Tíminn Sunnudagsblað - 16.04.1972, Qupperneq 14
skrykkjótt gekk hún. Fordbil ók mað-
ur, sem Jón hét og var Sigmundsson.
Hann var frá Ameriku og eitthvað á
vegum Ford-umboðsins. En vegirnir
voru nú ekki betri en svo, að bilarnir
lágu i þeim, ef nokkur vætutið var, og
vou þá hestar oft spenntir fyrir bilana
og látnir draga þá upp. Ekki var nú
umferðarmenningin nútimalegri en
þetta.
En það var ákaflega gaman að vera
á Þingvöllum. Félagsskapurinn var
eins og bezt varð á kosið og andinn
góður. Sjálfur var maður ungur og
ærslafenginn og naut lifsins i rikum
mæli.
— Svo liða árin og þú ferð að gefa
þig að sjónum?
— Já, það var óhjákvæmilegt og gat
ekki öðru visi farið. Sjórinn hafði alltaf
staðið mér nærri og allt að þvi sjálf-
gefið, að ég sneri mér þangað, þegar
að þvi kom, að ég færi að spila á eigin
spýtur.
— Þar hefur vist ekki skort tilbreyt-
ingu og ævintýri?
— Það gerðist margt, og sumt af þvi
er hægt að segja, en fleira er þó þess
eðlis, að hæpið er að láta það á þrykk
út ganga. Þó get ég sagt hér frá einum
atburði, sem mér þótti dálitið ein-
kennilegur.
Það var eitt sinn, að skipið, sem ég
var á, lá hérna i Reykjavik, rétt þar
fram undan, sem oliugeymar B.P. eru
núna. Veður var ágætt og allir farnir i
land, nema ég. Ég lagðist til svefns um
kvöldið, en vaknaði við það, eitthvað
nálægt lágnættinu, að mér fannst eins
og komið væri við mig. Ég reis upp við
dogg og leit yfir á bekk i káetunni. Sá
ég þá, að þar sat strákur, eitthvað á
liku reki og ég. Ég varð ekki neitt
hræddur, og varð mér að lita af honum
aðeins andartak. En þegar mér varð
aftur litið á bekkinn, var þar enginn
strákur, en i staðinn heyrði ég rok úti.
Ég þaut út og upp á þilfar, og sé þá að
strákarnir, skipsfélagar minir, sitja
þar uppi á klöppinni og garga til min
aðsleppa i land bátnum, sem hékk aft-
an i skipinu. Ætluðu þeir að komast á
honum út til min. Þetta sá ég, að var
tóm vitleysa. Þeir myndu ekki gera
annað en brjóta bátinn, og alla vega
ekki ráða neitt við hann, þvi þetta var
álandsvindur. Ég lét þvi bátinn eiga
sig, en fór heldur að huga að akkeri.
Fremra akkerið var bundið upp, og
ekki annað að gera en leysa það eða
skera niður. Ég man nú ekki, hvort ég
gerði, en svo mikið er þó vist, að ég lét
drekann detta. Og þetta fór allt saman
vel. Strákarnir héldu i bæinn og sváfu
þar um nóttina, en ég var kyrr um
borð, og leið vel.
— En strákurinn, sem þú sást.
Veiztu nokkur deili á honum?
302
— Onei, ekki get ég nú sagt það. En
við spurðumst einu sinni fyrir um
hann, og þá var okkur sagt, að það
hefði einhvern tima tekið unglingspilt
út af þessu skipi. Meira veit ég nú ekki.
En það voru fleiri en ég, sem þóttust
hafa orðið hans varir. Hvort hann hef-
ur verið að vara mig við þarna um
nóttina, veit ég auðvitað ekki, en þó er
mér nær að halda, að svo hafi verið.
— Varst þú ekki einn með þeim
fyrstu, sem stunduðu lúðuveiðar á
Grænlandsmiðum?
— Ég veit ekki, hvort rétt er að telja
mig með þeim fyrstu, sem það gerðu,
en svo mikið er vist, að fyrir mörgum
árum lenti ég þangað, ásamt fleiri
mönnum, og var að veiðum heilt sum-
ar.
— Hvenær var þetta?
— Það var sumarið 1927. Ég hafði
þá lengi verið kunnugur Guðmundi
Magnússyni, föður Guðmundar 1. Guð-
mundssonar, fyrrum ráðherra. Hann
réði mig á enskt skip, sem hét Im-
perialist, en skipstjóri var Tryggvi
Ófeigsson. Leiðangurinn átti að hefj-
ast frá Hafnarfirði rétt um 20. júni
um sumarið, en ekki skiluðu sér
nú allir, sem gert höfðu ráð fyrir að
koma. Sumir óttuðust hafisinn og
hættu við ferðina af þeim sökum.
Aður en lagt var af stað, vorum við
allir látnir skrifa undir samning, og
þar sem hann er talsvert sérstætt
plagg, held ég, að ég verði að lofa þér
að birta ofurlitlar glefsur úr honum.
