Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Side 13

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Side 13
a® í Skagafirði á uppvaxtarár- íþínum? — Það var kominn farkennarl í Jireppinn, þegar ég komst á skóla- 'Skyldualdur, og ég fékk víst átta vikna kennslu á hverjum vetri eins og lög stóðu til þá. Kennari minn vaæ Steinn Stefánsson frá Efra- Ási, sem seinna kvæntist Soffíu, elztu systur minni, og gerðist þannig mágur minn. Þau bjuggu síðan allan sinn búskap i Neðra- Ási. — Hvenær hleyptir þú svo heimdraganum? — Ég var heima við nokkur ár eftir fermingu, og reri meðal ann- ars tvær vorvertíðir í Drangey. — Drangey? — Já. Það var legið við í Drang- ey og róið þaðan. Við bjuggum I girjótbyrgjum, sem hlaðin voru í fjörunni þessari einu, sem þar er. Byrgin voru hlaðin úr grjóti og tjaldað yfir þau með segli eða striga. — Voru byrgin ebki tjölduð Innan? — Nei, langt í frá. Eina hagræð- ið innan stokks voru hey- eða hálmdýnur, sem breiddar voru á gólfið. Á þeim sváfum við. — Þetta hefur verið bölvað hundalíf? — 0, heldur held ég að það þætti þægindalítið nú á dögum. Þrengslin voru svo mikil, að við urðum að liggja tilfætis, og svo þröngt var bekkurinn setinn, að maður lá við mann á gólfinu. Byrg in þurfti að hlaða á hverju vori, því að sjórinn sópaði öllu lauslegu burt að vetrinum. — Hvað voruð þið að veiða þarna? — Fyrst og fremst var veiddur fugl á fleka. Þeim veiðum var þannig hagað, að bundnir voru saman þrír flekar, og hét það þá niðurstaða. í geginum flekana voru dregnar hrosshárssnörur, alltaf úr taglhári, og þær siðan egndar. Svo var vitjað um þetta kvölds og morgna. — Veidduð þið mik’.ð svona? — Já, já. Það veiddist aHtaf rnikið. Okkur þótti ekki vel ganga, nema við veiddum tvö til þrjú hundruð fugla á viku. Þetta var jafnan fyrsta nýmetið, sem maður f’ékk á vorin, og var mörgum manni ‘kærkomið, enda var fugl seldur um allar nálægar sveitir. Vorið 1915 hættu foreldrar mín- Ir búskap. Þá fór ég í kaupavinnu um sumarið, en haustið eftir fór ég í gagnfræðaskólann á Akureyri, var þar næstu þrjá vetur og lauk gagnfiræðaprófi. Á sumrin vann ég hvað sem til féllst, nema sumarið 1917. Þá bar nokkuð nýrra við, því að þá vann ég í kolanámu á Tjörnesi. Þá geysaði heimsstyrjöld, svo sem kunnugt er, og þá voru mikil vandræði með eldivið. Kol voru feikilega dýr og erfitt að ná í þau. — Hvernig voru þessi Tjörnes- kol? — Þau þóttu nú ekki góð. Hita- lítil þóttu þau, og leirborin nokk- uð, en um það tjáði ekki að sak- ast. Tímarnir voru slíkir, að menn neyttu bókstaflega ailra hugsan- iegra tækifæra til þess að sjá sér og sínum borgið. Þessi vera min þarna á Tiönnesinu varð söguleg fyrir mig að því leyti. að þar komst ég í fyrsta sinn á ævinni í kynni við verkalýðshreyfinguna, en þau áttu eftir að verða meiri og nánari síðar. Verkamannafélag Akur- eyrar, undir forystu Erlings Frið- jónssonar. sendi okkur þangað til þess að afla kola handa félags- mönnum. Það annaðist alla flutn- inga til okkar og frá okkur. Bátur flutti kolin til Akureyrar og færði okkur vistÍT og annað það, sem. við þurfturn á að halda. Að öðru leyti vorum við þarna eins og hverjir aðrir útilegumenn. Við vor- um átta í mínum hóp, og fjórir eldri mennirnir bjuggu á bænum Ytri-Tungu, e>n við, strákarnir fjór- ir, biuggum í fjárhúsi undir Hall- bjarnarstaðakamhi, sem frægur er vegna sinna stórmerku skeTjalaga. Hver hefur ekki heyrt talað um Tjörneslögin? — Þú sagðir áðan „í minum hóp“. Voru fleiri við námugröft þarna? — Já, það var nú ekki alveg laust við það. Ríkið rak þarna um- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 589

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.