Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 19
Skinnastaður, fveruhús séra Þórleifs Jónssonar. Þérimn Elfa BVSagnúsdótfir: MAREN þjóðlífsþættir 8. Andinn, sem sveif yfir vötn- unum. Ef til vill verður einhverjum fyrir að spyrja, hvaða erindi þátt- ur Guðmundar Hjaltasonar eigi inn í frásögnina um ungu, borgfirzku stúlkuna, er kom fyrst norður ár- ið, sem hann sneri heimleiðis frá Noregi og Danmörku. Kennsluárin nyrðra lágu langt að baki, en áhrif- in af menntunarmiðlun og menn- ingarsókn þessa manns mættu'Mar enu, er hún kom í héraðið með Fjór&i þáttur fróðleiksþyrstan og næman huga. Margir af gáfuðustu nemendum Guðmundar urðu nanir vinir henn- ar, þannig eignaðist hún hlutdeild í menningararfinum, er hann lét eftir sig, þegar hann hvarf að fullu frá kennslu nyrðra og nemendur hans kvöddu hann með hinu hjart- næma ávarpi, er hófst á orðunum: „Þu komst til að fræða og auka ljós sannleikans í átthögum vor- um“. Nemendur hans mundu hann alla sína ævi, og hann var þeim svo nálægur, þó að liann dveldist þeim fjarri, að þeir glöddust yfir frama hans og vinsældum ytra og fögnuðu því er honum gafst tæki- færi til að hverfa til starfa heima. Það var sigurgleði, er allir ung- mennafélagar deildu, en þeirra var fögnuðurinn mestur, er tekið höfðu tryggð við hann sem læri- föður og vissu gerst, hvílíkur hann var sem leiðsögumaður í andans ríki. Er Guðmundur Hjaltason hafði kennt nemendum sínum að lesa og njóta verka stórskáldanna norsku: Hinriks Ibsens, Björnstjerne Svafa Þórleifsdóttlr. T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 883

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.