Þar segir svo meðal annars: ,,Hver
fiskimaður skal hafa með sér nægan
fatnað, sjóklæði, rúmföt og annan út-
búnað til ferðarinnar og skal skyldur
til að koma um borð með allan útbúnað
sinn á tilsettum tima. Ferðakostnaður
allur til Hafnarfjarðar, þegar fiski-
maðurinn fer þar á skip,, greiðist af
honum sjálfum og er óviðkomandi eig-
endum. Eigendurnir ákveða einir,
hvenær lagt er af stað heim af miðun-
um, en þó má það ekki vera siðar en i
lok septembermánaðar 1927. Ferðin
telst enda, þegar skipið kemur aftur,
annað hvort til Hafnarfjarðar eða
Hull, en hvor af þessum höfnum það
verður, ákveða eigendurnir einir.
Eigendurnir ákveða, hvort fiskimenn-
irnir verða afskráðir i Hafnarfirði eða
Hull”.
Það verður að visu ekki sagt, að
þetta, sem hér hefur verið tilfært, sé á
neinn hátt hneykslanlegt, þótt ekki sé
hægt að segja, að mikið sé verið að
velta vöngum yfir því, hvernig sjó-
mönnunum komi þær áætlanir, sem
gerðar voru. En það er ekki allt upp
talið enn. Siðar i samningnum segir
svo: „Fiskiskipstjórinn hefur fullkom-
inn rétt til þess að senda hvern þann
fiskimann heim aftur, sem reynzt hef-
ur lélegur til verka eða við veiðina, eða
hefur sýnt óhlýðni, án þess að viðkom-
andi fiskimaður eigi skaðabótakröfur
á eigendurna eða fiskiskipstjórann
þess vegna. Hver fiskimaður skuld-
bindur sig til þess, og leggur þar við
drengskap sinn, að fara ekki um borð i
önnur skip, eftir að komið er á fiski-
miðin, nema þvi aðeins að slikt sé sér-
staklega lagt fyrir hann, og yfirleitt
skuldbindur hver fiskimaður sig til
þess, eftir þvi sem honum frekast er
unnt og i hvivetna, að hlýða boðum og
fyrirmælum f is k i s k i p s t j ó r -
ans....Skyldu skemmdir á skipinu eða
skipreki eiga sér stað og veiðarnar
hætta af þeim sökum, eða ef aðrar
ástæður skyldu gera það að verkum,
að eigendurnir ákveða að hætta veið-
um, eiga fiskimennirnir enga kröfu á
hendur eigendunum út af þvi, allt án
tillits til þess, hvenær á veiðitimanum
það kynni að verða”.
Margt fleira mætti telja, en einhvers
staðar verður maður að nema staðar.
Þess skal þó getið, að ekki var samn-
ingur þessi i alla staði vondur fyrir
okkur, sjómennina. Við vorum ráðnir
fyrir fast lágmarkskaup, og er mér
nær að halda, að það sé fyrsta kaup-
trygging islenzkra fiskimanna, sem
um getur. Enn fremur átti að greiða
okkur kaup, þrjú sterlingspund á viku,
ef til þess kæmi, að við færum með
skipinu til Hull. Sömuleiðis var okkur
heitið friu fæði og húsnæði frá þvi að
skipið kæmi til Hull og þangað til lagt
yrði af stað til Islands aftur. Til þess
kom þó ekki. Við sigldum beina leið til
Hafnarfjarðar, og þar fór ég i land, en
einhverjir fylgdu þó skipinu á leiðar-
enda og fóru með þvi til Hull.
— Hvernig var svo þessum veiðum
háttað?
— Þetta var svokallað doriufiskiri,
þar sem fiskimönnum var skipt niður i
doriuáhafnir þannig, að hver doriu-
áhöfn var einn formaður og fjórir
fiskimenn.
— Þú værir nú kannski vis að skýra
fyrir mér og öðrum fáfróðum sveita-
mönnum, hvað doria er?
— Þetta voru svona sex lesta
bátar, flatbotnaðir, með gafli i annan
endann, en hvössu stefni i hinn. Þeir
voru hólfaðir i tvennt að endilöngu, og
var látjð net i hvort hólf. Og það
merkilega v^r, að þótt landað væri úr
aðeins öðru hólfinu i einu, þá hvolfdi
þeim ekki, þessum kænum, heldur
lögðustþær ósköp hæversklega á borð-
stokkinn, án þess þó að taka i sig sjó.
Ég held, að þarna hafi kverkin, þar
sem botn og súð mættust, myndað eins
konar kjöl, sem dugði til þess að halda
fleytunni ofan sjávar. Svo mikið var að
minnsta kosti vist, að það kom aldrei
nokkurn tima fyrir, að þær tækju inn á
Sunnudagsblað Tímans