Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Page 2
I
I
I
I
Jón Friðriksson, bóndi á
Hömrum i Reykjadal, hefur
bent þættinum á, að ekki hafi
verið alveg rétt með höfunda
farið, þegar birtar voru gamlar
kosningavisur úr Þingeyjar-
þingi um daginn. Björn Lin-
dal var ekki i framboði á
móti Ingólfi i Fjósatungu, þegar
„Hrifludraugur harðsnúinn”
gerði honum byltu á hrauninu,
heldur var Steingrimur Jóns-
son, bæjarfógeti, i kjöri, en
Björn Lindal, var á yfirreið hon-
um til handa og trausts.
Visnasyrpa sú, sem af þessu
hlauzt, hófst, segir Jón á Hömr-
um, með þessari visu Konráðs
Erlendssonar kennara á Laug-
um:
Ræningjanna brutu bein
byrstir striðsmenn forðum.
Lindal fæti stakk við stein,
stendur lögmál enn i skorðum.
Þá mun það og rétt, sem Jón
segir, aö visan:
Letruð er á lögmanns haug
lifsins raunasaga:
Enginn mergur, engin taug,
ckkert til að naga.
sé eftir Konráð Erlendsson á
Laugum (en ekki Konráö
Vilhjálmsson á Hafralæk).
Þessari visu svaraði Björn
Lindal svo aftur þannig:
Letruð er á Konráðs kinn
kynleg harmasaga.
Finnur ekkert, auminginn,
ærlegt til að naga.
Þessi kosningaslagur var hart
sóttur, og eftir kosningarnar
var eftirfarandi kosningasaga
sögð i þessari visu:
Rist var svell og riðið hjarn,
reiddar voru keriingar.
t Fnjóskadal-fæddist barn
á fönn um þessar kosningar,
og mun hún eitthvað lagfærð frá
upprunalegri mynd.
Skúli Þorsteinsson fyrrver-
andi skólastjóri, orti eftirfar-
andi visu i tjaldstað við Þjórsá.
þar sem hét Bólstaðir, en hann
var þar aðstoðarmaður við
landmælingar:
Undur mjúkur elfarniður,
andardráttur, töframál.
Þessi helgi fjallafriður
flytur yl i mina sál.
A ungmennafélagsþingi fékk
Skúli skriflega áskorun frá
Norðlendingi um að botna visur.
Hann tók vel i það mál með
þessu svari:
Askorun ég ekki flý,
cða beiðnir þinga.
Það er létt að yrkja I
eyður Norðlendinga.
Kennarar á þingi sátu að
kaffidrykkju i efsta sal Hótel
Sögu, og um hið mikla og fagra
útsýni þaðan orti Skúli:
Gléður auga bjarta borgin,
bláir vogar, fjöll og torgin.
Hér er opið alla daga,
öllum fagnar Hótel Saga.
Um gamaikunnan ósið yrkir
Sig. Gislason eftirfarandi visu:
Mæðruiungan mjúk og blið
malar lof i eyra.
Um alla á bak hún yrkir nið
eins og grannar heyra.
Þessi visa er andlega skyld
gamalkunnri visu eftir Indriða á
Fjalli:
Hrós um dáið héraðslið
hamast sá að skrifa,
sem er ávallt illa við
alla þá, sem lifa.
Sig. Gislason orðar þannig
hugsun sina um einfarann:
Sá, sem hiklaust höfuð ber
hátt og engum lýtur,
finnur að þungfær þjóðleið er
þeim, sem venjur brýtur.
Og hér leggur Sig. Gislason
mönnum lifsreglu, sem ýmsum
hefur reynzt notadrjúg fyrr og
siðar:
Hjalaðu dátt en hyggðu flátt,
heiðurs mátt ef þráir.
Skriddu lágt og sviktu sátt,
svo að hátt þú náir.
Og hér lýsir hann hlutskipti
þeirra, sem ekki kunna hið rétta
áralag i lifinu:
Þeir, sem aldrei leggja lið
lygamálum röngum,
hafa ei á Fróni frið
fyrir afturgöngum.
í þingveizlum hafa oft fæðzt
hnyttnar stökur, þvi að margir
þingmenn hafa fyrr og siöar
verið hagorðir. Þessi þing-
veizluvisa er eftir Eirik
Einarsson frá Hæli:
Veizla þessi og vinahót
verða ei nema prettir,
eftir skammvinn skálamót
skirpa þeir eins og kettir.
Hér er gömul visu um
skötuhjú nokkur, sem undu
ástaleik i hlöðu, er að þeim var
komið og leiknum spillt:
Tvö I hlöðu hjúin vær,
hverra sköðum gaman,
lágu i töðu líkt sem tvær
luktar öður saman.
Og i beinu framhaldi af
þessu kemur i huga nýleg visa
eftir Egil Jónasson. Baldur
óskarsson blaðamaður sendi
frá sér skáldsögu, sem hét Hita-
bylgja, og geymdi meðal ann-
ars allberlegar ástalýsingar, en
Jón Engilberts, listmálari,
teiknaði talandi myndir i sög-
una. Þá orti Egill:
Hitabylgja hafði gert
hunagsilm úr töðunnL
og þá var alveg engilbert.
ástandið I hlöðinni.
Og botn i þáttinn skulum viö
slá með þessari haustvisu eftir
Björn Schram i Skagafirði, en
hann kvað svo, er hann heilsaði
vetri:
Vindar hrista héluð strá,
hímir kvistur magur.
Nú sig vistar virðum hjá
vetrar fyrsti dagur.
Óska visnavinum ánægjulegs
visnavetrar.
Gnúpur.
m
842
Sunnudagsblað Tímans