Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 14
það lengi á sviJL, að 4g falyti að vera eldri en þetta. — Hvaða verkefni voru það, sem hin nýkjörna hreppsnefnd I Vopnafirði þurfti einkum að glíma við á þessum löngu liðnu dögum? — Það var sannarlega ekki um neinn verkefnaskort að ræða, en langerfiðust voru þó vegamálin og fátækramálin. Þá stóð þannig á, að þjóðvegurinn lá upp Jökuldal og norður Fjöll, en enginn þjóðvegur var til frá Fossvöllum í Jökulsár- hlíð um Hlíðarhrepp norður yfir Vopnafjörð og Strandir í Norður- Múlasýslu og alla leið að Breiðu- mýri í Reykjadal. Vegakerfi landsins skiptist í hreppavegi, sýsluvegi og þjóðvegi, og í Vopnafirði var aðeins hreppa- og sýsluvegur, og pírðist úr sýslu- sjóði í þann veg árlega. Ekki var um að tala, að hægt væri að brúa stærstu ár sveitarinnar, Hofsá og Selá, með þeim aurum, og við sá- um fram á algera stöðnun í vega- málum hreppsins. Þetta var búið að vera mér mik- ið áhyggjuefni áður en ég kom í hreppsnefnd, og á fyrsta fundin- um, sem ég sat, flutti ég tillögu um það — og fékk hana sam- þykkta — að hreppsnefnd Vopna- fjarðarhrepps setti sig í samband við allar hreppsnefndir á þessu þjóðvegalausa svæði með því mark miði að leita sameiginlegs átaks þeirra til þess að skora á alþingi að bæta þessum spöl í þjóðvega- lögin. Ég þekkti tvo ágæta alþing- ismenn, sem hér máttu koma við sögu, þá Benedikt Sveinsson og Þorstein M. Jónsson. Þeir fengu að vita, hvað fyrir mér vakti. Að öðru leyti var ekki neitt sagt né skrif- að um málið, og það leið áfram í þögninni. En inn í alþingi fór áskorun hreppsnefndanna og var samþykkt þar, ég held í marzmán- uði 1923. Við héldum fund í apríl og var þá vitað, hvernig málinu hafði reitt af. Það voru kátir karl- ar, sem þar mættust — það var kominn þjóðvegur í Vopnafjörð. Og Jörgen í Krossavík, sem lengi hafði mátt pína út fé úr sýslusjóði, hló og hló og hló. Við lukum fund- inum og fórum svo heim til Árna frá Múla, og ég má segja, að þar væri þá þegar haldin vígsluveizla nýja þjóðvegarins í sveitinni okk- ar — hin eina, sem haldin hefur verið. Nú höfðu öll viðhorf til vega- mála í sveitinni gerbreytzt. Eftir fá ár voru komnar brýr á Selá og Hofsá og einnig á Hvammsá. Við þessar miklu samgöngubætur mátti segja, að sveitin skipti alger- lega um svip á næstu árum. Og mér hefur lengi ekki þótt vænna um annað, sem ég hef átt upptök- in að. En það var margt fleira en þetta, sem bar til tíðinda í lífi mínu og sveitar minnar á þessum árum. Mér var falin yfirumsjón með refa- veiðum og ég var réttarstjóri á Felli. Breytti ég þá réttinni, svo að öll vinna við sundurdrátt fjárins varð stórum auðveldari. Það var búin til safngirðing við réttina, en dráttardilkur gerður úr gömlu safnréttinni. Nú var réttin búin klukkan fjögur um daginn, en áð- ur var henni venjulega ekki lokið fyrr en klukkan sex eða að ganga sjö. — Þú nefndir þarna áðan, að fátækramálin hefðu verið mikið vandamál. Mig langar að heyra eitt- hvað um afskipti þín þar. — Ég varð eiginlega strax og ég kom í hreppsnefndina eins kon- ar fátækrafulltrúi. Það er að segja: Mér var falinn til yfirlits efnahag- ur þeirra manna, sem til