sem ég minnist frá þessu ári
eru að mestu leyti séreign mín.
En sé á hina hversdagsfegu at-
burði litið með nokkru raunsæi,
gætu þeir að vissu marki verið
sameign allra þeirra íslendinga,
sem lifðu og hrærðust í aldarfari
þess tíma. Ég ætla því að freista
þess að rifja hér upp nokkra þess-
ara atburða.
Bærinn Randversstaðir stend-
ur suðvestan megin Breiðdalsár
u.m það bil miðja vega í bæjarröð,
sem í daglegu tali er kölluð Suð-
urbyggð. Uppi yfir bænum er hátt
og hrikalegt fjall og heitir efsti
hluti þess, sem frá bænum verður
séður, Tröllhamrar. Niður frá
hömrunum er grasi vaxin hlíð,
sem skiptist í smáhjalla, en hjall-
aTj?r eru sundur skornir af lækj-
um sem eiga upptök sín við ræt-
ur Tröilhamra. Þessir lækir liðast
stall af stalla niður hjallana á leið
til undirlendisins, en sameinast
þar í stærri kíla, sem falla í Breið-
daisá. í hversdagskyrrð eru læk-
ir þessir meinleysið sjálft, en í
vetrarþey og vorleysingum geta
þeir átt til að skipta um ham.
Tveir þessara lækja renna, hvor
til sinnar handar við tún staðarins
og komu nokkuð við sögu siðar
um veturinn.
Randversstaðir eiga allmikið
landrými fyrir fénað, en auk þess
höfðu þeir upprekstur fyrir b*ga-
lömb í landi Fagradals, sem á mik-
ið og kostaríkt fjaUlendi. Ekki er
mér kunnugt um, hvort Randvers-
staðir hafa átt þarna ítak, eða að
þetta hefur verið samningsatriði á
milli bæjanna, ein sennilegt er að
fjallabeitin hafi verið endurgold-
in með engjum frá Randversstöð-
um, en sá bær á kostamiklar engj-
ar 1 Randversstaðablá, sem árlega
fær ókeypis áburð, er Breiðdalsá
flæðir yfir bakka sína.
Það ár sem hér verður sagt frá,
var tvíbýli á Randversstöðum og
hétu bændur þar Guðni Árnason
og Ófeigur Snjólfsson, en foreldr-
ar mínir voru vinnuhjú hjá Guðna.
Ári síðar en þetta gerðist, er
orðið þríbýli á Randversstöðum og
þá yrkir aldinn hagyrðingur,
Björn Björnsson, bæjarímur um
bændafólk í Breiðdal, en þar eru
tveim af Randversstaðabændum
þessar vísur tileinkaðar:
Enn þar Guðni unir sér,
annar bóndi talinn.
Þarna góð við efni er,
eg mun þekkja halinn.
Þriðja Ófeig þar ég fann,
— þeytti málatólin.
Mikið gerði mennta hann
Möðruvallaskólinn.
Ekki munu vísur þessar nú geta
ta-list mikil heimild um Randvers-
strðabændur. Þó má af annarri
þe3rra sjá að hinn síðar nefndi hef-
ur eitt sinn fágast við menntaset-
ur Hjaltalíns á MöðruvöRum, en
því mun slíkt fram dregið i Tjóði,
að mjög þótíi nú stúdentsbragur-
inn íarinn að mást í hversdags-
önn.
Þetta ár voru heimilismenn hjá
ófeigi þau hjónin og tveir synir í
bernsku. En í heimili hjá Guðna
voru 8 menn, þar af þrír drengir
í bernsku og eitt gamalmcnni.
Bær Guðna var fremur lítið
tímburhús, ein hæð og ris og skúr
við norður- og austurvegg, en hlað-
in tóft þar umhverfis. Nokkru
norðar og nær fjalli var hlaða og
fjós, sem innangengt var í frá bæj-
arhúsum. Nokkru norðaustar í
þorpinu stóðu _ leifar af gömlum
bæjarl um Ófeigs og var þar
fjós hans, en til hliðar við það
stóð lítill kindakofi, en bær Ófeigs,
sem var einlyft timburhús í tóft,
stóð nokkru framar á hlaðinu og
fremur mjótt sund á milli bæj-
anna.
Fráfærur og fénaðargæzla.
Veturinn 1918 var einn mesti
frostavetur á þessari öld. Þá krap-
aði Berufjörð út undir Djúpavog
og gengið var yfir hann innanverð-
an á heldum ís. Frost mun þá
víða hafa gengið dýpra í jörð en
dæmi eru til síðar og viða hvarf
ekki allur þeli úr jörð yfir sumar-
ið. Víða rifnaði jörð af. ofþenslu
klakans og frostsprungur voru
svo miklar í Breiðdal þetta sumar,
að slysahætta var af fyrir búfénað.
Jörð var meira og minna kalin og
víða varð mikill grasbrestur.
Eins og áður er sagt, áttu Rand-
versstaðir grasgefnar engjar í
„Blánni“, þó \oru þar víða mikil
kalsvæði, sem áður höfðu veríð
stararsvæður Heyfengur varð þó
fremur góður hjá Randversstaða-
bændum þetta sumar og víða að
komu menn þtngað í leit að engj-
um. Meðal annarra var þar maður
einhvern tíma sumars frá Elísi
Jónssyni, kaupmanni á Djúpavogi.
Var heyfengur hans fluttur til
Breiðdalsvikur á hestum, en það-
an til Djúpavogs með vélbátnum
„Síðu-Halli“.
Um 40—50 ær voru í kvíum á
Randversstöðum þetta sumar og
man ég eftir erfiðri ferð, sem ég
var þátttakandi i með lambarekst-
ur að Fagradal. Gæzla kvíaánna
var líka að miklu leyti mitt starf,
þótt ég ekki væri nema 9 ára. Frá
þeirri fjárgæzHu á ég ótal margar
endurminningar.
Margar af ánum áttu sín sér-
stæðu lyndiseinkenni eins og
mennimir. Sumar voru ljúfar og
viðmótsþýðar, aðrar voru sérsinna
og stirðar í skapi. Einkum minnist
ég einnar hvitrar tvævetlu, sem
hl'aut nafngiftina „Frenja“ vegna
skapbresta.
Veturgamall sauður, kallaður
„Blettur“, tók tryggð við kvíaærn-
ar snarnn'a sumarff og fylgd: þeim
til haustnátta. Lagðist hann jafnan
sso
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