Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 8
Hvers vegna hefði hann átt að leyna því, hver hann var. Hvað var að fela. þó að hann kæmi heim með svona andlit — við hefðum öll orðið hálfu hreyknari af honum en áður. Þannig reynir Jegor Jegoróvítsj að sannfæra mig um, að þetta sé ekki annað en ímyndun hjá mér. En móðurhjartað segir nú samt annað: Það var hann, sem var hjá okkur! Þessi maður svaf uppi á ofninum, og ég fór með kápuna hans út í garðinn og burstaði hana, og ég strauk hana og grét ofan í hana — þetta var hann — hann var hjá okkur. . . Elsku Jegor, skrifaðu mér, og segðu mér, í nafni frelsarans, eins og er: hver var þetta? Annars missi ég vit- ið. . .“ Þetta bréf sýndi Jegor Dremoff mér, ívan Súdareff, og hann strauk sér um augun, þegar hann sagði mér, hvernig þessu var var- ið. Ég sagði við hann: — Þarna sérðu, að ekki hugsa allir elns. Þú ert naut, sannkallað- ur asnil Nú skrifar þú móður þinni undir eins og biður hana fyr- irgefningar. Því að annars gerir þú út af við hana. Hvað heldur þú, að hún setji fyrir sig, hvernig þú ert í framan? Svona eins og þú ert út- leikinn mun hún elska enn heitar en nokkru sinni fyrr. Hann skrifaði henni strax þenn- an sama dag: „Elskulegu foreldr- ar, María Pólikarpovna og Jegor Jegoróvítsj! Fyrirgefið mér flónsku mína. Það var ég, sonur ykkar, sem var hjá ykkur. . Og þannig áfram — fjórar blaðsíður, sandsmátt skrifaðar. Hann hefði eins vel getað skrifað tuttugu, ef hann hefði haft tíma til þess. Nokkru seinna vorum við Jegor Dremoff saman úti á æfingasvæð- inu, og þá kemur hermaður hlaup- andi til hans og segir: — Félagi höfuðsmaður! Þeir eru að spyrja eftir liöfuðsmannin- um. Hermaðurinn ber höndina upp að enninu, en á svipnum á hon- um sýnist mér, að hann þykist eiga skilið að fá lögg í glas fyrir skila- boðin. Við Jegor göngum heim í þorpið og nálgumst húsið, þar sem við bjuggum saman. Ég finn, að hann er eitthvað utan við sig, hóst- ar og ræskir sig í sífellu. . . „Þeir reyna á taugarnar, þessir skrið- drekar“, hugsa ég. Við förum inn □ í húsið, hann á undan, og ég heyrl, að hann segir: — Komdu sæl, mamma mín — það er ég! Og sé ég þá ekki litla kerlingu, sem fleygir sér í fangið á honum! Ég litast um, og þarna er þá önnur kona til. Og það sver ég og sárt við legg, að fallegri stúlku hef ég ekki séð, þó að margar hafi þær laglegar borið fyrir augu min- Hann losar sig úr faðmi móður sinnar og gengur til ungu stúlk- unnar. Ég hef áður minnzt á það, hve tígulegur hann er á velli sjálfum herguðinum líkastur. — Katja! segir hann. Hvers vegna kemur þú, Katja? Þú lofað- ir að bíða mín — en ekki þessa afskræmis. . . Og Katja, þessi fallega stúlka, svarar að bragði — ég heyri hvert orð, þó að ég sé kominn aftur fram í fordyrið: — Það hefur aldrei hvarflað að mér að bregðast þér, Jegor. Ég skal elska þig — elska þig tak- markalaust. Rektu mig ekki frá þér. . . Jæja — svona er þá rússnesk skapgerð. Við höfum fyrir augun- um fólk, sem kann að virðast of- urhversdagslegar manneskjur. En svo kemst það í sárar raunir, mik- inn háska eða kannski örðugleika, sem minna kveður að. Og sam- stundis færist það í aukana ris upp í fullri hæð. Það er fagurt mann- iff. J.H. þýddi. 97X TÍMiNN — SUNNUDA6SBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.