Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 10
ura til fjallgöngu, en Reynir var í stígvélum með hrjúfu mynztri. Þegar við vorum að komast upp í skarðið, sem er á milli Súlnanna, rákumst við á hindrun, sem að mínum dómi var mesta torfæran á allri leiðinni. Um það hil fjögurra metra hár klettur lokaði þarna upp gönguleiðinni. Öll sund virtust lok- uð. Þarna stóðum við nú í snar- bröttu gilinu og hvergi festu að fá, því að í klettinum var haldlítið berg, sem molnaði, ef reynt var að ná þar handfestu. „Hver andskot- inn?“ varð Reyni að orði — „held- urðu, að við förum að gefast upp hér, næstum komnir upp?“ „Næst- um komnir!“ stundi ég og renndi augum upp í klettana fyrir ofan. En Reynir raulaði bara lag fyrir munni sér og fór með mestu varúð að ryðja burt lausum bergmulningi og gera sér spor í klettinn. Reynir hafði borið myndavélina, svo að mér veittist léttara að klífa fjallið, en nú gat hann ekki leng- ur haft hana meðferðis. Hann lagði hana þess vegna á syllu fyrir of- an sig, og ætluðum við að taka hana, þegar við kæmumst upp klettinn. Að síðustu tókst okkur að kom- ast upp, en rúman hálftíma vorum við að yfirstíga þessa fáu metra. Og nú var orðið stutt upp í skarð- ið, og þaðan var hið stórkostlegasta útsýni. En nú varð Reynir endilega að bregða sér í eina rákina „svona í gamni“, til þess að huga þar að fýlseggjum. Ég beið á meðan, skjálfandi af hræðslu, því að ég hélt, að hann myndi hrapa. En Reynir hefur komizt í krappari dans. Að minnsta kosti held ég, að það sé enginn leikur að flækjast í klettum í tíu klukkustundir með sjötíu fýlsegg í peysunni sinni eins og Reynir hafði gert fáum dögum áður en við fórum í þessa ferð. Úr skarðinu héldum við vestur klettarákirnar, og alltaf gátum við mjakað okkur hærra með því að klífa stalla og stökkva milli snasa. En nú brá svo við, að ég fékk óskaplegan höfuðverk, og hefur því líklega valdið áköf eftirvænt- ing mín og óvissa um það, hvort við kæmumst upp á tindinn. Geng- um við hringinn móti sólu og kom- um loks að urð, þar sem klettur hafði hrunið fram, auðsjáanlega Framhald á 886. siðu. 874 1 i m i n n SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.