Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 8
FOTO: LENNART NILSSON
Ekkert mannlegt auga hefur fyrr eygt þaö, sem sést á þessari mynd. Þetta eru
sprotar á bakhluta maurs, stækkaöir sem næst tuttugu þúsund sinnum.
Vísindamenn nema „mauramál”:
Maurar tjá sig
með efnaboðum
i.mauraþúfunni er alveldi verkalýös-
ins. Vinnudýrin hafa framleiöslutækin
á sinu valdi. Þar rikir jöfnuöur og
bræöralag — og þó öllu heldur systra-
lag, þvi aö þaö eru ófrjó kvendýr
sem einkenna samféiag mauranna.
Sá, sem fundiö hefur mat, dcilir ávallt
feng sinum meö þeim, sem biöur hann
um bita. Þegareinn hefur vinnu, koma
aðrir honum til hjálpar, og veröi maur
mcö þunga byröi á vegi annars, cr
hann ævinlega boöinn og búinn til þess
að hjálpa. Viö búferlaflutning bera
stærri maurarnir ávallt þyngri byröar
en hinir, sem smærri eru. Maurar eru i
meginatriðum góöir og gegnir sósíal-
istar.
Hálf önnur milljón rauöra skógar-
maura getur búið i sömu mauraþúfu.
Vinnudýrin geta orðið sjö ára gömul,
ef ekkert verður þeim að meini. Mikil
mergð maura er til i veröldinni, og
reikningsglöggir náttúrufræðingar
hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að
samanlögð þyngd mauranna og orku-
notkun sé meiri en allra fugla og
skriðdýra i veröldinni, að þeir noti
meiri mold en allir samanlagt og geri
náttúrlega umhverfi sinu meira gagn
en allir menn gætu gert, þótt þeir
sneru sér að þvi.
Mauradrottning getur orðið tuttugu
ára. Vafasamt er, að nokkurt annað
skordýr sé svo langlift. í barneign er
hún i fimmtán ár. En vergjörn er hún
ekki. Hún gefur sig að karldýrunum
hátt uppi i grenikrónunum einhvern
vordaginn, þegar sól skin i heiði og
aðeins einu sinni á æfinni. Aðeins eitt
sumar svifur hún á skirdræpum
vængjum sinum. En þetta eru dagar,
sem verða henni notadrjúgir. 1
fimmtán ár verpir hún eggjum eftir
þetta eina ævintýri lifs sins. Hún er
sem sé gædd þeim fágæta eiginleika að
geyma sæði karldýranna i likama
sinum, og þannig treinir hún sér það
öll þessi ár — eyðir aðeins litlum
skammti vor hvert i fimmtán ár.
Karldýrin lifa eitt sumar. Sam-
félagið hleður ekkert undir karlana.
Þeir deyja á fyrsta hausti, og aðrir
maurar éta þá upp til agna. Þeir eru
aðeins kyndýr og hafa ekki öðru hlut-
verki að gegna. 1 þessu hlutverki hafa
þeir staðnað, þegar samfélag maur-
anna þróaðist til hinnar mestu full-
komnunar, og þess verða þeir að
gjalda.
t mauraþúfunni eru egg, púpur og
lirfur, alltflokkað eftir aldri. Heimilis-
þernurnar eru sffellt önnum kafnar
við að færa ungviðið til, svo að allt hafi
það réttan og jafnan hita. Nýorpin egg
og púpur þurfa mestan hita og eru þess
vegna efst á daginn. Um nætur verður
að hlynna betur að þessu unga lifi og
hafa það neðar i stakknum, og þá eru
efstu iverustaðirnir auðir.
Maurarnir loka dyrum og gluggum á
kvöldin, svo að ekki kólni um of i hibýl-
unum. Meðal margra maurategunda
eru „sérmenntaðir” einstaklingar,
sem fást eingöngu við veiðar eða
svepparæktun til dæmis.
Rauðir skógarmaurar lifa að mestu
leyti á eins konar búskap. Búfénaður
þeirra er blaðlýs, sem þeir mjólka
með þvi að strjúka þeim um bakið með
fálmurunum. Þessar blaðlýs lifa á
laufi og grasi i grerind við mauraþúf-
una. Gulir þúfnamaurar hafa aftur á
móti m jólkurpening sinn inni i búi sinu
i eins konar fjósi. Blaðlýsnar lifa þar á
rótarþráðum eða aðfluttu fóðri, og
maurarnir þurfa ekki að ómaka sig út
til mjaltanna.
Blaðskérarnir i Suður-Ameriku lifa
á sveppum, sem þeir rækta sjálfir i
kúlum, er þeirgera úr sundurtuggnum
blöðum,, sem þeir sækja i skóginn og
sniða i hæfilegar byrðar handa sér.
Þegar drottningarefni flýgur burt
þeirra erinda að mynda nýtt samfélag
hefur hún með sér litla köku af svepp-
um, sem hún veitir mikla umönnun.
344
Sunnudagsblað Tímans