Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Síða 4
Haustkoma Fölnar laufið og fellur, flakkar um stræti og torg. Það minnir á friðlausa flóttamúginn i framandi borg. Það spilar á húmsins hörpu. En hljótt er um stræti og torg, þvi það á sér færri vini en vorið og vöknar um augu af sorg. Mörg hafa á steinlögðu stræti stappazt i hljóða kös, önnur brotin og bækluð kúra við bliknuð grös. Haustið fór norðan úr höfum hikandi fyrst i stað, nú veifar það stormsins fjúkandi földum og fer i hlað. Það tryllist og verður að vetri. í voldugum stormagný kveður stundum við kuldahlátur, svo kjökrar það enn á ný. En við skulum ekki vola þvi veturinn liður fljótt. Og ef Guð lofar þá sjáum við seinna sumar — og bjarta nótt. Á.G. 844 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.