Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 18
Hvalneskirkja er fornfræg aö mörgum gó&um hlutum — önnur sóknarkirkja séra Siguröar Otskálakierks. Hann hafði verið prestur i 50 ár 18. september 1881. Hafði hann þá á þess- um 50 prestþjónustuárum sinum skirt 1438 börn (árið 1882 skirði hann enn mörg börn og jarðsöng marga), jarð- sungið 1660 lik, fermt 666 börn, gefið saman 236 hjón. Gamlárskvöldið 1881 sendu söfnuðir hans honum vinsamlegt bréf og færðu honum gullúr með festi og kapseli. (Hér er eftirfarandi bætt inn i handrit- ið: „Árið 1883, áður en Duus kaupmað- ur i Keflavik sigldi með fólki sinu al- farið til Kaupmannahafnar, færði hann (Sigurður) honum (þ.e.. Duus) frá sér og sóknarmönnum sinum þrjá kjörgripi, steinhring, silfurdósir og silfurbúinn staf, og lét séra Sigurður prenta þakklætisávarp til þeirra i ljóð- um til útbýtingaO- Bréfið var með nærfellt 100 undirrituðum nöfnum úr öllum þrem sóknum. Bréfið sýnir hversu vinsæll séra Sigurður var og mikils metinn af sóknarmönnum sin- um, og set ég það þvi hér: „Söfnuður yðar minnist þess, herra prestur, að nú er hálf öld liðin siðan þér frömduð fýrst guðsþjónustu i þessu prestakalli. Þér hafið þannig, sem fágætt mun vera, eigi aðeins verið prestur i 50 ár, heldur þjónað einu og sama kalli alla tið. Söfnuður yðar minnist þess með hrærðum hjörtum, og þykir oss skyld- ust að sýna þess vott, að vér séum þess minnugir, hve miklu góðu þér hafið meðal vor til leiðar komið þennan tima bæði sem sálusorgari og meðlimur 378 sveitarfélagsins, með alúð yðar, ár- vekni og samvizkusemi, með lagni viturleik og dugnaði. Vér viljum einnig sýna þess vott, hversu þér hafið að verðleikum áunniðyður virðing, ást og þakklæti allra meðlima safnaðar yðar og sveitarfélags, með þvi að láta hér með fylgja tvo gripi, er vér biöjum yð- ur að þiggja sem sýnilega minning um tilfinningar sóknarbarna yðar gagn- vart yður. Um leið og vér þökkum yð- ur, herra prestur, fyrir hvað þér hafið verið sóknarbörnum yðar, sveitarfé- lagi og náungum, biðjum við algóðan guð að blessa uður og gleðja alla þá daga, sem þér eigið enn ólifaða, að blessa elli yðar og gera hana sem gleðirikasta og ánægjulegasta”. í bréfi þessu er ekkert oflof. Hann var bjargvættur sveitarfélagsins, eins og tekið er fram i bréfinu, gaf stórgjaf- ir til opinberra stofnana, var gjöfull og hjálpsamur, eigi einungis við ættmenn sina, sem hann var ávallt reiðubúinn til að aðstoða, heldur yfirhöfuð við fátæklinga og hjálparþurfa. Þannig gaf hann árið 1868 400 kr. til fátækra innanhreppsmanna, og landseta sinna. Margir leituðu trausts og ráða til hans og mun flestum hafa orðið þaö að góðu. Barnauppfræðari var hann ágætur, eins og lika er vottað og viður- kennt i visitazium prófastanna. Hann var góður kennimaður, gerði góðar ræður og bar þær vel og sköruglega fram, og bera þær ræður hans, sem prentaðar eru, vott um sterka og óbifanlega trú og einlæga undirgefni undir Guðs vilja. Hann var sérlega skyldurækinn, og er það merki um skyldrækni hans, að hann messaði oft sama dag á tveimur kirkjum um há- tiðir, einkum fyrsta jóladag og nýárs- dag. Hann hélt 8 sinnum tvær messur á dag i Kirkjuvogi og á Hvalsnesi, einu sinni að Útskálum og Kirkjuvogi, einu sinni að Útskálum og Njarðvik. (Árið 1846 tók hann að sér vetrarlangt og lengur frameftir Njarðvikursókn til messugjörða og allrar prestlegrar þjónustu. Árið 1871 var hann og skip- aður til að þjóna Grindavikurpresta- kalli frá þvi um vorið þangað til prest- ur vigðist þangað um haustið. Hvort tveggja gerði hann endurgjaldslaust). Þjóðhátiðarsunnudaginn, 4. ágúst 1874 messaði hann i öllum .rem kirkjum. Arið 1839 var hann skipaður 1. sættar- nefndarmaður i 6. sættarnefndarum- dæmi Gullbringusýslu og gegndi hann starfinu upp frá þvi, stundum með öðr- um, en oft einn, þangað til árið 1869, er sonur hans Helgi var settur honum til aðstoðar sem sættarnefndarmaður. Hann hafði alls til meðferðar 333 sátta- mál (i Þjóðólfi 10. júni þ.á. stendur 350 (misritað fyrir 330) og má af þeirri tölu sjá, hversu mikill timi hlaut að ganga til sliks starfa. Árið 1874 varð hann dannebrogsriddari og sama ár vann hann fyrir hæstarétti mál, sem Þorvarður hreppstjóri Olafsson á Kalastöðum hafði árið 1870 hafi gegn honum út af giftingu hjóna fyrir 9 ár- um (1861). Krafði hann séra Sigurð 1600 kr. bóta til Strandarhrepps i Borgárfjarðarsýslu. Dæmdi héraðs- dómur og landsyfirréttur séra Sigurð skyldan til að greiða þessa upphæð, en hæstiréttur dæmdi hann sýknan til mikillar gleði fyrir alla vini hans, er eigi voru samþykkir dómi hinna lægri dómstóla. 25. dag júni andaðist kona hans eftir 49 ára ástúðlegt hjónaband. Höfðu þau hjón eignast 9 börn og dóu 6 af þeim i barnæsku, en þrjú náðu fullorðins- aldri: 1. Helgi, fæddur 30. mai 1830, býr nú i Kirkjuvogi, kvæntur Steinunni Vil- hjálmsdóttur Hákonarsonar i Kirkju- vogi. Hana hafði bróðir hans séra Sig- urður átt. 2. Sigurður, fæddur 28. janúar 1843. Hann útskrifaðist úr Reykjavikur- skóla 1865, úr prestaskólanum 1867, andaöist 15. júni 1868, sem áður er sagt. 3. Ragnheiður Sigriður, fædd 21. marz 1853, gift Páli kaupmanni Eggerz 6. janúar 1882, dáin 30. júni 1887. Eftir að hann hafði afhent aðstoðar- Flutt á bls. 382 Sunnudagsbiað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.