Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 21
nefna bindindisheit og hollustu- hætti, fegrun daglegs orðfars, ástundun kurteisrar og drengilegr- ar framkomu og fleira og fleira. Guðmundur Guðmundsson gerði meira en gefa ungmennafélögun- um ljóðið Vormenn íslands, sem þeir gátu dregið sér heiti af, hann orti einnig hvatningarljóð, sem mjög var I sama anda: Nýárshvöt 1907 með viðiaginu Einhuga fram! „Nemum vort land að nýju, frjálst sem fyrr, fylkjum oss þétt um guði vígðan hyr. Vekjum í brjósti öldungs æskufjör, — eggjarnar brýnum fast á sljóvum hjör. Syngjum hjá barnsins vöggu vonaljóð, vekjum þess rækt við landið sitt og þjóð. Knýjum hvern annan fram á frægðarspor, flekklaus við hinzta kvöld sé skjöldur vor. Einhuga fram!“ 9. Merkið stendur. Fræðslustarfsemi hélt að sjálf- sögðu áfram í Öxarfjarðarhéraði, þó að Guðmundur Hjaltason hyrfi þaðan frá störfum. Farivumsla kom nú meira til sögunnar en áð- ur, en jafnframt studdist kennsla við áhuga og framtak einstakiinga, svo sem unglingaskóli, er síðar verður frá skýrt. Af kennurum á fyrsta ;>g fram á annan tug aldarinnar á þessum slóðum, mun mestum ljóma hafa stafað af Svöfu Þórleifsdóttur. Hún var dóttir prestshjónanna á Skinnastað í Öxarfirði, síra Þór- leifs Jónssonar og frú Sesselju Þórðardóttur, Árnasonar, prests á Mosfelli í Mosfellssveit. Síra Þórleifur var sérkennilegur gáfumaður og eftirminnilegur per- sónuleiki. Nokkuð mun hann hafa drukkið og illa, er svo bar undir, og skapferli hans þótti öfgakennt. Stundum var hann svo ofsakátur að nálgaðist tröllagalsa, en að öðr- um þræði svo þunglyndur, að hann var vart mönnum sinnandi. En konan tók duttlungum hans, svo og öðru, sem að höndum bar, með gæflyndi og hugprýði. Hún þótti mikil afbragðskona og myndarhús- freyja, svo að þegar alit kom heim og saman, kostir hjónanna og barna þeirra, var prestssetrið önd- vegisheimili. Fagurt er þar, víð- sýnt og sólsælt. Erindi, sem oft var sungið, hefst á orðunum: „Skín á Skinnastaði. . En bæjarnafni? var oft haft í fleirtölu, og þori ég ebkert um það að segja, hvort rétt- ara er: Skinnastaður eða Skinna- staðir, fyrra nafnið hef ég séð meira í bókum, en heyrt hið síðara í mæltu máli norður þar. Húsrými var allgott á Skinna- stað, reisulegt timburhús, svo að Svafa gat tekið nemendur heim til sín, er hún hóf kennslu í fyrstu. Síra Þórleifur mun hafa verið mikill lærdómsmaður, og er álitið, að norræn fræði hefðu verið meira við hans hæfi en guðfræði, þó að hann sneri sér að því að læra til prests. Hann var mikill áhugamað- ur'um íslenzkt mál, og á þeim tíma, er tíðkaðist að rita je, hélt hann þvi fram, að é væri réttari ritháttur íslenzkrar tungu. Einhver bar þá fram sem rök fyrir je, að þannig væri nafnið Jesús skrifað. Síra Þórleifur svaraði þá hart og snöggt: „Hvað er að marka útlendan andskota". Urðu þessi ummæli hans að orð- taki í sveitinni, því að um Þingey- inga almennt mátti segja það sama og karl einn, þingeyskur, sagði um sjálfan sig: Að honum þætti gam- an að smávegis — svona stundum. Ekki má af þessum orðum séra Þórleifs draga þá ályktun, að hon- um hafi verið tamt að tala af létt- úð um trúmál. Hins vegar minnist ég þess ekki, að hafa heyrt frá neinu sagt, er benti til þess, að hann gerði sér^far um að glæða trúarlíf sóknárbarna sinna. Ef til vill hefur honum fundizt það sott eins og það var. Hann var mikils metinn sakir gáfna, lærdóms og embættis, en þótti kynlegur kvist- ur og vart við alþýðuskap. í æsku varð hann fyrir áfalli, sem mun hafa rist djúpt, stúlka brá heiti við hann. Sú hét Sólveig. Heyrðu menn hann stundum raula fyrir munni sér, ef til vill þó eink- um væri hann kenndur, þennan húsgang, svo breyttan: „Tólf eru á ári tunglin greið ti! ber að þrettán renni. Sólveig er farin sína leið, svo sem guð bauð henni“. Ekki er mér kunnugt um kveð- skap síra Þórleifs utan eitt smá- kvæði. Réttara vœri þó ef til vill að tala um tvö erindi, því að þau voru ort sitt í hvorí aain og leið óratími á milli. En erindi þessi tengdi hann hvort við annað með sameiginlegu nafni, og gerði þann- ig úr þeim kvæði. Kvennalánið. Ó, hringagná, ó-hýr á brá, mjög hörðu við mér baki sneri. En fái ég líf og fagurt víf, mér finnst slíkt óhapp lítið geri. 26.5.1875. Og Sólveig fór en sorgin stór mig sundur kvikan næstum tætti. Sesselja kom og sjúkan vom og sálarhró að mestu bætti. 1910. Svafa Þórleifsdóttir fæddist á Skinnastað 20. október 1886. Hún virðist hafa hlotið dýrmætar vöggugjafir í veganesti — gáfur og lærdómshneigð stórbrotins föðurs og hina farsælu greind og dagfars- þokka mætrar móður. Henni virð- ist, frá því að hún var kornung, hafa verið allt á þá lund lagið að verða forgöngukona um fræðslu- og félagsmál, lífsþróttur hennar var hrífandi og aflvekjandi, og hún fékk miklu afrekað fyrir hérað sitt á skömmum tíma. Að sjálf- sögðu hlutu slíkri konu sem henni að bjóðast stærri verkefni við betri aðstöðu en föng voru á að veita henni heima fyrir. En það hefur lagzt í mig, að breyting á heimil- ishögum við fráfall föður hennar 1911, og önnur einkamál, hafi vald- ið miklu um, að hún hvarf svo skjótt frá heillandi starfi í átt! g- unum, frá ástsæld, trausti og að- dáun, sem reifaði nafnið Svafa Þór- leifsdóttir sólbjarma og heiðvindi. Ekki er ólíklegt, að Svafa hafi eitthvað notið tilsagnar Guðmund- ar Hjaltasonar, hún mun hafa ver- ið á ellefta ári, er hann hætti kennslu í Öxarfirði. En hvernig sem heimanámi Svöfu Þórleifsdótt- ur hefur verið hagað, hefur hún þótt fær um að taka að sér barna- kennslu í sveit sinni nítján ára. Mér vitanlega hefur hún þá aðeins farið að heiman frá sér einn vet- ur, heilan til náms, og þá að itMINN SUNNUDAGSBLAÐ 885

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.