Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 10
Fálmararnir eru maurunum mjög mikilvæg liffæri. Meö þeim þreifa þeir fyrir sér, meö þeim skynja þeir bragð og ilman, hita og raka, og meö þeim veita þeir efnaboöum ann- arra maura viðtöku. hálfur millimetri i þvermál, i bakhluta mauranna. t þessum eina kirtli hefur Gunnar Bergström þegar fundið þrjátiu og niu mismunandi efni, og þegar þykist hann viss um, að þau séu raunar ekki færri en fimmtiu. Þessi efnagreining hefur heppnazt vegna afarnákvæms ■ útbúnaðar, sem háskólakennararnir Stina og Einar Stenhagen i Gautaborg hafa fundið upp ásamt Gunnari Bergström. Aður hafa Stenhagenshjónin búið til tæki, sem notuð eru til þess að greina ilm blóma á afarfullkominn hátt. Kirtillinn, sem Jan Löfqvist beinir athygli mest að, er neðan við eitur- blöðru, sem er i likama maurannna. Rauðir skógarmaurar og hrossa- maurar hafa ekki neinn brodd,sem þeir geti stungið með. Þeir bita aftur á móti, þegar svo ber undir. Þegar þeir hafa læst sig i óvinveittan maur til dæmis, kreppa þeir sig þannig, að bak- hlutinn nálgast bitkjálkana. Siðan spýta þeir úr sér eitrinu, og ætlunin er auðvitað sú, að það lendi i sárinu, sem þeir hafa valdið með biti sinu. Eitrið er maurasýra að sextiu, hundraðshlutum. Þegar maur tæmir eiturblöðru sina, tæmist lika efnakirt- illinn neðan við hana, og þar með ganga efnaboðin til annarra maura, sem nærstaddir eru. Þessu má likja við það, að þeir bölvi og ragni og hrópi á liðveizlu. Slikt er ekki að ófyrirsynju. Ef til vill hefur maurinn komizt i kast við njósnarmaur úr framsveit annars maurasamfélags, sem er i þann veg- inn að hefja arás. Slikar styrjaldir eru ekki fátiðar á vorin, og leikurinn getur borizt fram og aftur i grennd við landamærin i nokkra daga. Þar eru þá tvær mauraþúfur með stuttu millibili, og hvort maurasamfélagið um sig leit- ast við að helga sér það landrými, er það girnist, eða telur sér nauðsynlegt. Þegar svo stendur á, er efnunum ur reiðikirtlinum að likja við hvort tvegga i senn: Viðvörun og herhvöt. Hversu fjölþætt þetta efnaboð er og hversu margt maurinn getur tjáð öðr- um maurum — það reyna visinda- mennirnir að kanna með tilraunum sinum og rannsóknum. Þegar fálmarar annarra maura nema þetta efnaboð, færist á þá viga- móður. Þeir taka á sprett og byrja að leita óvina. Og maurarnir eru ekki hugdeigir. Þeir flýja ekki, heldur bú- ast til sóknar eða að minnsta kosti varnar. Þó hafa dæmi fundizt um það hjá sumum tegundum maura, að gefið sé merki, sem táknar það, að þeir eigi að hörfa, láta undan siga, gæta sem mestrar varúöar. Hvernig gera svo maurar, sem feng- ið hafa boð um yfirvofandi hættu, greinarmun á vini og óvini? 1 augum manna eru allir maurar eins, úr hvaða þúfu sem þeir koma. Hér er það enn þefurinn, sem kemur þeim að gagni. Sinn þefur er úr hverju maurabúi, og sá þefur einkennir alla þegna þess. Menn geta ekki sært aðra likamlega með orðum einum. Enginn verður með orðum veginn, segir hæpið máltæki. Sum efnaboð mauranna eru aftur á móti svo skæð, að þau geta magnað áhrif eitursins úr eiturkirtli þeirra. Þessu er sem sé þannig varið, að maurasýran hnappar sig á likama óvinarins, og gerir honum tiltölulega litið mein, þvi að hann er allvel vörn- um búinn. En þegar vökvinn úr reiði- kirtlinum, sem er mestmegnis kol- vetni, blandast maurasýrunni bráðna droparnir og berast þá meðal annars inn i öndunarfærin, sem eru um mið- bik mauralikamans. Það veldur oftast dauða. Efni þau, sem maurarnir gefa frá sér, voru áður þekkt, og þau má framleiða hvert fyrir sig. Slik efni eru siðan notuð til þess að kanna viðbrögð maura. Það er að segja: Visinda- mennirnir geta sem sagt ávarpað maura á máli þeirra, án þess þó að vita, hvað þeir eru að segja. En þeir leitast við að ráða i þá gátu af við- brögðunum. Beri þessar tilraunir góðan árangur, getur margt af þvi sprottið, jafnvel 346 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.