Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 20
Björnfisons, Jónasar Lie, Alexand- ers Kiellamls og fleiri, vildl þeim það til happs, að Benedikt frá Auðnum sendi þeim að láni bæk- ur úr sýslubókasafninu á Húsavík, austur yfir Reykjaheiði. Eflaust hefur hann stundum verið beðinn um ákveðnar bækur eða verk ákveðinna höfunda, en oft mun hann hafa valið lestrarefnið sjálf- ur, og því voru bókabögglarnir frá Húsavík opnaðir. með sömu eftir- væntingu og væru þeir eins konar lukkupakkar. Verk þessara höfunda voru frá því tímaskeiði, er margt var á döf- inni, við morgu hróflað, er svo lengi hafði verið hefðbundið. að tími var kominn til að bylta því. Ný kynslóð vildi brjótast undan ættar-, feðra- og klerkavaldi, ný lífsgildi vildu fá rétt sinn staðfest- an. „Problem var sat under debat“, eins og Georg Brandes orðaði það. Bækur þessara norsku umbrota- manna voru mikið lesnar og mik- ið ræddar um byggðir Þingeyinga eins og sjá má af verkum Þorgils gjallanda. Þó væri of mælt, að stefnur og straumar þessara bók- mennta væru allsráðandi í hugum lesendanna, þeir voru einnig þess umkomnir að njóta hins hreina, listræna gildis þeirra. Skáldskapur var í kyrrlátu lífi þess tíma mikill yndisauki. Þáttur Guðmundar Hjaltasonar er tekinn hér með sem aldarfars- mynd, svo langt sem hún nær, tímamótasaga, er gefur til kynna, hvernig risið á menningarlífinu fór smáhækkandi eftir því, sem nær dró aldamótum og þó einkum með nýrri öld, er „. . . kom sem bragur með lyftandi lag“. Margt lagðist á eítt, sterk þjóð- ernisvakning í sambandi við sjálf- stæðisbaráttuna, er elfdi bæði kjark og vonir. Ljóð stórskáldanna íslenzku lásu sig og sungu inn í hugina. Áhrif erlendra bókmennta hafa tvímælalaust verlð allveruleg, þessi áhrif hrærðu upp í hugum manna og sáðu fræjum nýrra lífs- viðhorfa, várðandi sjálfsákvörðun- arrétt. Og svo barst til landsins nánari vitneskju um kerfisbundna sókn þeirra, er vildu heimta rétt- indi til handa lítilmagnanum, . hin kúgaða stétt hristir klftfann og sér hún er voldug og sterk“. Sú tilfinning efldist af baráttu- ljóðum skáldanna, og má þá í leið- inni nefna Þorstein Erlingsson — skáldanna, sem lögðu þjóðinni orð á tungu og vaxandi skilning á mætti „þjáðra manna í þúsund löndum". Með samtaka mætti skyldi losa: ...um vor bönd, þá er líf fyrir hönd, þá skal ljós skína um eyjuna komandi menn“. Ekki má skilja orð mín og ljóða- tilvitnanir á þá lund, að íbúar hinna dreifðu byggða, sem hrifust af myndugleika og orðsnilld skáld- anna, er boðuðu nýja frelsisöld, hafi skipað sér ákveðið í fylkingu verkalýðssinna, eða segjum jafnað- armanna. Það var hin almenna frelsisboðun, sem hreif hugina, sjálfstæðismál þjóðarinnar var of- ar allri stéttabaráttu. Ungmennafélögin sprungu út eins og blóm á gróðurríku vori um land allt og mörkuðu stefnuna í framsókn æskunnar fyrir hinum mörgu hugsjónum, sem í fyllingu tímans kölluðu á boðendur og fylgjendúr. „Hátt ber að stefna“, var kjörorð tímans, og margt kall- aði að, ræktun lands og þjóðlifs, þíða skyldi „skammdegisgaddinn íslenzka, þar sem svo margt vor- blómið og vorboðann hefur kalið til bana“, eins og Helgi Valtýsson komst að orði í grein sinni um Guðmund Hjaltason, er liann eggj- aði æskuna lögeggjan, „að bæta fyrir ranglæti feðra vorra“. Aldamótaæskan mun hafa þekkt sinn vitjunartíma flestum kynslóð- um betur. Það voru ungmennafé- lög landsins, með U.M.F.Í. í farar- broddi, sem greiddu Guðmundi Hjaltasyni leiðina heim og gerðu Stephani G. Stephanssyni boð til íslands tæpurn áratug síðar. Ungmennafélagarnir hervædd- ust liugsjónum og gengu fram sem merksberar nýrrar aldar, er áttl mikinn menningarakur óplægðan. Þeir eignuðust sína herhvöt, og stefnuskrá í ljóði Guðmundar Guð- mundssonar: Vormenn íslands, sem lyfti sér á tónavængjum Lax- dals og söng sig inn í hvers manns hug. í ljóðinu er vikið að ýmsum þeirra hugsjóna, er Vormenn ís- lands höfðu á stefnuskrá sinni: Sjálfstæðismálið: „ísland frjálst og það sem fyrst“. Móðurmálið: „Farðu um móðurmálið höndum mjúkum bæði í ræðu og söngÁ Fáninn: „Láttu aldrei fánann falla. Fram til sigurs stigið er“. / Ræktun landsins: „Komið grænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd“. Menning í list og verki: „Ungra krafta og gáfna glæðing, göfgi í hugsun, verki, list, íslenzk þjóðar endurfæðing. íslands frjálst og það sem fyrst. Þetta er helgum rúnum ritað, röskva sveit á skjöldinn þinn. Fegra merki geislum glilað getur ekki himinninn“. Skáldið veit, að það er hátt og djarft hlutverk, og ekki við au- kvisa hæfi að móta frjálst menn- ingarríki, fagurt þjóðlíf. En æskan á þorið og þrekið og það skal virkj- að: „Hér er þunga þraut að vinna, þú átt leiklnn, æskuher“. „En úr því að þinn er vakinn þróttur, vilji, megin, trú, verðurðu ekki af velli hrakinn, vísum sigri hrósar þú“. „Seinna á þínum herðum livíla heill og forráð þessa lands, þegar grónar grafír skýla gráum hærum nútfmans". „Notið, vinir, vorsins stundir, verjið tíma og kröftum rétt, búið sóiskært sumar undir sérhvern hug og gróðrarblett“. Mörgu hefði mátt bæta við um stefnumál ungmennafélaganna, lík amsrækt þeirra, er miðaðist að þvi, að hér á landi yrðu að nýju sliklr atgjörvismenn sem Gunnar á Hlíð- arenda og Kjartan Ólafsson, svo að elnhverjir séu nefndir af þeim görpum fornaldar, sem ungir menn hafa viljað líkjast, þelr sem sátu vlð orkulindir fornsagnanna og bjuggu að því alla ævl. Þá má 884 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.