Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1972, Qupperneq 18
Þýdd frásögn Lítið rusl og hreinar lífsvenjur Frúin sefur betur á nóttunni þegar hun veit að hreinsunarmaðurinn finnur aðeinseinn ruslasekk hjá henn- ar húsi.Aftur á móti mun hann finna 3- 4 hjá nágrönnunum á viku, fulla af flöskum, dósum, matarúrgangi og pappir. Hún og maður hennar, sem er prófessor við háskólann i Washington, hæla sér af þvi, hvað þau henda litlu rusli. Þetta er lika fullkomið rusl. segir frúin, mestmegnis pappir, sem ég get ekki notað til nokkurs annars. Þau hafa fengið lifshagfræðina á heilann, og móta lifsvenjur sinar þannig, að þau valdi ekki að óþörfu mengun i umhverfi sinu. Við hugsum um hverja einustu vöru- tegund, sem við notum. hver áhrif notkun hennar hefur á hringrás lifsins, segir frúin. Notkun á pappir orsakar að fella þarf tré. sem skilur eftir sár á landinu. Mikil eyðsla á ýmsum hlutum veldur þvi að náttúruauðlindirnar ganga til þurrðar vegna aukinnar vöruframleiðslu. Aukin notkun eykur lika úrgang og rusl. svo taka verður ný landsvæði til þeirra nota. sem svo mengar og raskar hringrás lifsins i umhverfinu. Þú munt ekki finna marga óþarfa hluti á heimili þeirra hjóna. Þó er rétt að geta þess. að þau nota rafmagns- tannbursta og uppþvottavél. og brjóta þar með sinar eigin reglur varðandi óþarfa hluti. Þótt þau lifi eftir þessum ákveðnu reglum sinum, er ekki hægt að segja að þau lifi meinlætalifi. En þau eyða litlu, á vetrum t.d. Þau klæða sig heldur i ullarpeysur heldur en hækka hitann i stofunum og eyða þar með meira rafmagni. F'rúin hatar auglýsingabréfin og pésana, sem berast, og allan þann pappir. sem þvi fylgir. Svo hún tekur pappirana og setur i umslagið, sem fylgir fyrir svar (pöntun) , og setur i póstkassann. Auglýsandinn fær sina pappira og póstþjónustan fær burðargjaldið. Umslög fyrir sin einkabréf fær frúin þannig, að hún limir pappir yfir utaná- skriftina á eldri umslögum og notar umslagið aftur. Hún ritar einkabréf sin aftan á auðar siður á pappir, og þetta gera allir vinir minir og kunn- ingjar lika, einnig móðir min, segir frúin. Hún kaupir matvörur i verzlunum, sem ekki nota frauðumbúðir (styrofoam). Hún kaupir mjólk, hun- ang og salatoliu i verzlunum, þar sem hún getur komið með eigin ilát og látið fylla á. Hjónin hafa tvo bila. en nota þá svo litið sem mögulegt er. Hann hjólar á vinnustað. en hún fer i strætisvagni, eða gengur, Ég kenni á selló tvo daga i viku. segir hún, og geri þetta sumpart vegna þess, að þessa daga get ég þá jafnframt notað til að gera innkaup fyrir vikuna. Prófessorinn borðar sinn hádegisverð á vinnustað, og kemur heim með pappirinn utan af matnum á hverju kvöldi. Hún eldar sem mest i sama pottinum, og hjónin eru aðdá- endur grænmetisrétta, svo eldhúsborð hennar er ekki fullt af pottum og pönnum . Hún leitast við að hafa tvö- föld afnot af öllum hlutum. Hún biður með að baka brauð, þar til kvöld- verðurinn er soðinn. Hún notar ekki vatn að óþörfu. Við morgunverð- inn hita ég 3 bolla af vatni. Fyrsta boll- ann nota ég fyrirkaffi (instant) handa mér. Þá sýð ég egg i afgangsvatninu. Þegar eggin eru soðin, hita ég mjólk handa manninum minum yfirvatninu, og að lokum skola ég diskana með vatninu. Hún býr, til blaðasliður úr tómum niðursuðudósum. Hún hefur sameigin- lega timaritaáskrift með vinum sin: um. og hefur einnig safnað timaritum i rusli nágrannanna og fært sjúkrahúsi i nágrenninu. Ég er þannig gerð, segir frúin. að ég tek upp gúmmiteygju, ef ég sé hana liggja á götunni. Hjónin hafa tvo stóra hunda, sem hjálpa þeim við ýmsa afganga, Það er lika safnhaugur á lóðinni, og þau nota aðeins lifrænan áburð i garðinn. Hún notar uppþvottavélina aðeins einu sinni i viku. og einstöku sinnum notar hún teppahreinsara til að hreinsa burt hundahár. Þvottavélina notar hún aðeins aðra eða þriðju hverja viku. Við notum fötin okkar lengur en áður. segir frúin. Maðurinn minn notar sömu undirfötin 3 vikur i einu. Við höfum einnig fækkað bað og steypubaðstimum. Við tökum einu sinni steypubað og einu sinni bað á viku og við notum bæði sama bað- vatnið. Það er engin ólykt af okkur. Við verðum aldrei verulega óhreín, og sjáum enga þörf á að taka steypibað daglega. Þau hafa hirt batting(2x4). sem var á floti i Washingtonvatni og notað. Þau hafa hirt rótarstykki úr auðninni og gefið þvi nýtt lif með dálitilli máln- ingu. Sem eldsneyti i glóðarker riota þau ýmsar afklippur úr trjágerðinum, i stað þess að nota aðkeypt efni (brik- ettur). Slikt minnkar skarnmagnið og þau sleppa við að finna bragð af gervi- efnum i matvælum sinum. Hjónin nota klúta frekar en pappir, Skúli Þorsteinsson: VESDAR Vindar blása, vindar hvína, vindar fara um holt og börö. Vindar æöa, vindar dvína, vindar naga kalinn svörð. Aldir koma, aldir renna, aldir hverfa i tímans geim. Ævir kvikna, ævir fenna, eldar brenna villtan heim. (1946) 858. Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.