Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Síða 2
i ★★ Strætin í Reykjavík voru lituð blóði — það fréttum við frá útlandinu. Grimmir slátr- arar æddu um borgina að fyr- irlagi ennþá grimmari yfir- valda, er ekki mega hund líta, frekar en Hitler heitinn Júða, án þess að heimta hann til helj- ar færðan. Þetta var Bartóló- meusarnóttin franska, blóðbrull- upið í París, komin niður á jörðina í nýrri mynd — hundar íshafseyjunnar ofurseldir ör- lögum Húgenotta. Fagurrauður dreyrinn hrópar til himins. Fréttamenn af fjörrum lönd- um flugu allt hvað af tók yfir láð og lög til þess að nálgast hrellinguna, eigandi það á hættu að verða teknir í mis- gripum — sýndu þó þann of- urhug að knýja á dyr á hús- um morðingjanna og setja und- ankomu hunds á svið til ljós- myndunar eftir svipaðri for- múlu og beitt var í Danmörku, þegar ofsóttu fólki var komið yfir sundið á styrjaldarárun- um. Og úti í Englandi báru tilfinningarnar grandvart fólk ofurliði, svo að það reis upp frá sjónvarpstækjunum sínum og fréttamyndunum frá Víet- etnam og Norður-írlandi, til þess að fara mótmælagöngu að íslenzka sendiráðinu í Lundún- um. Því að stórletraðar heims- fréttirnar af hundaæðinu í mannfólkinu á íslandi leyfðu því ekki að sitja með hendur í skauti. Samvizkan kallar — hún hrópar og gefur engin setugrið við arininn: Líknið, líknið þ(;ssu ofsótta dýri, sem Shakespeare hastaði á: „Pish for thee, Iceland dog, thou standeared cur of Iceland“. ★★ Þá vitum við það, hvernig hundkvikindin eru végin í hrönnum í Reykjavík. Önnur saga er af því, hvernig sumir nafntogaðir samtíðarmenn okk- ar hafa dáið ár eftir ár í soð- kötlum fréttastofnananna og á síðum heimsblaðanna úr flest- um skæðum sjúkdómum, sem þekktir eru. Engum hefur þó verið jafnoft veittar nábjargirn ar og þeim gula breiðnef, Maó Tse-túng, sem fróðum mönnum telst til, að geispað hafi gol- unni sjö eða átta sinnum og allt orðið að bana, sem lífi fær grandað, nema þá kannski hrossasótt og Hvanneyrarveiki. Síðast féll hann einmitt fyrir ofurborð um sama leyti og tor- færast var um Reykjavíkurgöt- ur vegna valkastanna, sem lög- reglan hlóð í hundastríðinu. En að því leyti olli sú andlátsfregn ekki jafnhastarlegu ölduróti og örlög hinna standeyrðu íslands- hunda, að hvergi skæddi fólk sig til langrar mótmælagöngu, svo frétzt hafi. Enda mætti það æra »óstöðugan að fara alltaf a stúfana, þegar Maó Tse-túng deyr. ★★ Það mun hafa verið í aprílmánuði árið 1950, að fjöl- miðlar aflífuðu hann í fyrsta skipti, og sögðu heimsblöðin, að hann hefði dáið eftir krabba- meinsuppskurð. Um miðbik sumars 1955 dó hann öðru sinni, og þá var það heilablæð- ing, sem kom honum í gröfina. í maímánuðl 1956 fékk hann slag, sem dró hann til dauða. í ágústmánuði 1957 var hann dauðvona af berklum, sem höfðu þjáð hann síoan á barns- aldri, en þar að auki var hann m með háan blóðþrýsting, bilað hjarta og sundurgrafin nýru og loks aðframkominn af lunga- krabba. í ársbyrjun 1959 stein- dó hann úr torkenndum sjúk- dómi, nýbúinn að fá Lín Sjaó- sjí öll-völd í hendur. Eftir þetta var hann við óvenjulega góða heilsu í rúm sex ár. En svo reið líka skruggan yfir: í marzmánuði 1966 hrökk hann næst upp af standinum, þó svo að „áreiðanlegustu fréttastofn- anir“ gátu ekki alveg fullyrt, hvort heldur hann var aldauð- ur rétt einu sinni eða hafði ver- ið sviptur völdum við dauðans dyr. í aprílmánuði sama ár gat bandaríski blaðamaðurinn Jósef Alsop (einn þeirra, sem iðnast- ur hafði verið við að koma drjól anum fyrir kattarnef) frætt ver- öldina um það, að Parkinsons- veiki væri að leggja hann að velli. í maímánuði var hann svo, í rökréttu framhaldi af því, sem á undan var gengið, dauður og dottinn upp fyrir, þó með þeirri leiðréttingu, að banameinið hafði annað tveggja verið kransæðastífla eða krabba mein í kverkum. Síðustu and- látsfregnirnar þetta vorið birt- ust á síðum heimsblaðanna 8. maí. En viti menn: Reis hann ekki upp frá dauðum eins og hans var vandi, að þessu sinni á þriðja degi eftir alkunnu for- dæmi, því að 10. maí tók hann með virktum á móti sendinefnd frá Albaníu. Síðan fréttist ekki um dauðamönk á honum, þar til í haust. En nú er þetta síðasta andlát yfirstigið eins og hin fyrri. Níu eru líf karlsins eins og kattarins, og bandarískar fréttastofnanir verða að lofa honum að halda því níunda, svo að Nixon geti fengið að tala við hann. Á meðan má bjargast við gömul banatilræði. ★★ Þannig er mörg uppákom- an í veröldinni. En fréttaþjón- ustan er í bezta lagi, guð sé lof, og allt kemur til skila, hvort sem tíðindin gerast í Kína eða á íslandi. Það er bara, að bless- að fólkið hafi við að trúa, því að annars verður svo dauflegt að ljúga. J. H. m llMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.