Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 4
 Rússnesk skapgerð - það er helzt til yfirlætisfullt nafn á lítlli sögu. En hvað skal segja — ég ætla einmitt að lýsa fyrir ykkur rússneskri skapgerð. Rússnesk skapgerð! Viljið þið bara spreyta ykkur á að skilgreina hana?- Ætti kannski að hefja hana til vegs með frásögnum um afrek og hetjudáðir? Þar er reyndar af svo mörgu að taka, að það vefst fyrir manni, hvað velja skal. Það varð mér til hjálpar, að kunningi minn sagði mér smásögu af því, sem fyr- ir hann hafði borið. Ég ætla ekki að fjölyrða um það, hvernig hann barðist við Þjóðverja, þó að hann skartaði með litla, gyllta stjörnu og hálft brjóstið væri þakið alls konar tignarmerkjum. Þetta var ósköp venjulegur maður, hógvær og hljóðlátur, samyrkjubóndi úr þorpi í Saratoffhéraði við Volgu. En hann vekur samt athygli, því að hann var óvenjulega fallegur mað- ur, samanrekinn þrekskrokkur og eftir því'vel vaxinn. Það var unun að sjá hann, þegar hann skreiddist upp úr skriðdrekanum — þetta var eins og sjálfur herguðinn birt- ist manni: Hann stekkur niður af drekanum, tekur hjálminn af— svitastokknu höfðinu og strýk- ur óhreint andlitið með tvistvisk og brosir þessu góðlátlega, ómót- stæðilega brosi sínu. í stríðinu er dauðinn ávallt á næsta leiti, og þá breytast menn til hins betra. Lítilmennskan flagn- ar af þeim eins og sjúk húð eftir sólbruna, og eftir verður sjálfur kjarni mannsins. Sá kjarni er auð- vitað mismunandi þéttur, en jafn- vel þótt hann sé heldur í lausara lagi, þá beita menn þreki sínu af fremsta megni: Þeir reyna allir að vera góðir og trúir félagar. Vin- ur minn, Jegor Dremoff, var allt- af valmenni, sem virti og elskaði foreldra sína — móður sína, Maríu Pólíkarpovnu, og föður sinn, Jegor Jegoróvítsj. „Faðir minn er mað- ur, sem sannarlega getur borið virðingu fyrir sjálfum sér. Elsku drengurinn minn, sagði hann stundum — þú munt sjálfsagt margt sjá í veröldinni, og kannski ferð þú einhvern tíma til útlanda. Mundu samt alltaf, að þú ert Rússi og þarft ekki að blygðast þín fyr- ir það. . . “ Jegor Dremoff átti unnustu heima í þorpinu sínu við Volgu. Og um unnusturnar 6g eiginkon- urnar töluðum við oft, einkanlega þegar kyrrt var á vígstöðvunum og kalt, eldur á hlóðum í kofum okk- ar eða glóð í ofni að loknum kvöld- verði. Þá var margt skrafað. Kannski hóf einhver máls á þessa leið: „Ást — hvað er það nú eigin- lega?“ Annar svarar: „Ástin sprettur af virðingu”. Hinn þriðji vill leggja sitt til málanna: „Það held ég hreint ekki. Ást er ávani og maður elskar ekki aðeins kon- una sína, heldur einnig foreldra sína og skepnurnar sínar“. „Iss, þvættingur, aulinn þinn“, segir einn: „Ástin er heit tilfinning, sem rænir manninn rökhyggju og gerir hann líkt og ölvaðan“. Þannig geta þeir masað og velt vöngum klukkustundum saman, þar til hinn elzti og reyndasti meðal þeirra tekur loks til máls og fer með myndugleika í röddinni að skilgreina hugtakið. Jegor Dremoff var eins og hálf- vandræðalegur, þegar þetta bar á gór.%a. En mér sagði hann líkt og af tilviljun, að unnusta sín væri góð stúlka, og hún hefði sagt, að hún skyldi bíða eftir honum. Og þá beið hún hans líka, þó svo að hann kæmi heim einfættur. Um hreystiverk sín í stríðinu var honum líka óljúft að tala. „Mað- ur vill helzt ekki leiða hugann að því“, sagði hann. Og það dimmdi yfir honum, og hann byrjaði að reykja. En félagar hans sögðu okk- ur sögur af því, hvernig hann beitti skriðdrekanum á háska- stundum. . Einkum hlustuðum við SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.