Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 15
vitran, en slægvitran og kaldrifjaðan undirhyggjumann. Engan mann dáði hann á borð við Einar Þveræing. Hann var frelsishetja á borð við Jón Sig- urðsson. Eftir eins árs veru fluttist ég burt frá Snóksdal i aðra sveit, og þaðan eftir skamma dvöl til Reykjavikur. Það skildi þvi með okkur Kristjáni, en þó hittumst við öðru hverju næstu árin. Árið 1934 fluttist ég vestur á land, og eftir það sáumst við ekki. Skömmu áður en ég fór, hitti ég Kristján i seinasta sinn. Hann bað mig þá að gera sér þann greiða að selja fyrir sig gráan hest, sem hann átti. Taldi hann hestinn góðan reiðhest, en þar skjátlaðist minum góða vini, þvi það var Gráni einmitt ekki. En Kristján áleit, að hægt myndi vera að selja hestinn háu verði i Reykja vik. Ég mun ekki hafa tekið þvi fjarri að reyna þetta, þótt ég vissi vel, að það myndi ekki bera mikinn árangur, þvi hesturinn var alls enginn reiðhestur og þvi óseljanlegur sem slikur. En hvað um það: Ég vildi ekki særa gamla manninn með þvi að segja honum það. Fjórum árum seinna dreymdi mig Kristján. Mér fannst ég vera i innsta rúminu i baðstofunni i Snóksdal, eins og árið sem ég var þar. Fannst mér nú Kristján ganga inn baðstofugólfið, allhratt, eins og hans var vandi, staðnæmast fyrir framan rúmið mitt, hvessa á mig augun og segja: ,,Aldrei reyndirðu að selja hann Grána fyrir mig, Gústi”. Skömmu seinna frétti ég andlát Kristjáns, og hafði hann dáið daginn áður en mig dreymdi drauminn. — Varstu vinnumaður á fleiri bæj- um i heimahögum þinum? — Já, ég var alls vinnumaður í þrjú ár. Áður en ég fór til Kristjáns var ég eitt ár i Höröudalnum, og frá Kristjáni fór ég til móður minnar að Dönustöð- um i Laxárdal og var þar i eitt ár. Þar fannst mér gaman að vera. Þó ekki sé lengra á milli en frá Miðdölum og fram i Laxárdal, þá fannst mér þó að ýmsu sem ég væri kominn i ann an heim. Mér fundust þeir Laxdælir fr jálslyndari, félagslyndari og skemmtilegri en það fólk, sem ég hafði áður þekkt. Lifið var þar fjörugra, og þar var meira um sérkennilega menn. Þessu til sönnunar gæti ég nefnt fjöl- mörg dæmi, en að visu þýðir litið að þylja mannanöfn, sem fáir kannast við utan nánasta umhverfis. Þó er hægt að nefna einn mann, sem allir kannast við. Það er Jóhannes skáld úr Kötlum. Hann átti þá heima á Sámsstöðum, sem eru beint á móti Dönustöðum, þar sem ég var. Jóhannes var framúr- skarandi skemmtilegur maður og setti Sunnudagsblaö Tímans mjög svip á umhverfi sitt. Ljóðabækur hans voru þá að byrja að koma út (Bi bi og blaka kom út 1926 og Alftirnar kvaka 1929). Þetta fór að sjálfsögðu ekki fram hjá okkur, nágrönnum hans, og munu flestir, sem eitthvert skyn- ’ bragð báru á kveðskap, fljótt hafa fundið, að þar fór efni i mikinn lista- mann. En af mér er það að segja, að þótt ég kynni frábærlega vel við mig i þessu umhverfi, þá hafði ég þó þegar ráðið það við mig, að ég vildi ekki gera það aö lifsstarfi minu að vera vinnumaður, þótt að visu væri fárra kosta völ fyrir eignalausan ungling, sem fáa eða enga átti að til stuðnings, og atvinna i land- inu heldur stopul og kaupgjald lágt. Arið 1930 var þó svo komið fyrir mér, að ég átti eitthvað um tuttugu kindur og auk þess einn hest, sem mér hafði verið gefinn á fermingardaginn minn, Nú seldi ég allar kindurnar vorið 1930 og fékk þær borgaðar strax. Sá, sem keypti, var kunningi minn úr Miðdölum, og átti hann eitthvað svipaða tölu fjár fyrir. Seinna kom hann til min og sagði; „Mikið anzi gerði ég góð kaup við þig i vor. Það var svipað og ég hefði rekið allar kind urnar minar til þin og gefið þér þær. Það féll nefnilega allt i verði um helming núna i haust!” Þótt