Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 16
eftir litla stund: „Ég mun hafa valdið þér hugarangri með þvi að fara að tala um þetta, og er þvi ekki nema skylt að ég reyni að bjarga þér út úr klipunni. Ég skal kaupa Rauð þinn af þér, ef þú trúir mér fyrir honum”. Ég sagöist auðvitað heldur vilja vita Rauð i góðum stað en vondum, en hins vegar hefðum við Jón gert út um kaupin og gæti hann með réttu kallað þetta svik, auk þess sem hann myndi sjálfsagt verða öskuvondur — og þvi kveið ég. „Ég skil vel, að þú kviðir fyrir að tala við hann”, sagði Guðjón, en það er nú samt bezt að þú hittir hann strax og segir, að það geti ekkert orðið af þessum kaupum. Og ef hann spyr um ástæðuna, þá skaltu bara segja, að hann Guðjón Bachmann hafi sagt, að hann færi svo herfilega með allar skepnur að það.væri synd að selja honum hest. Með þetta fór ég til Jóns — og það voru þung spor. Þó mannaði ég mig upp, og sagði honum, að ég væri hættur við kaupin. Það var engin Jesússvipur á Jóni, þegar hann heyrði þetta: „Já, það má nú segja, að þú sért ábyggilegur maður. Ég anza ekki svona þvættingi, og ef þú stendur ekki við að selja mér hestinn þá fer ég i mál við þig. Eða hvaða ástæða er eiginlega fyrir þessu hjá þér?” „Hann Guðjón verkstjóri sagði, að þú værir svo mikill bölvaður skepnuniðingur, að engum manni,sem þekkti þig, dytti i hug að selja þér hest”, svaraði ég. Karl var öskugrár i framan við þessi tiðindi og sagöi: „Réttast væri, að ég gæfi þér á kjaftinn, andskotans hvolp- urinn þinn.” Ég var að visu hræddur, en sagöi þó, að Guðjón hefði sagt, að sér væri að mæta, ef einhver eítir mál yrðu af þessu, þvi það hefði verið að sinu undirlagi að ég hætti við þessa verzlun — og þar skildi með okkur. Alltaf var karlinn að hreyta i mig ónotum það sem eftir var verunnar á heiðinni, og leit mig vist aldrei réttu auga eftir þetta — sem kannski var ekki heldur von. En sem betur fór vorum við ekki i sama vinnuflokki, svo þetta kom ekki svo mjög að sök. Svo liðu fimmtán ár, Ég fór i skólann á Laugarvatni, þaðan i Kenn araskólann, og var nú búinn að vera kennari vestur i Bolungarvik og eiga þar heima um árabil. Þá fór ég einu sinni um heimabyggö mina, Dalina, og þaðan suður i Borgarnes. Jæja. viti menn. Sé ég þá ekki, hvar Rauður minn stendur utan vegar, kominn yfir tvitugt, enn hinn vörpulegasti og hafði auðsjáanlega átt góða daga, enda hafði hann alla tiö veriö i eigu Guðjóns, þess alkunna dýravinar og 352 sæmdarmanns. Ég steig út úr bilnum, gekk til Rauös og klappaði honum. Það var min seinasta kveðja til hans. Um leið var mér hugsað til þess, að önnur myndi ævi hans hafa orðið, ef Guðjón Bachmann hefði ekki komið til skjal- anna.Ég hef alla ævi siðan verið þakk- látur Guðjóni fyrir hans drengilegu framkomu i þessu máli. — Ég þykist hafa heyrt þvi fleygt, Agúst, að þú sért maður orðheppinn. Má ég ekki heyra eitthvað af þvi tagi frá þér? — Ég held, að það sé ofmælt að kalla mig orðheppinn, og væri nær að segja að ég sé orðhvatur. Hins vegar getur maður alltaf álpast á að segja eitthvað sem lifir. Þannig varð það núna fyrir ekki ýkjamörgum árum, að ég heyrði á tal tveggja manna, sem báðir hafa fengizt allmikið við þjóðmál. Þeir voru þar að tala um einn félaga sinn, sem lika er þjóðkunnur maður og báru honum ákaflega illa söguna, og það svo, að mér fannst sem þarna hlyti að vera um að ræða einhver persónuleg sárindi, en ekki málefnaleg rök. Ég gekk þá til þeirra og sagði: „Er það tilfellið að ykkur sé orðið svona kalt að standa i skugganum af honum?” Það var mikiö i tizku hér á árunum að verða sér úti um meðmæli, ef menn sóttu um störf og stöður, Og einu sinni hefur það hent mig um mina daga að óska eftir meðmælum frá yfir- manni mfnum.En honum þótti ég vist ekki nógu stór i sniðum til þess að sliku væri sóandi á mig, þvi hann svaraði mér heldur en ekki kuldalega: „Nei, það dettur mér ekki i hug”. Ég neita þvi ekki að mér mislikaði þetta, enda þoli ég fátt verr err yfirlæti og reiging, einkum þó frá þeim, sem yfir aðra eru settir. Ég svaraði lika þessum ágæta yfirmanni minum um hæl og sagði: „Þetta er nú vist einhver misskiln- ingur hjá mér góði minn, mér getur gengið nógu illa samt.” — En nú hefur þú fleiri syndir drýgt, en að skjóta frá þér hnyttilegum til- svörum. Þú ert ekki heldur laus viö þá áráttu Islendinga að yrkja. — 0, öllu má nú nafn gefa. Ég veit svo sem ekki, hvort maður á að kalla það yrkingar, þótt út úr manni slysist ein og ein staka. Siðast liðið sumar kom ég að Herdisarvik, og varð þá óhjákvæmilega hugsað til Einars Benediktssonar, þess mikla glæsi- og samkvæmismanns, sem þar lifði sin seinustu ár, yfirgefinn af öllum og i raun og veru horfinn heiminum. Þá var mér þetta að orði: Misjöfn reynast manna kjör, misjafnt treinist hylli. Héðan seinast sigldi úr vör sigild Einars snilli. — Þvi miður verðum við vist að fara að slá botninn i þetta spjall, Agúst. Rúm einnar sunnudagsgreinar er ekki ótakmarkað. Við höfum sleppt hér fjölmörgu, sem gaman hefði verið að taka með, enda átt þú nóg efni i væna bók. En er nú ekki eitthvað sérstakt, sem þig langar til að segja, svona undir lokin? — Ef þú ert að fiska eftir lifsviðhorfi minu, þá er það ekki neitt leyndarmál. Ég hef alltaf viljað styðja málstað þeirra,sem lakar eru settir og minna mega sin i lifsbaráttunni. Og ég hef viljað vinna að þvi, að menn eyðilegðu ekki sitt lif og annarra með brenni- vinsdrykkju. Þetta tvennt hefur verið megin uppistaðan i hugarfari minu — og verður það á meðan ég held ein- hverri vitglóru. Annars er bezt, að ég dragi þetta saman með þvi að lofa þér að birta visukorn, sem ég orti einu sinni. Hún er kannski ekki mikið lista- verk, en má gjarna skoðast sem kvittun, ef ég skyldi einhvern tima hafa verið ógætinn i orðum við ein- hverja samferðamenn mina: Gæfa er að hafa létta lund, ljúfur eölisþáttur, og geta að lokum guðs á fund gengið alveg sáttur. Svo segir Agúst Vigfússon, og hafi hann heill mælt. -VS. L__H&Lofum ® fMæ* Þeim cð Bfa Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.