Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 22
Kirkjuþáttur
Framhald af bls. 379
umhverfið á þessa konu, að siðan
hefur hún komið á hverju sumri.
Þá má geta þess, að mjög al-
gengt er, að fólk biðji um helgi-
stundir i kirkjunni, þar sem séra
Hallgriins er minnzt og sungið úr
Passiusálmunum. Til athugunar
er. að komið verði á fót sérstökum
ferðamannamessum i kirkjunni yf-
ir sumarið, þar sem hinum fjöl-
mörgu, er kirkjuna skoöa, gæfist
kostur á að eiga helga stund og
fræðast um séra Hallgrim og sálm-
ana.
Hallgrimskirkja í Saurbæ á
marga vini, og oft heitir fólk á hana
sér til heilla og blessunar. Fyrir
nokkru fékk kirkjan áheit frá ungu
fólki. Aheitinu fylgdi bréf, þar sem
stóð meðal annars: „Filtur og
stUlka voru á leið inn Hvalfjörð.
Þau lentu i ofsaroki og hétu þá á
Hallgrimskirkju i Saurbæ sér til
stuðnings, svo að þau mættu kom-
ast heilu og höldnu til Ileykjavikur.
Það tókst þeim, og þau trúðu þvi,
að áheitið hefði haft svo góð áhrif”.
— Þannig má nefna áþreifanleg
dæmi um áhrif séra Hallgrims,
sálma hans og kirkju, i lifi okkar og
samlið, einnig meðal hinna ungu.
Það er trU min, að Passiusálmarnir
muni halda áfram að vera Islend-
ingum veganesti, lýsa þeim til átta
i Iifinu, að séra Hallgrimur muni
halda áfram að lýsa bornum og
óbornum börnum þessa lands,
hjálpa þeim til að ganga i „öruggu
trausti frelsarans” frá vöggu til
grafar. Hann mun halda áfram að
vera hinn blessaði ljósberi og leið-
sögumaður þessarar þjóðar, með-
an Guðs náð lætur vort láð lýði og
byggðum halda.
Útskólaklerkur
Framhald af bls. 378
prestinum allar þrjár sóknirnar til
prestlegrar þjónustu, hafði hann þó
sjálfur eftirlit með honum og leið-
beindi honum i öllum áriðandi og
vandasömum málum, enda fóru öll
prestverk vel fram frá þvi að hann
hætti sjálfur að gegna þeim og þangað
til hann sagði af sér i júnimánuði 1886.
Þegar hann hætti að hafa eftirlit með
framkvæmd á prestverkum, tók heilsu
hans óðum að hnigna. Sá sjúkdómur,
sem leiddi hann til bana, byrjaði i
nóvember 1886eftir fæðingardag hans,
en hann lagðist eigi rúmfastur fyrr en i
febrúar 1887. Sjúkdómurinn var mein-
semd i vinstri kinninni, svo stórgerð,
að allt höfuðið bólgnaði vinstra megin,
og gekk út blóð, gröftur og vatn. A
kinnina komu mörg hryllileg sár, og
gengu þrjú af þeim inn i munninn.
Sjúkdóminn bar hann með fáheyrðu
þreki, með fullu ráði og rænu nálega til
hins siðasta. Hann andaðist 24. mai
1887á 79. aldursári. Jarðarför hans fór
fram ÍO. júni. og var mikill fólksfjöldi
viðstaddur.
Séra Sigurður var bezti heimilisfaðir
og ástúðlegur við foreldra sina, konu
og börn. Móður sina lét hann njóta
þriðjungs af öllum föstum tekjum
prestakallsins svo lengi sem hún lifði
(frá 1837 tii 1857). Til að mennta börn
sin sparaði hann ekkert, hann vildi
leggja allt i sölurnar fyrir þau, og svo
má að orði kveða, að honum væri ann-
ara um velliðan þeirra en sjálfs sins.
Búskapur hans fór fram með hinni
mestu snilld og allt á heimili hans bar
vott um hagsýni, hagnýtni, starfsemi
og reglusemi. Hann var einn af þeim
fáu mönnum, se sameina bókleg störf
við frábæran verklegan dugnað. Hann
var aldrei iðjulaus. Hann Ias og skrif-
aði þegar hann var eigi við búskapinn.
Hann hafði með óþreytandi iðni aflað
sér nákvæmrar kunnáttu i sögu fs-
lands. Einkum var hann ágætlega að
sér i ættfræði og mannfræði. Hann
hefur gefið út og kostað mörg rit og
sjálfur þýtt eða samið mörg af þeim að
öllu eða nokkru leyti.
