Tíminn Sunnudagsblað - 16.08.1970, Qupperneq 17
íþróttamót Ungmennasambands BorgarfjarSar árlð 1919.
Björn Jónsson á Ölvaldsstöðum:
KAPPSLÁ TTURINN
í BORCARFIRÐI
í 13. tölublaði Sunnudagsblaði
Tímans 1969 er viðtal við Einar
Jónsson, fyrrverandi ráðsmann á
Hvanneyri hjá Halldóri Vilhjálms-
syni skólastjóra. (Einar andaðist
síðastliðið sumar). Á blaðsíðu 304
segir Einar:
„Á þessum árum var oft háður
kappsláttur í Borgarfirði til þess
að glæða áhuga manna. Þar sigr-
aði Tómas Jóhannsson ævinlega".
Hér á Einar við kappslátt, sem
háður var fyrst árið 1918 á Hvítár-
bafcka og var ein keppnisgreina á
iþróttamóti Ungmennasambands
Borgarfjarðar. Þegar ég las áður-
nefnt samtal við Einar heitinn
hafði ég undir höndum gerðabæk-
ur stjórnar Ungmennasambands
Borgarfjarðar og var að leita eft-
tr, hvað finna mætti um íslenzka
glímu í Borgarfirði að beiðni
Kjartans Bergmanns, formanns
Glímusambandsins. Hann er að
safna heimildum um glímuna í
Borgarfirði. Fór ég nú að athuga,
hvað finna mætti um kappsláitinn.
En eftir því, sem ég bezt veit, eru
aðeins til í héraðsskjalasafni
Borgarfjarðar skýrslur stjórn-
arinnar (þ.e. stjórnar Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar) árið
1915 til ársins 1924, en skýrslur
vantar árin 1912, 1913 og 1914,
einnig árin 1925—1934. En funct-
argerðabækur aðalfunda Ung-
mennasambandsins eru aðeins til
árin 1920—1922. Ef einhver veit
hvar þær bækur eru niður
komnar, sem ég hef talið hér að
framan að vanti, væri vel þegið,
ef ég fengi að vita um það. En
vegna þess, að svona mikið vantar
í gerðabækur Ungmennasambands
ins, gat ég ekki fundið það, sem
vantaði til að leiðrétta það til fulln
ustu, sem missagt hefur verið um
þetta.
í afmælisriti Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar, sem gefið
var út í tilefni fimmtíu ára afmæl-
Is sambandsins, var ekkert að
finna um málið, sem að gagni
mætti verða í þessu sambandi,
enda er ritið ekki ábyggilegt heim-
íldarrit. f viðtali við einstaka
menn var ekki heldur hægt að
fá íullnægjamdi upplýsingar, en
hins vegar varð éx var við tals-
verðan áhuga hjá 5’jnsum að vita
það rétta í málinu, eftir að Þor-
steinn Böðvarsson i Grafar-
dal sendi leiðréttingu á áður-
nefndum ummælum (sjá 17.
tölublað Sunnudagsblaðs Tím-
ans 1969, blaðsíðu 390), og
svo gerir Ármann Dalmanns-
son aðra athugasemd í 21. tölu-
blaði Sunnudagsblaðsins, blaðsíðu
499 við grein Þorsteins Böðvars-
sonar og ummæli Einars heitins
Jónssonar. Mun ég síðar vitna að
nokkru í greinar Þorsteins og Ár-
manns.
Það má sjálfsagt segja, að litlu
eða engu máli skipti það, hvort
Tómas Jóhannsson var á undan
Guðmundi Tómassyni að slá þá
útmældu reiti, sem þeir hlutu að
slá. Það er víst, að allir þessir þrir
menn, sem hafa rætt um kapp-
sláttinn í Borgarfirði, vilja einung-
is hafa það, er sannara reynist.
Að slá með orfj og ljá er næstum
því horfið' úr heyskaparstörfum,
og heyrir því í raun og veru fortíð-
inni til.
Eins og ég gat um, þá varð ég
var við áhuga hfá mönnum að
rifja málið upp. Þvi fór ég að leita
mér upplýsinga og reyndi að fá
afrit af því, sem um málið var
sagt i Tímanum. En mér var sagt
að á því mundi lítið vera að græða.
En dr. Guðmundur Finnbogason
skrifaði grein í Tímann 10. ágúst
1918 um kappsláttinn og heitir
hún Kappslátturinn á Hvítárbakka
sunnudaginn 4. ágúst 1918. Afrit-
if af grein dr. Guðmundar var
mér sent ljósprentað, svo að þess
vegna ætti ekkl neitt að fara á '
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
m