hrepps- ins leituðu. Á þessum árum voru til ajveg bláfátækar fjölskyldur í Vopnafirði — bæði í sveitinni og kauptúninu. Þær heimsótti ég fyr- ir jólin og lét svo Árna frá Múla vita, hvers ég áliti, að þær þyrftu með. Ég kynntist því snemma fá- tæktinni og braut ekki lítið heil- ann um, hvernig úr því böli mætti bæta. Hinu er ekki að leyna, að oft fannst mér ég mæta heldur litlum skilningi. Það bar eitt sinn til, að bóndi í Vopnafirði leitaði ásjár hrepps- nefndarinnar. Þetta var dugnaðar- maður, átti hina mestu myndar- konu og efnileg börn, en bjó á koti. Aldrei þessu vant kom nú fram tillaga um að taka þessi hjón upp, senda þau í vinnumennsku, en koma börnunum fyrir hér og þar með meðgjöf. Minnir mig þau hafa verið sex eða sjö. Tillagan var þó ekki mikið rædd, því mér fannst sem þetta myndi varla geta verið alvara. En þegar hún var bor- in upp til atkvæða fór þó svo, að hún var samþykkt með öllum at- kvæðum á móti mínu einu. En nú hljóp mér kapp í kinn, og hafði það þá bara eins og segir um Jón karlinn svola: að vinna málið einn. Ég neitaði að standa að slíkri gjörð og taldi hana ekki hrepps- nefndinni sæmandi. Bauðst ég til þess að ábyrgjast það, að bóndi þyrfti ekkert til hreppsins að sækja. Ég þekkti allar ástæður á heimilinu og bjóst við, að þar væri hægt að breyta svo um, að búskap- urinn fengi staðizt, að minnsta kosti miðað við venjulega vopn- firzka fátækt. Og þar með féll til- lagan. Annars atviks minnist ég úr hreppsnefnd — það var þegar tókst að gera mig orðlausan. Svo var mál með vexti, að við höfðum komið á fót almennum sveitar- fundum, sem oftast voru haldnir snemma vetrar. Var þar ýmislegt rætt, sem snerti hag sveitarinnar og framtíð. Það var á einum slík- um fundi, þar sem þeir voru báð- ir, þingmenn kjördæmisins. Hall- dór á Torfastöðum og Árni frá Múla. Ekki man ég nú allt efni þess fundar, en ég man, að ég var að halda ræðu um fátæktina, hversu hún stæði sveitinni fyrir þrifum. Og ekki væru nú bjarg- ræðisvegirnir fjölbreytilegri en svo, að ef börn gerðust mörg á heimilum, þá hrykkju ekki foreldr- arnir til að sjá fyrir þeim. Endir- inn yrði svo sá, að leitað væri til hreppsins um smástyrk til þess að halda viðskiptum opnum, en hér myndi þó oftast duga aðstoð til aukinnar framleiðslu á heimilinu. Sagði ég það öfugt og rangsnúið, að það fólk, sem æli upp flesta þegna handa þessari fámennu þjóð, skyldi þurfa að búa við kröppust kjörin. Þetta hlytu allir að sjá, að væri almennt þjóðfélags- böl, þar sem viðbúið væri, að eitt- hvað kynni að bresta á fullan þroska þeirra barna, sem byggju við svo sára fátækt í frumbernsku sinni. Taldi ég, að til þyrfti að vera sérstakur framfærslusjóður, er styrkti barnmörg heimili tíl þess að öruggt væri, að þau börn, sem þar fæddust upp, hlytu ekki minni þroska — líkamlegan og andlegan — en önnur börn. Kallaði ég hér stefnt til manntjóns að öðrum kosti. En ég hafði, þegar ég var í Samvinnuskólanum skrifað grein, sem ég kallaði Mannát. og hneig hún nokkuð að þessu sama efni. Þessari ræðu minni á Vopnafirði var svarað stutt og laggott: ómegð- in hjá körlunum myndi nú víst 878 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.