Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Blaðsíða 12
SIGURRÓS HJALMTÝSDÓTTIR A HÖRÐUBÓLI VAR VITUR KONA, SEM VISSI, AÐ RÉTT ORÐ, SÖGÐ t RÉTTUM TÓN A RÉTTRI STUND, RISTA DJOPT. „ÉG TEK EKKI LOFORÐ AF ÞÉR”, SAGÐI HUN VIÐ FÓSTURSONINN A EFTIR- MINNILEGUM DEGI, „EN ÞEGAR FREISTINGARNAR MÆTA ÞÉR, VILTU ÞA HUGSA TIL MtN?” Rætt við Ágúst Vigfússon, kennara. Stundum heyrist þeirri skoöun fleygt, að barnakennsla sé andlaust og þrcytandi starf, sem geri alla þá, sem þaö stunda. húmorlausa og leiðinlega. Satt að segja er nú kenningin ekki trú- leg, en sé svo, að hún hafi i sér fölginn einhvern sannleikskjarna, þá er hann faðir minn skyndilega úr sjúkdómi, sem segja má, að verið hafi ætt- gengur, heilablóðfalli. Það hefur margt ættmenna minna dáið úr þeirri veiki. Þá stóð móðir min ein uppi með okkur bræðurna — bróður minn, sem var tveggja ára, og mig, tæplega árs- gamlan. Eins og þá var háttað i þjóðfélaginu var vitanlega ekki nokkur leið fyrir hana að vinna fyrir okkur báðum. Þá var það, að frændsystkin min þrjú tóku að sér að borga með mér — svo ég færi ekki á sveitina — og koma mér fyrir. Ég man fátt frá fyrstu fimm til sex árum ævinnar, en veit þó, að ég hef verið i tveim til þrem stöðum þann tima. En þegar ég var sex ára, var A æskuheimili minu tiðkaðist ekki að hafa um hönd vin né tóbak. Ég sá afar sjaldan drukkinn mann á bernsku- árum minum. Húsbóndinn, frændi minn Flosi Jónsson, var stakur bind- indismaður og hefur verið það alla tið. Það var að visu litið talað um þessi mál á heimilinu, en maður fann, að fólkið hafði andúð á allri vinnautn, og sú andúð hafði vissulega sin mótandi áhrif á mig ungling. Það var aðeins einn bóndi i sveitinni, sem ég heyrði 'talað um, að væri drykkjumaður. Var það Hildiþór á Harrastöðum, bróðir Sigurrósar á Hörðubóli. Hann sá ég stundum drukk- inn og meira að segja ofurölvi. Liklega hefur hann verið það, sem nú er kallað ,,Vinur minn! Sá er sterkast- ur, sem þorir að standa einn” Agúst Vigfússon, kennari i Kópavogi, skemmtileg undantekning frá regl- unni. En hann á i þvi sammerkt við marga aðra, sem hnyttnir eru og bein- skeyttir i svörum, að hann flikar litt þeirri iprótt, og með öllu fráleitt, að hann hæli sér af sliku eftir á. Þó er nú ekki alveg fyrir það að synja, að sum tilsvör hans hafi orðið landfleyg, þótt fæstir hafi vitað, hver höfundurinn var. Ef til vill gefst tæki- færi til þess að vikja ofurlitið að þeim hlutum, áður en feldur verður dreginn yfirhöfuð ritvélarinnar að þessu sinni. — Eiginlega veit ég nú ekki, hvað ég á að byrja að segja þér, þvi það er svo sem af ýmsu að taka, sagði Agúst vin- gjarnlega. Og þó. Það er bezt ég byrji á þvi, fyrst þú ert annað slagið að minnast á þennan húmor, sem þú heldur, að ég hafi, að ævi min byrjaði ekki með neitt gamansömum hætti. Þegar ég var tæplega ársgamall, dó 348 mér komið fyrir á bæ, sem heitir Hörðuból og er i Miðdölum i Dala sýslu. Húsmóðirin þar hét Sigur rós Hjálmtýsdóttir og var ekkja, en bjó með fóstursyni sinum. Þarna var ég, þangað til ég var nærri seytján ára. Og það vilég segja strax, að ég tel það hamingju mina að hafa lent þar. Sigurrós húsmóðir min var mjög sér- stæð, og ég held, að öllum hafi borið saman um það, að hún hafi verið með afbrigðum göfug manneskja. — Þú myndir kannski vilja segja okkur eitthvað til marks um mann- kosti hennar og sérstöðu? — Já, ekki er það nú til of mikils mælzt, enda af nógu að taka. Mig langar að rekja hér eina bernsku- minningu, sem orðið hefur mér ógleymanleg, og brenndi sig strax fast inn i vitund mina. Ég mun hafa verið tólf til fimmtán ára, þegar þetta gerðist. alkóhólisti. Sjálfsagt hefur hann fundið, hvar skórinn kreppti að, þvi ég man eftir, að ég heyrði hann segja, að hann hefði greitt atkvæöi með banninu á sinum tima, og bannið væri eina leiðin til að losna við þann óþverra, sem hann hefði vanið sig á og nú réði algerlega yfir sér. Hildiþór mun hafa verið eins og svo margir, sem Bakkus nær tökum á, mjög miður sin, ef hann gat ekki náð i vin, og ef langur timi leið á milli túranna. Ég man til dæmis eftir þvi, aö ég heyrði talað um, að vinnumaður hans hefði riðið Miðá i foráttuvexti til þess að ná i vin handa honum. Hildiþór átti skjóttan hest, ákaflega vitran, að þvi er sagt var. Voru margar sögur sagðar af vitsmunum Skjóna, og hafa sumar þeirra birzt á prenti. Mér var sagt, að stundum hefði Skjóni tekið ráðin af húsbónda sinum og neitað að fara út i miklar ár eða farið beina leið heim, Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.