Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Blaðsíða 15
fyek’k, sem hann mun ekki verða hra'kinn úr, þótt tírnar líði. — Þegar nú kreppuárin voru um garð gengin með öllum sínum íeiknum, hvað tókstu þá til bragðs? — Ég var lengi á Vinnumiðlun- arskrifstofunni — það urðu víst fjórtán ár alls. Þegar nú síðari styrjöldin var skollin á og atvinna orðin næg, var mér sagt upp þar. t>á fór óg í Bretavinnu, en réðst að því loknu aftur á Vinmumiðlun- arskrifstofuna og vann þar, þang- að til hún var lögð niður með lög- um árið 1950. — Fórstu þá að vinna á Skatt- stofunni? — Nei, ekki strax. Ég vann eitt og annað, og var meðal annars hálft þriðja ár suður á Keflavíkurflug- velli. En nú förum við samt að nálgast þann áfanga æviferi'ls míns, þar sem ég er nú staddur. Þetta byrjaði með því, að ég hafði verið kosinn í ffamtalsnefnd Reykjavíkur, fulltrúi Sósíalista- flokksins, árið 1942. Þar átti ég sæti — að vísu ekki alveg óslit- ið — allt til ársins 1968. Það eru sem sagt ekki nema tvö ár, síðan ég hætti þar endanlega. Framtals- nefnd hefur auðvitað með framtöl að gera, og við gátum ekki hjá því komizt að kynnast Skattstof- unni og starfsliði hennar. Enda eru öll störf framtalsnefndar þar unnin. Útkoman úr dæminu varð svo sú, að ég réðst fastur starfs- maður á Skattstofuna árið 1956 og hef verið þar síðan. — Er ekki hryllilegt að liggja yfir töTum allan liðlangan daginn? — 0, læt ég það allt vera. Þótt ég sé að puða í tölum á daginn, læt ég þær ekki ráða yfir lífi mínu eða valda mér leiða. Samstarfsfólk mitt er líka einstaklega gott, allt upp til hópa. Mér líkar því bet- ur við það sem ég er lengur með því. — Hvað gerirðu í tómstundum þínum? — Á síðari árum hef ég hneigzt æ meira að ferðalögum. Ég hef mjög lengi verið félagi í Ferðafé- lagi fslands, hart nær fjörtíu ár. Bezt uni ég mér uppi á öræfum, fjarri öllum mannabyggðum — ekki mönnum. Menn eru mér ekki til ama, og hafa aldrei verið það. Nú. Svo hef ég ferðazt allnokkuð til útlanda. Meðal annars var ég í fyrstu sendinefindinni, sem fór til Kína. Það var árið 1952. Meðal Jóhannes frá Asparvík: Heklueldar Aleinn á Heklu-elda slóð orðvana stend og liljóður, mig brestur þrótt til að laga Ijóð og lífga minn andans gróður. Svo stórbrotna leit ég landsins sýn, er logar úr fjöllum stóðu, að strengjalaus hlustar harpan min á hljómana jötunóðu. Jarðar í iðrum umbrot stór, ógnandi glóðakveisa, dynur þar vítis dökkur kór dauði og heljareisa. Jarðskorpan rofnar, rauða-glóð, runnin úr djúpsins leynum, þeytir með hljóðum, ær og óð, eldbræddum vikursteinum. Sortnar himinn, en hátt við hvel helglóðamðkkur svífur, biksvarta myrkurs brunaél, blossi af eldi rýfur. Við ógnþrungin kvíða og krampa flog kveinkandi jörðin skelfur, í gígnum duna dauðasog og dimmrauðar glóðarelfur. Hraunelfan stöðugt streymir fram, storknuð á yfirborði. Dynur í eyrum glóðaglamm, gígsins er nægnr forði. Úr gapandi hraunsins grýttu brún glóandi auga stara. Á jarðsöguspjöld er rituð rún af rauðevff3um djöflaskara. Mikil er þarna mannsins smæð við máttarvaldanna glímu. Hver hefur slíkan eld í æð og æfir þann brag og rímu? Þar er ekki á f'lrðum álfagrín, en orkan í mætti og veldi. Því gleymist engum hin glæsta sýn frá gjósandi Heklueldi. ferðafélaga minna voru þeir Jó- hannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, svo þú getur sagt þér það sjálfur, að ferðin sú rnuni ekki hafa verið neitt sérlega leiðinleg. — Fenguð þið að sjá Maó for- mann? — Já. Hann sat með ok’kur eina kvöldveizlu. — Og hann er hvorki með horn nú hóf? — Ekki svo ég sæi. Mér virtist þetta ósköp mennskur maður. Lit- ið eitt í hærra lagi, af Kínverja að vera, og dálítið tekinn að þykkna utan um sig, þegar þetta var. — Já, svo hef ég ferðazt allmikið um það svæði, sem við á klúðurslegu máli köHum Austurlönd nær, Það er að segja Egyptaland, ísrael, Jór- daníu og fleiri lönd þar um slóðir. Ég fékk til dæmis ágætis tækifæri til þess að spóka mig í Jerúsalem, þeirri íornfrægu borg. Auk þess hef ég fexðazt um m’öi-g önnur lönd, sem of langt yrði upp að telja, og fáir mundu IMega hafa gaman af að heyra. — En þér er alltaf jafnmikil upplyfting að ferðalögum? — Já. Þetta er afbragðs tilbreyt ing, sem heldur manni hraustum og hressum, þegar maður annars á við endalausar innisetur að búa. Og nú er ég orðinn sjötíu og þriggja ára og hættur á Skattstof- unni sem fastur starfsmaður. Er þar aðeins sem lausamaður á tíma- kaupi. Mér finnst ég eiginlega ekki hafa undan neinu að kvarta, þótt ekki hafi allar mínar vonir rætzt, sem ekki er heldur von. Ég á fjög- ur böm á lífi, sem öll hafa reynzt hinir nýtustu þegnar. Og þegar ég lít tU baka, finn ég ekki betur en ég sé sáttur við lífið. Ég er að vísu ekki enn í nein- um ferðahug héðan, en þegar þar að kemur, held ég, að ég segi rétt sl svona upp á gamlan, íslenzkan sveitasið: „Verið þið nú öll bless- uð og sæl, og þakka ykkur fyrir samfylgdina". —V.S. Xl MLIJS-N - JSUNNUDAGSBLAÐ Wf* • 591

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.