Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 15
Úr kvæði Benedikts Gíslasonar um Ólaf í Kílakoti 1 i Halur ströngu lífi kaus a3 leyna, lagöi vöngum flatt á ýmsan hátt. Salarþröng hann sífellt mátti reyna, sagði öngvum það, er væri flátt. Talinn þöngull, því i flokki sveina þagði löngum eða sagði fátt. Varla tjáði hann trausts til vegs og happa telja raup cg ævikjarasút. Harla frjáði hann hróður þeirra kappa heljarstaup, sem glaðir renndu út. Kariinn smáði helgislepju hrappa, hveljur saup og færðist þá í kút. Einstæðingur utan úr stormi köldum öruggt fundið hefur bróðurskjól. Meinblæðingur heims af harmavöldum hefur öðlazt lífsins gróðursól. Seinræðingur utan af hóum öldum er nú kominn heim í móðurból. vera nóg, þótt ekki væri verið að stimúlera þá með peningum! Hlógu þá fundarmenn allir, en ég stóð gersamlega orðlaus. Ég hafði ekki búizt við því að mæta svo bik- svörtu afturhaldi og það um miðj- an þriðja tug hinnar tuttugustu aldar. Mig langar að minnast hér sér- staklega á eitt örbirgðarheimili, sem að vísu stendur neðar í efna- hagsstiganum en svo, að það geti talizt neinn samnefnari fyrir önn- ur fátæk heimili, eins og þau gerð- ust í heimabyggð minpi, þegar ég var að alast þar upp. Þetta heimili er Kílakot. Það var þurrabúðarkot á Refsstaðanesi næst við landar- eign Egilsstaða. Þar bjó Ólafur Pálsson, sem kallaður var þögli, með konu, sem Guðrún hét óg var Eyjólfsdóttir. Þau áttu þrjár dæt- ur, allar á aldur við mig. Þarna var engin kýr og ekki heldur- nein kind. Ólafur lifði á vinnusnöpum í Vopnafirði, einkum veggjahleðslu og torfristu hjá bændum. Ég held, að telja megi hann merkilegasta hjárænumann, sem um getur. Hon- um var ósýnt um allt bjargræði, og hann kunni ekki að selja vinnu sína svo sem hæfði. Þegar ég var þetta tíu og tólf ára, þurfti ég oft að smala þarna í kring og slædd- ist þá stundum heim að kotinu. Það var hnausakot, nálega þilju- laust, nema uppi yfir rúminu, sem var í öðrum endanum. Sváfu þar allir heimamenn í einu bæli stóru. Ástæður þessa fólks voru vægast sagt hörmulega. Oftast gengu stúlk urnar í rúgmjölspokum í kjóla stað. Var þá skorið gat fyrir höfuð- smátt og handleggjum, sem stóðu berir út úr. Stöku sinnum sótti Guðrún mjólk í flösku upp á bæi, sem er alllöng leið. Eldiviðurinn var aðallega viðartannar, og grisj- aði Ólafur vel í kringum sig. Vel var hann lesinn í íslendingasögum og þótti það skrýtið, ef ekki væri hægt að lifa á því að vera íslenzk kempa og tala fornt mál — enda var hann vel að manni. Árið 1906 var heimilinu sundrað, en Ólafur bjó eftir í Kílakoti með einni dætra sinna. Þegar ég komst betur á legg, kom ég oftar í Kílakot, því nú hafði mér skilizt, að Ólafur kunni frá mörgu að segja. Gerðist hann mælskur, þegar hann fór að segja mér frá séra Halldóri á Hofi, Fjalla- bændum eða sjómannalífi á Vopna- r—■ firði á meðan þangað kom til út- róðra fjöldi sjómanna víðs vegar að af landinu. Þetta þótti mér ekki ónýtt að heyra og lagði margt af því vel á minnið. En alltaf var sami fátæklingsbragurinn á lífi Ól- afs. Stundum bauð hann mér kaffi, og eitt sinn rændist ég tíl þess að þiggja það. Sá ég hann þá tilreiða góðgerðirnar. Hann muldi nokkrar baunir undir flösku — þær hefðu getað verið sex'eða sjö og renndi síðan upp á könnuna. Eftir það hellti hann í bollann hjá mér. Ég saup á og var nærri farinn að skellihlæja. „Er kaffið vont?“ spurði Ólafur. Ég gaf lítið út á það, en Ólafur gaf sjálfur þá skýr- ingu, að vatnið myndi ekki vera sem bezt — enda var það tekið úr leirpytti þarna rétt hjá kofanum. — Nú er það alþjóð kunnugt, Benedikt, að þú býrð yfir óvenju- miklum fróðleik. Hvernig hefur þú aflað þér hans? — Ég get sagt það fyrst, að ævi mín er orðin löng, og ég hef mikið notað hana til þess að læra. Og ég get enn lært, ef því er að skipta. Ég var víst snemma hneigður fyr- ir sögu. Á heimili foreldra minna voru til tvö bindi af Árbókum Espólíns, það fimmta og níunda. Ég held, að það hefði mátt spyrja mig út úr fimmta bindinu, eigi síð- ur en kverinu, þegar ég var um og innan við tíu ára aldur. Svo fóru Sýslumannaævir að koma út í smáheftum, og það er alveg óhætt að segja, að ég gleypti í mig ættfræðina úr þeim. Því hef ég síð- an haldið áfram, allt fram á síð- ustu ár, og lært söguna, svo sem ég hef haft föng til. Ég skil ekki þann sögulærdóm, sem ekki þekk- ir mannfræðina. Eftir að ég kom frá Ei^um, hélt ég áfram að læra búfræðina og afl- aði mér bóka um þau efni. Ég var svo heppinn, að þeir geymdust í minni mínu, kennslutímarnir í skólastofunni á Eiðum, og ég gat betur unnið úr þeim heima í rúmi minu heldur en inni í skólastofu. Um 1913 stofnaði Þórólfur Sig- urðsson í Baldursheimi tímaritið Rétt og safnaði nokkrum mönnum tíl stuðnings ritinu og frekari lær- dóms á því efni, sem það flutti, en það var allt liagfræðilegs efnis. Þangað sótti ég drjúgan fróðleik, Framhald á 886. síðu. T í M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 879

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.