þetta væri að visu hans ólán, þá var það að minnsta kosti mitt lán, að hafa selt á þessum tima, þvi það voru einmitt þessir aurar, sem fleyttu mér fram á min skólaár. Og með þessa peninga upp á vasann reið ég vorið 1930 upp á Holtavörðuheiði á Rauð minum til þess að stunda þar vega- vinnu um sumarið. Verkstjóri þar var Guðjón Bachmann i Borgarnesi, hæg- látur maður og fastur fyrir, sanngjarn og hinn mesti dýravinur. Þarna voru um sjötiu manns i vinnu Heldur þótti mér kuldalegt á heiðinni, þegar ég kom þar i júnibyrjun, og varla get ég hugsað mér ömurlegri vinnustað en Holtavörðuheiði, þegar eitthvað er að veðri. — En var ekki félagsskapurinn góður? — Hann var nú svona upp og ofan. Ég get ekki sagt, að mér hafi likað vel við alla 'félaga mina, og voru það einkum strákar úr Borgarnesi, sem mér fell ekki við. Ruddalegt tal þeirra, ertni og striðni átti illa við mig, enda sliku óvanur. — Vinna byrjaði klukkan sjö að morgni og endaði klukkan sjö að kvöldi. Kaupið var sextiu aurar um timann að vorinu, að mig minnir, og niutiu aurar um sláttinn. Mötuneyti var sameiginlegt og kostaði fæðið eftir þvi.sem mig minnir 1.29 á dag — og þótti alls ekki ódýrt, enda var fæðið gott. Auðvitað var allur ofaniburður fluttur á hestvögnum, og var greiðsla fyrir hestinn ein króna á dag. Þarna kom ég Rauð minum i vinnu, enda voru nú allar vonir um hæfileika hans sem reiðhests endanlega að engu orðnir. En hann þótti góður vagn- hestur. Og ég ákvað að selja hann um haustið. Einn af félögum minum — við skulum kalla hann Jón Jónsson var rösklega miðaldra maður. Tviræður var hann á svip og heldur skugga- legur. Ekki reyndi ég hann þó að neinu misjöfnu framan af sumri, en seinna slettist heldur betur upp á kunnings skapinn, og er bezt að ég segi hér söguna af þvi. Það var skömmu fyrir réttir að ég var einu sinni sem oftar staddur úti við eftir að vinnu var hætt. Kemur þá Jón til min, fer að spjalla við mig og er hinn vinsam- legasti i viðmóti. Þegar við höfðum rabbað þannig stundarkorn, segir Jón: ,,Ég hef heyrt, að þú ætlir að selja hann Rauð þinn. Viltu selja mér hann?” Ég sá ekkert þvi til fyrirstöðu, ef saman gengi um kaupverðið, sem átti að vera hundrað og fjörutiu krónur. Jón gekk að þvi, og bundum við það fastmælum, að hann keypti af mér hestinn og borgaði hann út, næst þegar við fengjum kaupið okkar. Ég hafði veitt þvi athygli, að Guðjón verkstjóri stóð i dyrum skúrsins, sem hann bjó i og horfði á okkur Jón á meðan við töluðum saman, en taldi vist að það væri tilviljun og ekki að hann væri að hnýsast i mál okkar. En þegar við Jón skildum, gekk Guðjón i veg fyrir mig og bað mig að finna sig. Ég var hálfhissa á þessu, þvi ég vissi ekki til þess, að hann ætti neitt van- talað við mig, nema þá ef hann ætlaði að fara að fækka við sig mönnum, og hygðist þá byrja á þvi að segja mér upp. En þegar við Guðjón komum inn i skúrinn til hans, sagði hann: ,,Var Jón að biðja þig að selja sér Rauð?” Ég kvað svo vera, og hefðu kaupin verið ákveðin. Þá þagði Guðjón andartaks- stund, en sagði svo: ,,Ja þú fyrirgefur nú þessa forvitni i mér, en ég hélt þér væri annt um Rauð þinn, og ekki sama i hverra höndum hann lenti.”. „Fer Jón illa með skepnur?” spurði ég og var nú tekinn að ókyrrast. Ja, ég myndi ekki vifja selja honum hest”, sagði Guðjón þá. Mér þótti nú heldur en ekki komið i óvænt efni, þvi vænt þótti mér um Rauð minn, auk þess sem hann var fermingargjöf til min frá gömlu konunni á Hörðubóli og fannst mér sem ég væri að bregð ast henni herfilega, ef ég léti Rauð i misjafnar hendur. Guðjón mun hafa séð, hvað mér leið, þvi hann sagði 351

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.