Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 4
Þuriour formaður — teikning Finns Jónssonar á Kjörseyri. Og það gerði Þuriöur formaður að sjálfsögðu. Á sjónum varð hún að haga sér sem karlmaður væri, og einhvers staðar mun svo frá sagt (með leyfi að segja), að hún hefði með sér á sjóinn horn mikið, haganlega til sniðið, er hún brá á réttan stað, er með þurfti, svo aö hún gæti kastað af sér vatni á . þann hátt, er bezt hentaði. Þegar fram i sótti, fór hún einnig að ganga i karl- mannsfötum og með karlmannshatt á þurru landi og sækja mannfundi þann- ig búin, jafnvel i lafafrakka og pipuhatt, þegar hún hafði mikið við. Það jók enn frægð Þuriðar, að það var hún, sem veitti þvi athygli eftir Kambsránið, að i steðja Jóns Geir- mundssonar, eins Kambsránsmanna, var meitilspor, og merki þess fann hún siðan á járnteini, er ránsmennirnir höfðu gleymt á Kambi, er þeir fóru þaðan brott eftir ránið. Sagan segir, að Þuriður hafi verið fljóthuga, skaprik og einörð. Henni var ekki gefið um að láta menn „myrða fyrir sér timann" eins og hún komst að orði. Þegar henni var boðið kaffi á Litla-Hrauni hjá Þórði sýslumanni Guðmundssyni, voru svörin afdráttar- laus: „Heitt, fljótt, sterkt, litið". Fyr- irmælin voru skýr, þótt ekki væri mælgin. Þessi snakaralegi kvenmaður hafði tæpast skap til þess að byggja eina sæng með karlmanni, þótt tilraunir gerði hUn i þá átt. Snemma á ævi fór hún til bús með skaftfellskum manni i Laugarnesi við Reykjavik, en frá hon- um gekk hún þegar fimmtán vikur voru af sumri, þvi að þeim samdi mið- ur vel. Bar þar meðal annars til, að maðurinn var drykkfelldur, en Þurið- ur hafði illan bifur á brennivini. Litlu siðar tók hún saman við annan mann á Stokkseyri og átti með honum barn. Má skjóta þvi hér inn, sem hermt er, að hún reri hvern dag þann vetur, er hún gekk með barnið. Ekki vildi Þu- riður giftast þessum sambýlismanni sinum fyrr en reynd væri komin á sambúðina, enda fór svo, að þau skildu eftir tvö ár. Loks rak þó að þvi, að hún giftist. Þá var hún orðin meira en fertug, en brúðguminn gerði ekki betur en losa tvitugt. Þó að konan væri orðin þetta roskin, hafði hún rasað um ráð fram. Þetta varð stutt gaman, þó að kannski Þuriðarbúð innan dyra. Meðfrara veggjum voru svefnbálkarnir, og sjóklæðin héngu á nöglum I bitum og stoðum. Skrlnurnar hafa staðið við stokkinn. 340 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.