Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 15
 Frá Haganesvlk — Hér sér suövestur yfir mölina miili Miklavatns I Fljótum og sævar. Næst er bærinn Hraun. en handan vikurinnar taka viö fjöll nyrst i Sléttuhliö, en til vinstri er þorpiö I Haganesvik og kemur þó ekki inn á myndina þótt nesiö sjáist vel. bar vorum viö i 5 ár, en þá tókum við á leigu jörð frammi i sveitinni. Þar var allt aðgengilegra, sæmilegar byggingar með rennandi vatni bæði i bænum og i útihúsunum, og simi og rafmagn kom meöan við bjuggum þar, en það voru fjög- ur ár. En við áttum ekki jörðina, og hvorugt okkar var heilsugott, svo það varð úr, að við hættum búskap og flutt- umst til Reykjavikur. — Er ekki eitthvað fleira frá þessum árum sem þér finnst frásagnarvert, áður en við skiljum við veru þina fyrir norð- an? — Auðvitað er margs að minnast frá þessum árum, og þar sem ferðalög þykja helzt frásagnarverð, sérstaklega ef þau ganga eitthvað 'brösótt get ég sagt frá einu sliku. t febrúar 1958fórum við i orlof hingað suður með börnin, telp- urnar voru þá 10, 8 og 6 ára og drengurinn tveggja ára, færðin var svo góð fyrir noröan, að við komumst með jeppa i Hrútafjörð. Þaðan fengum við snjóbil á móti okkur. Með honum fórum við niður i Lundar-Reykjadal, biðum þar i þrjá daga eftir að fært yrði með bil úr Reykjavik til að sækja okkur og flytja siðasta áfangann. Við dvöldumst svo i Reykjavik þrjár til fjórar vikur, en þá var haldið heim á leið. Nú tókum við okkur far með Catalinu-flugbát til Siglú- fjarðar. Þegar þangað kom var komiö versta veður, úfinn sjón og gekk hann yfir gluggana þegar báturinn settist. Nú varð að hafa hraðann á að koma mannskap og farangri úti bátinn, sem flutti okkur að bryggju, þvi flugbáturinn varð að komast sem fyrst á loft, ef honum átti ekki að hvolfa i öldurótinu. Ætlunin var svo að taka póstbátinn samdægurs til Haganesvikur, en veðrið kom i veg fyrir að það væri hægt, svo við urðum að biða á Siglufirði i þrjá daga eftir næstu ferð. til Haganesvikur. Er þangað kom var það erfið- asta eftir, að komast fram i Fljót, Þetta er ekki löng leið, þegar hægt er að komast á bil, en það er langt i umbrota- færð með hest og sleða. En heim komumst við að lokum slysalaust. Þetta er aðeins mynd, sem ég hef gaman af að bregða upp af samgöngum þessara ára. — Tókstu svo upp þráðinn og fórst aö vinna við sauma- skap að nýju? — Það segir sig sjálft, að heimili með uppv'axandi börn þarf umönnuniog takmarkaður timi er umfram það. Þó hef ég alltaf unnið eitthvað, mest heima. Fljótlega eftir að ég kom suður, fór ég að kenna á sjálfvirkar saumavélar, ég sneið og saumaði dálitið, hélt námskeið o.fl. Siðan börnin urðu fullorðin, hef ég unnið úti við og við. Eitt ár vann ég i fataverksmiðju við að sniða og fleira þess háttar. Siðastliðið sumar vann ég á saumastofu sjónvarpsins við búningana i Brekkukotsannál, það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að fá að skyggnast svolitið á bak við tjöldin, Kvikmyndaiðnað- urinn á ekki svo litinn þátt i þeim sjónvarpsheimi, sem við hrærumst i. Og nú siðast vann ég við Lúningana i „Súper- star”. — Hefurðu ekki lika saumað islenzka þjóðbúninginn? — Jú, nokkra búninga, en aðallega saumaði ég brúður á islenzkum búningum, og þar sem ég hef mikinn áhuga á búningum, reyni ég aö hafa eftirlikingarnar sem nákvæm- astar. Þetta er mjög skemmtilegt viðfangsefni, sem ég hef ekki getað sinnt sem skyldi, en sá á kvölina sem á völina, og þegar maöur á kost fleiri viðfangsefna en annað verður, sit- ur eitthvað á hakar-’m. Framhad á siöu 365. Sunnudagsblað Tímans 375

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.