Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 13
þótt eigandinn ætlaði eitthvað annað.
Auðvitað gerðist þetta þó aldrei, nema
Hildiþór væri tullur. Eftir einu atviki,
sem tengt er Skjóna, man ég. Það var
um mitt sumar á sunnudegi, að fólk
heima hjá mér tók eftir hesti i svo-
kölluðu Litlanesi, en þar átti engin
skepna að vera, og þótti þetta þvi ein-
kennilegt. Var ég nú sendur til þess að
vita, hvaða skepna þetta væri. Jú, hér
var Skjóni frá Harrastöðum, og eig-
andinn sofandi undir kviði hans —
ofurölvi. En Skjóni hreyfði sig ekki,
hann var þessu vist vanur. Það heyrði
ég sagt, að Hildiþór hefði haldið veg-
legt hóf, þegar Skjóni var felldur. Var
hann heygður þar i túninu, og það
sagði vinnumaður á Harrastöðum
mér, að hann hefði hvorki fyrr né siðar
séö Hildiþór gráta. En við gröf Skjóna
gerði hann það.
Hildiþór mun hafa verið hæfileika-
maður á marga lund, en naut sin ekki
vegna vinnautnarinnar, og féll frá
langt um aldur fram. Og nú er ég loks-
ins kominn að þvi, sem við vorum að
tala um áðan, vitsmunum og göfug-
mennsku hennar Sigurrósar húsmóður
minnar. Það er einmitt i sambandi við
veikindi og dauða Hildiþórs bróður
hennar.
Það var um sláttinn á miðju sumri
og virkum degi, að gamla konan kom
til min og bað mig að sækja tvo hesta.
Sagðist hún ætla upp að Harrastöðum,
og ég ætti að fara með henni. Ég man
þetta ferðalag vel enn. Veður var
yndislegt, heiðskirt, glaðasólskin, logn
og hiti. Gamla konan var þögul og döp-
ur á leiðinni. Hún vissi, að hún var að
fara til þess aö kveðja bróður sinn
fyrir fullt og allt. Hann hafði veikzt
fyrir skömmu og var mjög þungt hald-
inn. Mér fundust ömurlegust i honum
hljóðin, en þau heyrðust út á hlað.
Sigurrós fór vitanlega strax inn til
hans, og þarna vorum við nær allan
daginn. Ég heyrði, að Hildiþór sagði
við systijr sina að skilnaði: ,,Ég vona
að þessu fari nú að verða lokið”.
Gamla konan táraöist, en var stillt,
eins og hennar var vani. A heimleið-
inni hafði ég orð á þvi við hana, að
ósköp hafði verið að heyra hljóðin i
bróður hennar, og fjarskalega hefði
honum nú liðið illa. ,,Já, Gústi minn.
Þarna getur þú nú séð, hvað vin-
nautnin hefur i för með sér”, sagði
hún. Og svo bætti hún við: „Mikið vildi
ég, að þú bragðaðir aldrei áfengi”. Svo
þagði hún alllanga stund, en sagði
siðan: „Agúst minn” — hún nefndi
mig aldrei fullu nafni, nema þegar hún
vildi leggja sérstaka áherzlu á það,
sem hún sagði: „Ágúst minn, ég ætla
ekki að fara að taka neitt loforð af þér,
ég veit það er svo þýðingarlaust. Ég
Agúst
Ljósmynd: Timinn — GE.
Vigfússon kennari.
veit, að þegar þú stækkar, verða
margar freistingar á leið þinni. Ég
veit, að kunningjar þinir munu neyta
áfengis og þér mun verða talin trú um,
að það sé hættulaust. Jafnvel skáldin,
sem þó eru oft miklir sjáendur, hafa
ortum unaðssemdir vinsins. Vafalaust
verður þér ögrað með þvi, að þú þorir
ekki aö vera með. En, vinur minn, sá
er sterkastur, sem þorir að standa
einn. Ég ætla ekki að taka neitt loforð
af þér — og þó. Mig langar að biðja þig
að lofa mér einu: Þegar þessar freist-
ingar mæta þér, viltu þá hugsa til min.
Þá verð ég vafalaust löngu farin — ég
er orðin gömul og slitin. Ungur má, en
gamall skal. Það er óumbreytaníegt
lögmál”.
Þetta sagði hún, blessuð gamla
konan. Hún var vitur manneskja.
Sjálfsagt hef ég ekki þá skilið dýpsta
tóninn i þvi, sem hún sagði, en orðin
festust i minni minu og hafa fylgt mér
siðan. A þvi er enginn efi, að það voru
öllu öðru fremur þessi orð hennar, sem
ollu þvi, að ég á unga aldri gerðist
Sunnudagsblað Tímans
349