Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 3
Blekkingar á 19. öld í blóra við vísindin: Risafíll og sæskrímsl á yfir- reið um Evrópu og Ameríku Sumarið 1845 bauöst fólki að skoða i sýningarsal við aðalgötu New York — Broadway — 35 metra langa sæslöngu, sem vó 3800 kg.. Aðgangseyrir var 25 cent. A verðreikningi þess tima var það fjórði hluti daglauna, svo að skemmtunin gat engan veginn talizt ódýr. Eigandi risaslöngunnar var dr. Albert Koch. Hann kvaðst hafa fundið beinagrindina þetta sama ár i Ala- bama og kallaði tegundina Hydrar- chus eða Hydrargos, sem er griskt orð og þýöir „sækonungur”. Dr. Koch full- yrti, að Hydrarchus væri dýr það, sem rætt væri um i bibliunni og kaliað þar krókódill. 1 Jobsbók segir: „Logatungur standa úr gini hans og neistar fljúga úr nösum ásamt reyk, eins og úr potti yfir hlóðum. Andar- dráttur hans kveikir i kolum. Djúpin sjóða umhverfis hann, og hann lætur hafið freyða”. Það var þess vegna ekki að undra, þótt hrollur færi um bibliutrúað fólk við þessar fregnir. Almenningur streymdi i salinn á Broadway til þess að sjá kynjaskepnuna eða beinagrind hennar, þvi að raunar var ekki annaö að sjá. „Hremmir fólk og étur" Fólk hafði öldum saman — og gerir raunar enn — gert sér miklar hug- myndir um þau kynjadýr, sem haf- djúpin gleymdu. bað trúði þvi, að þar lifðu skrimsl og óvættir. Rómverski náttúrukönnuðurinn Plinius segir til að mynda frá 10 metra langri sæ- slöngu sem réðst að griskum skipum i Persaflóa. Olaus Magnus, erkibiskup i Uppsölum lýsti árið 1550 70 metra langri sæslöngu, sem sézt hefði undan Noregs-ströndum. „Þessislanga reisir höfuðið hátt úr sjó, hremmir fólk og ét- ur það”, skrifaði Olaus. Tveim öldum siðar kvaðst annar norrænn guðfræðingur, Norömaðurinn Hans Egede, hafa séð sæslöngu i trú- boösferð sinni á Grænlandi. Hann lýsti fyrirbærinu svo: „6. júli árið 1734 kom ferlegt sæ- skrimsl i ljós. bað reis svo hátt úr sjó, Sunnudagsblað Timans að höfuðið nam við sigluhún. Trýni þess var langt en þverstýft að framan, og það blés sem hvalur. bað var þakið harðri húð, sem lá i fellingum. Aftur- hluti skrimslisins var slöngulaga, og þegar það fór aftur i kaf, kastaði það sér aftur á bak og hóf halann um leið úr sjó, og hann virtist nær skipslengd. Um kvöldið hreppturn við fárviöri”. Ein frásögnin af sæskrimsli barst frá Nýja Englandi og var þar greint frá „furðuskepnu 25-30 metra langri og gildri sem ámu um miöju”. betta sjó- skrimsl birtist i höfninni i Gloucester, sem er um 45 km. frá Boston. Svik og prettir Engum náttúrufræðingi þessara tima hafði tekizt að gefa viðhlifandi skýringu á þessum eða öðrum sæ- skrimslum, sem sagnir hermdu frá hvaðanæva. Almennur áhugi fyr ir þvi að sjá skrimslisbeinagrindina hjá dr. Koch var þvi geysimikill. ótti hjátrúarinnar kitlaði. Hugsa sér, ef maður skyldi nú rekast á slikt risa- skrimsl bráðlifandi! Ekki voru þó allir eins hrifnir af þessu framtaki dr. Kochs. Hópur vis- indamanna gerði heimsókn i sýningar- salinn og lýsti að þvi búnu yfir, að sæ- skrimsl dr. Kochs væri aðeins risa- blekking. Þeir fyllyrtu, að beinagrind- in væri sett saman úr beinum margra dýrategunda. Stærðina hefði dr. Koch aukið með þvi að f jölga hryggjarliðum og rifbeinum eins og hann taldi þörf á. Jeffries Wyman dýrafræðingur lét hafa eftir sér: „Tennurnar geta til að mynda ekki verið úr skriðdýri, heldur hljóta að vera úr spendýrum með heitt blóð”.. Dr. Koch andmælti slikri firru harð- lega. Hann var sjálfur margfrægur dýrafræðingur, en visindafélagar hans þekktu hann að þvi að láta auðugt imyndunarafl hlaupa meö sig i gönur. Dr. Albert Koch var af þýzku þjóð- erni en fluttist til Bandarikjanna 1835 Ætti hann að baki mikiö visindastarf i heimalandi sinu, flikaði hann ekki þeirri frægð vestra. Hann gerðist fyrst kaupmaður i Ameriku og settist að i St. Louis og fór að verzla með stein- gervinga úr jurta- og dýrarikinu. Hann var á falaldsfæti i Suðurrikjunum og gróf þar upp bein, kom upp sýningum á þeim og seldi þau siðan söfnum. Imyndunaraflið ræður ferðinni Þessi kaupmennska og leit að selj- anlegum steingervingum, aflaöi dr. Koch ekki vinsælda meðal náttúruvis- indamanna. „Visindi eru visindi, en kaupmennskan kaupmennska”, sögðu þeir. Þessu tvennu er ekki heppilegt aö blanda saman. En dr. Koch skellti við þessu skollaeyrum og hélt áfram að grafa og selja það, sem hann fann. Ariö 1840 gróf hann upp merkilega beinagrind i Benton Country i Miss- ouri. Hún var af útdauðu filategund- inni „mastodont”, sem uppi var i Norður-Ameriku fyrir tiu þúsund ár- um. Dr. Koch gerði sér vel ljóst, að það voru jarðneskar leifar af „masto- dont”, sem hann hafði fundið, og skýrsla hans um uppgröftinn sýnir, að hann gerði sér far um það i þetta sinn að ganga visindalega að verki. Hann lýsti nákvæmlega jarðveginum, sem steingervingarnir lágu i, svo og jurta- leifunum, sem fundust umhverfis þá. En þegar hann fór að setja beinin saman i eðlilega mynd af „masto- dont”, rauk visindamennskan út i veð- ur og vind. Þá varð aftur efst á baugi það sjónarmið aö vekja forvitni al- mennings, og imyndunaraflið hljóp meö hann i gönur. Hinar miklu skögul- tennur setti hann þannig á höfuðið, aö þær liktust geysimiklum hornum. Hann hafði fundið beinaleifar af fleiri en einum fil, svo aö honum reyndist auðvelt að koma saman risaeintaki af þessari tegund. Græddi á tá og fingri Dr. Koch lét nú ekki deigan siga og ákvað að fara i mikla sýningarferö um landiö þvert og endilangt með risafil- 363

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.