Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 5
A Tolstoj var af aðalsættum og frændi skáldjöfursins miklt^
Leós Tolstojs. Hann fæddist 1882 á einu stórsetjfi fcttar sinnar og
byrjaði kornungur að skrifa skáldsögur, þar i meðal samtíðarsögur
ýmsar. Hann skipaði sér í raðir hinna frjálslyndari menntamanna, en
fiuttist eigi að síður búferlum til Parísar eftir byltinguna í Rússlandi.
Þar kom þó fljótt f ljós, að hann var hlynntur liinu nýja þjóðskipulagi,
og árið 1923 sneri hann heim. Þá hafði hann þegar byrjað að skrifa
eina hinna veigamestu skáldsögu sína, Veg þjáninganna, þar sem hann
hæðist að hugmyndum og háttalagi menntamanna í Pétursborg fyrir
heimsstyrjöldina fyrri og rakti þróunina fram að byltingunni. Fram-
hald þessarar sögu skrifaði hann svo í byriun heimsstyrjaldarinnar
síðari. Meðal annarra heitusfrægra verka hans er sagan um Pétur
mikla Rússakeisara. Heima í Rússlandi var Aleksei Tolstoj talinn
meðal hinna fremstu rithöfunda. Stalínsverðlaunin hlaut liann 1945,
litlu fyrir andlát sitt.
hugfangnir, þegar OKumaounnn,
Tjúfileff, sagði frá.
— Við vorum ekki fyrr búnir
að dreifa okkur, sjáið þið, en ég
eá eitthvað mjakast fram undan
dálítilli klettahæð. „Félagi liðs-
foringi“, æpti ég — „þýzkur bryn-
dreki“! „Á hann!“ kallaði hann á
móti. „Eins hratt og við kom-
umst “ Ég ók alls staðar krákustígi
á milli grenikjarrsins —• stundum
tll hægri, stundum til vinstri. Fall-
byssuhlaupið á bryndrekanum
teygðist upp í loftið eins og það
fáimaði í blindni, og svo hleyptu
þeir af — en hittu ebki. Félagi
liðsforinginn lætur kúlu hvína í
hliðina á honurn, þessa líka litlu
sendingu. Hann skýtur aftur, og
að þessu sinni í yfirbygginguna.
Það var eins og fálmarinn slettist
til, og þegar liðsforinginn skaut i
þriðja sinn, gaus reykur út uin all-
ar glufur á óvættinni, og í
næstu andrá stóð eldsúlan hundr-
að metra upp í loftið. Þeir komu
skríðandi út um neyðarútganginn.
Vanja Lapsjin lét skothríðina dynja
á þeim úr vélbyssunni, og þarna
lágu þeir í kös spriklandi. . . Og
nú, sjáið þið, var hættan yfirstig-
in. Við vorum ekki nema fimm
niínútur inn 1 þorpið, og þá rann
nú móður á mig. . . Fasistarnir
hlupu eins og fætur toguðu í all-
ar áttix'. En göturnar voru allar
eitt leirsvað, eins og þið getið
nærri, og þegar stígvélin festust í
foraðinu, smeygðu þeim sér úr
þeim og hlupu á sokkaleistunum
— þeir áttu Uka lífið að leysa. . .
Ný fyrirskipun frá félaga liðsfor-
ingjanum: „Beint á húsið þarna!“
Við snerum fallbyssunni, og ég
steig bensíngjafann í botn og ók á
fullri ferð á húsið. Herra minn
trúr! Yfir skriðdrekann rlgndi
bjálkum og bitum og tígulsteinum
og fasistum, sem legið höfðu uppi
á loftinu. En ég ók aftur á bak og
renndi mér á kofann í annað sinn
— og enn einu sinni. Þeir, sem eft-
ir tórðu, urðu því fegnastir að
rétta hendurnar upp í loftið: Kap-
utt. Já, Hitler var kapútt, piltar!
