Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 7
— þetta er ég, sonur ykkar!“ Hann fann notalega kennd streyma um sig við arin bernskuheimilis síns, en samtímis fylltist hann beiskju. — Jæja, eigum við ekki að taka til matar okkar? sagði faðirinn. Þú •átt eitthvað handa gestinum, kona. Jegor Jegoróvítsj lauk upp lítilli hurð ó gömlum skáp, þar sem hann var vanur að geyma öngla í eldspýtustokki í vinstra horni — Það bar ekki heldur á öðru: stokk- urinn var þarna enn. Tekanna með brotin stút var þar líka eins og í fyrri daga, og þaðan lagði þefaf brauði og þurrkuðum lauki. Jegor Jegoróvítsj seildist eftir lítilli vín- flösku með ofurlitlum slatta í, nóg í tvö staup á að gizka, og af- sakaði, að hann ætti ekki meira af þessu tagi. Þeir settust við borðið og möt- uðust eins og þeir höfðu gert í gamla daga. Það var fyrst, er Jegor Dremoff hafði matazt um stund, að hann varð þess áskynja, að móður hans varð starsýnt á, hvern- ig hann hélt á skeiðinni. Hann hló • við, og móðir hans lét augun hvarfla annað. Hann sá, að það íóru eins og sársaukadrættir um andlitið á henni. Það var talað um eitt og annað — hvemig vora myndi, hvernig sáningu yrði hagað og hvaða von væri til þess, að stríðinu lyki næsta sumar. — Hvers vegna heldur þú, Jeg- or Jegoróvítsj, að endir verði bund Ínn á styrjöldina í sumar? — Menn eru orðnir fullir óþreyju, svaraði Jegor Jegoróvítsj. Milljónir manna hafa gengið út í opinn dauðann, og nú færist her- inn svo í aukana, að ekkert getur stöðvað hann. Ekkert getur leng- ur bjargað Þýzkurunum. María Pólikarpovna spurði: — Getur maðurinn ekkert sagt okkur um það, hvenær hann fær leyfi til þess að skreppa hing- að heim til okkar? Það eru nú orð- in þrjú ár síðan við sáum hann síðast. Sjálfsagt er hann orðinn fullvaxta — kannski kominn með yfirskegg? Og standa svona and- spænis dauðanum hvem einasta dag. Málrómorinn er líklega ekki eins þýður og hann var? — Það er hætt við þvf, sagði liðsforinginn. Kannski þekkið þið hann alis okki, þegar hann komur. Hann lagðist til svefns uppl á ofninum, þar sem hann þekkti hverja sprungu í viðnum og hvern kvist í loftinu. Þar var brauðlykt og gæruskinnsþefur — þessi gamal- kunni, heimalegi þefur, sem ekki er einu sinni unnt að gleyma í and- látinu. Napur marzvindurinn gnauðaði á þakinu. Faðir hans hraut í rekkju sinni, og móðir hans bylti sér, stundi við og gat ekki sofnað. Liðsforinginn lá á grúfu með andlitið í höndum sér. „Getur það hugsast, að hún hafi ekki þekkt mig?“ sagði hann við sjálfan sig — „ekki þekkt mig, son sinn? Hún mamma?“ Hann vaknaði við það um morg- uninn, að einhver var að kljúfa spýtur. Það var móðir hans, far- in að kveikja upp. Háleistarnir hans höfðu verið þvegnir og hengdir upp, svo að þeir þornuðu, og við dyrnar stóðu stígvélin, tár- hrein. — Maðurinn getur vonandi sætt slg við lummur úr bókhveiti? sagði hún. Hann svaraði ekki undir eins, heldur sveiflaði sér niður af ofn- inum, fór í kápu sína, spennti belt- ið og settist berfættur á bekkinn. — Á ekki Katja Malýsjeva heima hérna í þorpinu? spurði hann. Dóttir Andrésar Stepanóvítsj Malýsjeffs. — Jú. Hún lauk skólanáminu í fyrra og er kennslukona hérna. Vilt þú hitta hana? — Sonur ykkar vildi endilega, aS ég skilaði kveðju til hennar. Móðir hans sendi stúlku úr næsta húsi eftir henni. Liðsforinginn var ekki einu sinni kominn í sokkana, er Katja Malýsjeva kom hlaupandi. Það var glampi í stórum, gráum augum phennar, augnabrúnirnar hafnar upp í eftirvæntingarfullri spurn og kinnarnar rjóðar af tilhlökkun. Liðsforinginn andvarpaði, þeg- ar hún strauk prjónað sjalið af höfði sér og lét það renna niður á axlirnar: Hann langaði til þess að kyssa þetta mjúka, ljósa hár. Svo fersk óg blómleg, svo falleg og ljúf og elskuleg fannst honum hún, að það var engu líkara en birti í stofunni, þegar hún kom inn. — Áttir þú að bera mér kveðju frá Jegor? Ég bíð hans dag og nótt — segðu honum það. Hann stóð eins og dæmdur, hall- aði sér upp að gluggakistun»i og kinkaði kolli. Honum var Um megn að tala. Hún kom fast til hans og leit framan í hann. En svo var eins og hún hefði fengið högg á brjóstið — hún leit undan, dauð- skelkuð. Á þeirri stundu tók hann þá óhagganlegu ákvörðun að fara brott samdægurs. Móðir hans hafði flóað mjólk og þeytt rjóma á kynstrin öll af bók- hveitilummum. Aftur tók hann til að segja sögur sínar af Dremoff liðsforingja, og að þessu sinni tal- aði hann um framgöngu hans í stríðinu. Hann sagði vægðarlaust frá öllu og forðaðist að líta fram- an í Kötju, því að hann hræddist að sjá svipbrigði hennar spegla þann geig, sem lýti hans vöktu. Jegor Jegoróvítsj vildi fá lánaðan hest á samyrkjubúinu. En liðsfor- inginn kaus heldur að ganga til brautarstöðvarinnar. Hann var hnugginn yfir því, sem gerzt hafði, nam staðar annað veifið, greip höndunum fyrir andlitið og hrópaði hvað eftir annað hásum rjómi: „Hvað tekur nú við?“ Hann sneri aftur til herdeildar sinnar, sem nú var langt fyrir aft- an vígstöðvarnar og beið þess, að fyllt væri 1 skörðin. Félagar hans fögnuðu hanum svo einlæglega, að óhugnaðurinn, sem grafið hafði um sig í sál hans og varnað hon- um svefns og matar, lét undan síga. Hann ákvað að láta móður sína ekki vita um það fyrst um sinn, hvað fyrir hann hafði komið. Og Katja — mynd hennar varð hann að afmá úr huga sér að fullu og öllu. Nokkrum vikum síðar barst honum bréf frá móður sinni. „Komdu sæll, hjartans vinurinn Tiinn. Ég er hrædd við að skrifa þér, því ég veit ekki, hvað ég á að halda. Hingað kom maður til okk- ar frá þér, og það var bráðviðkunn- anlegur maður. Nema andlitið á honum var skaddað. Hann ætl- aði að vera hjá okkur fáeina daga, en svo breytti hann því allt í einu og fór burt. Og síðan hef ég ekki getað sofið á nóttunni, elsku dreng- urinn minn — mér finnst eins og þetta hafi verið þú, sem fórst svona snögglega frá okkur. Jegor Jegoróvítsj snuprar mig fyrir vit- leysuna: Ég held þú sért gengin af göflunum, manneskja, segir hann, hafi þetta verlð sonur okkar — ætli hann heföí ekki sagt til sín? TflHINN — SUNNUDAGSBLAÐ 871

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.