Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 9
Súlur — ekki árennllegar uppgöngu. Myndin tekin af Lambafelll, fialli rétf hjá Súlum. Sé3 á koll Súlna, þar sem líta má vörðuna, er þelr félagar hlóðu. Myndin tekin af Lambafelli, sem er lítið eitt hærra. UPPÁ SÚLUR Fjallganga tveggja ungra Austfirðinga Múkki skráði frásögn annars þeirra Síðast liðið vor gerðist það, að tveir piltar úr Stöðvarfirði Ævar Sigdórsson og Reynir Reimarsson, kl.vfu Súlur, klettanípur miklar á nkaganum milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. — Ég hafði alltaf heyrt, að Súl- ur væru ókleifar eða því sem næst, sagði Ævar. En við Reynir höfðum rætt það okkar á milli, að manns- bragur væri að því að kanna þetta, og einn góðan veðurdag í vor sagði Reynir, að nú skyldum við gera alvöru úr því að klífa Súlur. Við lögðum af stað klukkan þrjú á ann- an dag hvítasunnu, ókum suður fyrir Stöðvarfjörð og lögðum bíln- um hjá Hvalnesi, sem er eyðibær. Klukkan var orðin um það bil hálf- fjögur, er við hófum fjallgönguna. Ég var með myndavél og flösku, sem í var miði með nöfnum okk- ar og dagsetningu, og þetta áttu að vera okkur sönnunargögn, ef við kæmumst upp. Gangan upp að Súlum var auð- veld, og höfðum við orð á því, að þyngri þraut biði okkar, er ofar drægi. Þegar við komum að brún Mosfells, blasti Breiðdalur við, og einnig sáum við suðurhlið Súlna, en hún er þverhnípt berg, sjötíu til áttatíu metra hátt. „Jæja“, sagði Reynir, þegar við höfðum virt fjall- ið fyrir okkur — „ekki dugar að hanga hér, ef við eigum að komast upp í kvöld“. Ég samsinnti því, og síðan var haldið áfram. Fyrst fórum við eftir rák og fylgdum henni inn í gil, sem er á milli Súlnanna, og síðan þar upp. Þó nokkur snjór var í gilinu, og urðum við að gæta varúðar, svo að við rynnum ekki niður, því að þetta var harðfenni". Ég var á rú- T.kinnsskóm, ekki sem heppilegust- T I M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 873

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.