Þannig barðist Jegor Dremoff,
þar tll ólánið reið yfir. Það var
rétt fyrir orrustuna við Kúrsk, og
þegar kominn bilbugur á Þjóð-
verja. Þeim var að byi’ja að blæða
út. Hann var á skriðdreka sínum
& lítilli bungu á hveitiakri, er
sprengikúla kom æðandi og hittl 1
mark. Tvelr, sem í skrlðdrekanum
voru, dóu samstundis. Næsta
skeyti kveikti í honum. Ökumaður-
inn, Tjúfíleff, hafði komizt út um
fremra opið, en hann skreið inn
aftur til þess að leita að liðsfor-
ingjanum. Ifann fann hann með-
vitundarlausan, og það logaði I
fötum hans. Það stóðst á endum,
að Tjúfileff vannst tími til þess að
draga hann út úr flakinu, áður en
skriðdrekinn tættist sundur.
Sprengingin var svo öflug, að yfir-
byggingin kastaðist fimmtíu metra
út á akurinn. Tjúfileff varð fyrst
fyrir að ausa mold með berum
höndunum yfir höfuð mannsins og
andlit og föt til þess að kæfa eld-
inn. Svo byrjaði hann að skríða
með hann frá einum sprengjugígn-
um að öðrum, og þannig kom liann
honum í stöð, þar sem særöum
mönnuni var veitt hjálp til bráða-
birgða. „Hvers vegna ég dró hann
með sér?“ sagði Tjúfileff. „Ég
lagði eyrað að brjóstinu á honum,
og þá heyrði ég, að hjartað sló“.
Jegor Dremoff lifði þetta af, og
ekki misstí hann sjónina, þó að
hann væri svo skaðbrenndur í
framan, að sums staðar skein í
nakin beinin. í átta mánuði lá
hann í sjúkrahúsi, og hver lækn-
isaðgerðin rak aðra. Það var tjasl-
að við nefið og varirnar og augna-
lokin og eyrun — margar atrenn-
ur. Eftir átta mánuði voru um-
búðirnar teknar af honum, og þeg-
ar hann fékk loks að sjá framan
í sjálfan sig, kannaðist hann ekkl
við sig. Hjúkrunarlconan, sem rétti
honum spegllinn, sneri sér undan
með tárin 1 augunum.
— Það hefði getað verlð verra,
sagði hann. Svona getur maður þó
lifað.
En aldrei framar bað hann
hjúkrunarkonuna að rétta sér
spegil. Hann þuklaði bara á sér
andlitið eins og hann væri að venja
sig við það.
Eftirlitsnefndin taldi hann hæf-
an til að starfa að baki vígstöðv-
anna. Þá fór hann til hershöfðingj-
ans og mælti:
— Ég sæki um leyfi til þess að
komast aftur í herdeild mína.
— Þú ert örkumlamaður, fé-
lagi, svaraði hershöfðinginn.
— Ég mótmæli því. Ég er
afskræmi, en það er allt önnur
saga. Ég get barizt.
Jegor Dremoff varð þess var, að
hershöfðinginn forðaðist að líta
fi’aman í hann. En lét hann það
ekki á sig bíta. Hann reyndi að
brosa með þessari ankannalegu
þverrifu, sem átti að heita munn-
ur og líkust því, að hún hefði
verið skorin á hann með hníf.
Þessu lauk svo, að hann fékk leyfi
í tuttugu daga, áður en hann færi
í stríðið á ný, svo að hann gæti
jafnað sig betur og skroppið heim
til foreldra sinna. Þetta var ein-
mitt í marzmánuði núna í vetur.
Þegar liann kom á járnbrautar-
stöðina heima, datt honum fyrst
f hug að fá sér vagn. En svo hættl
liann við það: Hann gat gengið
þessa átján kílómetra. Snjó hafði
þó ekki enn tekið upp í byggðar-
lögunum við Volgu. Það var kulda-
legt um að litast, víða krap í skorr.-
%gum, og gjólan nöpur. Hann
næddi í gegnum kápuna, og ömur-
legar hugsanir sóttu að honum,
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB
86!