Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 5
hafi það verið skemmtilegt, og var
ekki langt um liðið frá hjónavigslunni,
er orðhvatir Stokkseyringar fóru að
hafa það i flimtingum, að kerla leyfði
ekki bónda sinum, ungum og fjörmikl-
um, að koma i rekkju til sin. Þetta gat
tæpast blessazt til langframa, enda
gekk bóndinn að heiman eftir eitt ár
eða svo. Eftir það mun Þuriöur ekki
hafa lagt lag sitt við karlmenn, enda
hafði hún þá reynt til fullnustu, að bágt
var við þá tæta innan stokks, þótt lagið
kynni á þeim á fljótandi fjöl.
Arið 1854 kom hingað til lands þýzk
kona, Ida Pfeiffer, og lá þeirri konu
ekki nein loftunga i munni. Hún tók
land i Hafnarfirði og hélt þaðan ótrauð
til Reykjavikur, þótt vöruð hefði hún
verið við hrauninu, trúlitil á það, að i
þessu landi væru vegir verri en i Sýr-
landi, þar sem hún hafði einnig verið.
Til fylgdar var henni þó fengin kona
allroskin, og var það raunar engin
önnur en Þuriður formaður, sem þar
dvaldist nokkur misseri. Ida Pfeiffer
segir svo frá:,,Steig ég á bak á farar-
skjótann og hélt af stað hin ókviðnust
með fylgdarkonu minni, sem reyndist
vera einhver hinn merkilegasti forn-
gripur, og er hún vel þess verð, að ég
fari um hana nokkrum orðum. Hún
var komin yfir sjötugt (reyndar var
hún sjötiu og sjö ára), þótt hún liti
varla út fyrir að vera fimmtug. Hár
hennar var ljósjarpt og mikið og enn
hrokkið ofan á höfðinu. Hún var i karl-
mannsfötum og tókst á hendur hin
erfiðustu verk — stýrði bátum af ekki
minni dugnaði og leikni en færustu sjó-
menn, stjórnaði öllu betur en nokkur
karlmaður og var miklu áreiðanlegri,
þvi að hún hafði aldrei tamið sér það
staka dálæti á brennivinspyttlunni,
sem er svo altitt meðal samlanda
hennar. Hún þrammaði á undan me'r
og var svo skrefadrjúg, að ég varð að
gera svo vel að herða á hesti minum”.
Þessi aldna kempa var ekki heldur
neitt blávatn, þótt vafalaust hafi hún
verið farin að fella talsvert af. Það var
ekki aðeins, að hún væri skrefadrjúg.
þegar hún skrapp bæjarleið. Hugurinn
harði var samur við sig. Haustið áður
en hún fylgdi þýzku ferðakonunni til
Reykjavikur hafði hún verið i réttum
fyrir austan, og þá hafði gamall granni
hennar og sveitungi, er aldrei haföi
getað fellt sig við búning hennar,
brugðið henni um það i margra
áheyrn, að hún væri tvikynja. Nú má
ætla, að Þuriður formaður hafi svaraö
fyrir sig þvi að munninn hafði hún fyr-
ir neðan nefið, hvað sem leyndist inn-
an klæða. En hún lét ekki orðin nægja,
heldur stefndi manninum____fyrir ilÞ
mælgi, og það var aðeins fyrir bæna^
stáð prófastsins, aö hún lét sér nægja
áuðmjúka fyrirgefningarbón. Mál
höfðaði hún einnig á gamalsaldri gegn
sveitaryfirvöldúm eystra vegna
tregðu þeirra ájið leggja konu, henm
nákominni, lið, er henni iá á. Hún bar
hærri hlut i þeim viöskiptum, og var
hún þó ekki skrifandi sjálf —_gat að-
eins klórað nafnið sitt: Þuriður Ein-
arsdóttir.
Þessi óvenjulega kona varð meira
en hálfniræð, og eftir sinn óvenjulega
æviferil hlaut hún sjálf þiggja sveitar-
styrk siðustu árin. En sú var bót i
máli, að hún hafði fulla einurð á að
ganga eftir honum, þótt margir
kveinkuðu sér við sliku á þeirri tið og
þætti læging að.Og nú þegar fólkið i
byggðarlögunum við Faxaflóa fer að
aka austur i sveitir i finu bilunum sin-
um i vorbliöunni, bregður vafalaust
margur sér niður á Stokkseyri, meðal
annars til þess að lita inn i verbúðina,
sem kennd er við Þuriði gömlu. Þar
væri svo sem ekki vistlegt fyrir
palisanderfólk og hætt við, að við-
kvæmustu stofublóm hitaveitualdar
felldu þar fljótt blöðin. öllu kaldar blés
lika um þá úti á miðun um,
brimstrandarmennina, sem áttu
drjúgan hluta ævi sinnar i þessari ver-
búð og öðrum viðlika, heldur en gerist
i kontórum viöskiptahallanna við
Suðurlandsbrautina, og öldungis óvist,
að vélritunarstúlkunum þar tækist að
meðhöndla réttilega horn Þuriðar i
haugasjó i Eyrarbakkabug.
En sýnist þetta hálfnöturlegt, þá er
þess samt að minnast, aö Þuriður náði
þeim aldri.sem enn þykir full manns-
ævi við beztu heilsugæzlu á Hrafnistu
eða i Skjaldarvik, og allmargir háset-
ar hennar munu einnig hafa enzt
prýðilega. Við vildum að visu ekki
eiga að fara i fötin þessa fólks. En
samt er það svo: Ef lifið krefðist þess
af okkur, er ég sannfærður um, að i
býsna mörgum býr langerft þrek, sem
gerði þeim kleift að standast slika
raun. Það er svo margt, sem maðurinn
getur, þegar i harðbakkann slær. Jafn-
vel eitthvað af blómjurtunum úr hita-
veitustofunum kynni að stælast svo, aö
þær þyldu sjórok og seltu.
Sjósókn er oröin með öörum hætti en fyrrum, en hátterni mávanna hefur litiö breytzt. Ljósmyndir: Timinn—Gunnar.
Sunnudagsblaö Tímans 341