Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 12
i VS her að dyrum bóndi á fslandi. Auk þess verður að hafa það í huga, að ættir bans eru af Fljótsdalshéraði. Foreldrar Iians voru bæði aðflutt í Vopna- fjörð. Ég sótti Benedikt heim einn laugardag til þess að skrifa samtal við hann — og var það að vísu vonum seinna. Benedikt var góður heim að sækja, svo sem ég vissi fyrirfram. Hann fylgdi hætti hins sígilda sagnaritara, byrjaði á byrj- uninni — og sagði: — Ég fæddist á Egilsstöðum í Vopnafirði, 21. desember árið 1894. Foreldrar mínir voru Gísli Sigurður Helgason frá Geirólfs- stöðum og Jónína Hildur Bene- diktsdóttir frá Höfða á Völlum. Höfðu þau flutzt nýgift frá Höfða norður í Vopnafjörð þetta sama ár. góðra bjargálna. Mun ég hafa lát- ið þar einna mest á mér bera. For- eldrar mínir voru ekki hraustar manneskjur. Faðir minn var frá verkum sökum bakveiki allt árið 1904, og aftur sumarið 1906, þeg- ar hann fékk mikla blóðeitrun f handlegg og var lengi frá verkum af þeim sökum. Ég fékk snemma mikinn áhuga á almennum málum og hafði óbil- andi trú á Hannesi Hafstein, eins og foreldrar mínir, sem munu í þessu efni hafa fylgt Jóni Ólafs- syni ritstjóra, en hann var frændi pabba. Faðir minn las líka allar greinar Jóns með mikilli ánægju — og það hversu stórorðar sem þær voru! Ég var heitur í kosn- ingunum 1908, þótt ég væri þá að- eins á fjórtánda árinu. ViMi ég „Ég byrjaði sem lítill fulltrúi lítils félags - og féll ekki vel“ Ekki ber ég á móti því að hafa stundUm fundið til afbrýðissemi gagnvart Jökuldal vegna þess að Benedikt Gíslason, fræðimaður og skáld, kennir sig við Hofteig. Mér Wefur víst fundizt að með því væri verið að hlunnfara mína sveit, vit- andi vel, að það var þó á Egils- stöðum í Vopnafirði, sem Bene- dikt sá fyrst dagsins ljós, og þar tók hann út æskuþroska sinn, og hann ósmáan. Hinu ber þó ekki að neita, að til þess liggja sterk rök, að Benedikt kennir sig við Hofteig. Þar bjó hann á blómaskeiði aldurs síns og gerðist einhver gildastur FYRRI HLUTI Faðir minn keypti Egilsstaði og mun hafa verið allvel stæður bóndi allt til ársins 1900. Þá brann mik- ill hluti bæjarhúsa á Egilsstöðum, og eftir það gátu foreldrar mínir ekki heitið annað en fátæk hjón. — Hverrar menntunar nauzt þú í æsku, Benedikt? — Haustið 1911 fór ég í búnað- arskólann á Eiðum og útskrifaðist þaðan vorið 1913. Því má ennfrem- ur skjóta hér að, þótt það sé ehki alveg í beinni tímaröð, að veturinn 1918—1919 var ég í Samvinnuskól- anum. Eftir veruna á Eiðum dvaldist ég heima, ásamt bræðrum mínum þrem, og voru tveir þeirra yngri en ég. Við vorum allir duglegir til búskapar, og kom það nú í okkar hlut að vinna heimilið upp til ekki með nokkru móti trúa því, að þjóðin „dræpi af sér“ átrúnaðar- goð mitt í stjórnmálaheiminum, Hannes Hafstein. Þeim mun meiri varð undrun mín, þegar ég fór að lesa kosningatölurnar um haustið — ég lærði þær allar, og ég mundi þær lengi. En nú man ég ekki aðr- ar en tölurnar úr Norður-Múla- sýslu. — Hvenær fórst þú að taka þátt í opinberu lífi í Vopnafirði? — Ég hafði fengið heldur góðan vitnisburð á Eiðum og fór fljótt að láta til mín taka í félagsmálum sveitar minnar eftir að ég kom heim úr skólanum. Ég varð strax formaður ungmennafélagsins og árið eftir formaður Búnaðarfélags Vopnafjarðar, þá aðeins tvítugur að aldri. Fór ég það vor á einn m T I M I N N SUNNUDAGSB1.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.