Eins og hann var kominn af hinum
göfugustu ættum, eins bar hann á sér
sannarlegt höfðingjamót. Hann var
friður sýnum, hár vexti, vel vaxinn,
svipmikill og fjörlegur, Hann var
hýbýlaprúður, gestrisinn, manna
skemmtilegastur i viðræðum, manna
hreinlyndastur og hreinskilnastur,
ástUðiegur vinur vina sinna og sleit
aldrei tryggð við þá. Það var eigi of-
sagt að hann hafi verið sómi sinnar
stéttar og einhver hinn merkasti af
kennimönnum þessa lands.
Skrá yfir rit S.B. Sivertsens (prent-
uð).
1. Þrjátigi og átta hugvekjusálmar
út af Sturms hugvekna 3ja parti, út-
gefnir af S.B. Sivertsen presti á Út-
skálum. Kmh. 1838. 48 bls. Séra S.
hefur samið eftirmálann á 48. bls.
2. Faéin Ijóðmæii Þorgeirs Markús-
sonar fyrrum prests að Útskálum frá
1747 til 1753. Séra S. hefur hreinritað
handritið undir prentun og samið for-
málann.
3. Stuttur leiðarvisir i reikningslist
handa bændafólki. Viðeyjarklaustri
1841. 54 bls. — önnur útgáfa aukin og
endurbætt. Útg. Egill Jónsson. Rv.
1854. VIII og 136 bls.
4. Kristinsdómsbók handa börnum,
útgefin og útlögð af S.B. Sivertsen
presti til Útskála- og HvalsöHvalsnes-
safnaða. Viðeyjarklaustri 1842. 208 bls.
5. t ævi- og útfararminningu danne-
brogsmanns Jón Sighvatssonar, Viðey
1842, hUskveðja 35—43 bls. Honum er
og eignað ættartalan neðanmáls við
ævisögubrotið, 8—12 bls.
6. Hin þriðja Makkbeabók, þýdd á is-
lenzku i fyrsta sinn eftir hinu griska
frumriti, útgefin af S.B. Sivertsen,
presti til Útskála. Kmh. 1869. VIII og
32 bls. Magnús Eiriksson hefur samið
formálann. Þýðandinn er ókunnur.
Séra S. hefur samið eftir málann bls.
29—31.
7. 1 útfararminningu prestsins séra
Sigurðar Sigurðssonar Sivertsens, Rv.
1869, ræða flutt i húsinu 7.—10. bls”.
Hér lýkur þessu ævisögubroti sr.
Sigurðar. Sennilegt er að þaS komi
vart öll kurl til grafar um þennan
merka mann, eins og eðlilegt er, þvi
hér er stakkurinn þröngt sniðinn. T.d.
er litillega vikið að ritstörfum Sigurð-
ar. Við þau var hann hinn mesti elju-
maður og eru enn þá varðveitt i
Landsbókasafni handrit frá hans
hendi, þar á meðal Suðurnesjaannáll.
Auk frumritsins er hann einnig varð-
veittur i uppskrift Bjarna Guðmunds-
sonar ættfræðings, sem um tima
dvaldi i Garðinum og mun þá hafa
komizt i kynni við sr. Sigurð. Bjarni
átti alltaf við basl að búa, en var si-
skrifandi og rýnandi i fornar skræður.
Einnig handrit hans eru varðveitt i
handritasafni Landsbókasafns. Mun
ég e.t.v. siðar gera Bjarna hér einhver
skil, þvi i handriti á safninu er að finna
sjálfsævisöguþátt hans, ritaðan um
1882—1883. Lýkur hér með að segja frá
hinum mæta Útskálaklerki séra Sig-
urði Sivertsen.
Skúli Magnússon, Kefiavfk.
Lousn ó 14.
krossgótu
KLAUfAóKAP 3 L I K
F> UK A F A L l n 0
P R I l< AMfíL £6 A S N
P A HHfí S f L A K / N U
A L 'fí Cr'tT A R T A L. j A/
K EV ft A G K / w X i P A
s O T K’AB F A G /V/
T U /? /V A/AG 3) / X N €
U P I N N X'A U N A/ A /r
R H /3 u s ru T?N L'on
5 K’O 5' fí rAU /? A F LA K
E’A L 5 F ANTA fi T £
7 M ’o T A tfu K P 1
L * L> S A GA HA K L t B
LUfífíl&GXA A F ANfi
T /3 L fi
‘O R 0 iv
S /< A /? T 1
K A N A t>
A £ A J) l
382
Sunnudagsblað Tímans