Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 16
Gulmundur Þorsteinsson frá Lundi: Smiðurinn og hugvits- muðurínn Kristinn, sem hér verður sagt frá, fæddist og ólst upp í Leirhöfn, enda lengi síðan við þann stað kenndur. Foreldrar hans voru Helga Sæmundsdóttir og Kristján Þorgrímsson, sem þar bjuggu lengi. Helga var seinni kona Kristj- áns, sem orðinn var roskinn, og átti fjölda barna af fvrra hjóna- bandi, sem þá voru iullorðin og farin heiman. Þeim hjónum blessaðist með ágætum búskapur í Leirhöfn. Kristján var hæglátur maður og hógvær, en mikið hraustmenni og ágætur búþegn, en Helga mikilhæf ágætiskona. Þau eignuðust saman sex drengi, sem um marga tugi ára voru vel þekktir undir heitinu: Leirhafnarbræður. Kristján virtist enn í fullu fjöri, þegar hann féll frá, sjötíu og sex ára gamall, og varð lungnabólga honum að bana sem fleiri hreystimönnum þess tíma, á meðan engin meðul þekkt- ust við henni. Þá var Helga í vanda stödd með ungu drengina sína. Fæstir sáu önnur ráð á þeim tíma en að tvístra heimilinu í þeim kringumstæðum. En Helgu mun lítt hafa komið það í hug í alvöru. Hún vildi ala sjálf upp drengina sína, enda má full- yrða, að í flestum greinum hefði # Nýhöfn orðið minni þroski þeirra en raun varð á, ef þeir hefðu í bernsku og æsku orðið að fara á mis við ágæta handleiðslu hennar. Hún fékk sér fyrst fyrir ráðsmann roskinn mann með konu og uppkomna dóttur, og minnir mig, að hann hefði áður verið vinnumaður eitt ár, eða svo. Var hann svo kyrr, þar til dreng- irnir hennar voru færir um það sem gjöra þurfti, og dróst það ekki mörg ár, því snemma bar á miklum manndómi í þeim. Það, að þeir ólust upp svona margir sam- an, með tiltölulega litlum aldurs- mun, hjálpaði til þess að þeir gátu snemma gefið sig nokkuð að því, sem hver og einn’ var hneigðastur fyrir, enda voru þeir allir fyrir nokkuð sérstök viðfangsefni, auk þeirra daglegu starfa, sem allir urðu að hjálpast að við, svo afkom- an væri trygg. Kristinn var næstelztur bræðr- anna. í honum bjó snemma hag- leikshneigð og blundandi grúsk í vélfræði, sem í bernsku hans var nánast lítt þebkt hugtak hér um slóðir. Smiðja var á bænum, og mun hafa verið notuð til venju- legra búþarfa, en fátt var þeirra áhalda, sem litlum- dreng henta til fyrstu viðfangsefna. Má heita tákn- ræn bending um það, hvert krók- r----——-——--------—— ------ Langri ævi merkiiegs manns lauk 7. ágúst í sumar. Þá and- aðist Kristinn Kristjánsson, bóndi og járnsmiður í Nýhöfn á Sléttu — fágætur maður, sem ekki þarf að verja löngu máli til að kynna beim, sem til ald- urs eru komnir, enda verða aðrir til þess að skrifa um hann eftirmæli með venjulegu sniði. Hitt finnst mér ekki mega undan bera að skrifa um smiðinn og hugvitsmanninn og búa svo um hnútana, að sú saga varðveitist, svo mikilvægu hlutverki gegndi hann í héraði sínu og svo mikla skuld á raun- ar öll þjóðin honum að gjalda. f grein þeirri, sem hér birtist, hef ég því einskorðað mig við smíðar hans og uppfinpingar, og vænti ég þess, að ,Sunnu- dagsblað Tímans skorist ekki undan því að geyma þá sögu á síðum sínum. G.Þ. KRISTINN KRISTJÁNSSON — mynd frá æskuárunum. ur drengsins beygðist, að þegar hann, kornungur, fékk að fara til Raufarhafnar með fáeina aura til að kaupa fyrir, var það lítill renni- bor, sem hann keypti. Með tíman- um varð honum ljóst, að járnsmið- u rvildi hann verða eins og Sæ- mundur, afi hans. Fyrstu verulegu tilraun hans í því efni mun borið hafa að með þeim hætti, sem nú skal greina: Faðir hans fékk pöntunarfélagið á Kópaskeri, sem þá var nýstofnað, en síðar nefndist Kaupfélag Norð- ur-Þingeyinga, til þess að útvega sér hverfistein. Þegar hann kom, reyndist hann óþarflega stór fyrir sveitaheimili, en við það varð að sitja. Fenginn var bóndi af næsta bæ, til þess að setja upp steininn. Bóndi smíðaði volduga grind und- ir steininn, með stokk undir fyrir vatnið og sæti fyrir þann, sem lagði á, en hamraði svo í smiðjunni úr allgildum sívalningi af strand- járni öxul í gegnum steininn, með þorni í gegnum miðjuna, svo ekki snerist í, en sjálfgerðri sveif á end- anum. Steinninn reyndist vel, ■ nema hvað örðugt var að snúa hon- um. Þessari framkvæmd var lokið stuttu áður en Kristján andaðist. Ráðsmaðurinn notaði steininn tölu- vert, og kom það á elztu drengina og vinnukonurnar að snúa honum, sem þótti illt verk og örðugt — einkum ef fast var lagt á, en það sparaði hann ekkert. Svo var Krist- 880 T ! M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.