Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 14
þakklátara starf. 1 1. lagi höfðu konurnar mikla ánægju af þvi að koma saman, i öðru lagi bætti þetta úr brýnni þörf, og i þriðja lagi er konum fátt meira ánægjuefni en að geta sjáifar saumað föt sin, barna sinna og fjölskyldu. Og ég hugsa enn til þessara ára með sérstakri ánægju og þakk- læti. — Voru ekki vetrarferðalögin erfið? — Mér finnst þau fyrst og fremst skemmtileg. Út i ólafs- fjörð og Hrisey varð að fara með póstbátnum. Lengst af var það gamli Drangur, hann þætti vist ei neinn ,,lúxus”-far- kostur i dag. En þó norðlenzku vetrarveðrin væru ekki blið, var það sérstök undantekning, ef Drangur fór ekki sina póstferð. Mig langar að minnast á fyrstu ferð mina til Ólafsfjarðar, en það var áður en hafnargarðurinn var byggður. Þá þurfti að ferja fólkið i land á litlum vélbát. Það var þvilikt ofsa- veður, þegar við komum inn á leguna, að litlu munaði að ó- gerlegt væri að komast út i bátinn, og leit helzt út fyrir, að við yrðum að láta fyrirberast þarna um nóttina. En norð- lenzku sjómennirnir voru ýmsu vanir og þeir björguðu mjög giftusamlega farþegum, pósti og öðru, sem i áfangastað þurfti að komast. Ýmis faratæki fékk ég að reyna, sem ég var ekki vön úr Reykjavik. Stundum fór ég á hesti, sleða, eða jafnvel á skiðum, og svo á bilum eða fótgangandi, ef svo bar undir. — Þetta hefur verið mjög lærdómsrikt? — Já, maður kynntist margvislegum aðstæðum. Þar kom ég á gamalgróin heimili, sem ekki höfðu tekið breytingum i áratugi. Svo kynntist ég ýmsum stórbrotnum persónum, sem ég tel ómetanlegt að hafa haft kynni af. Það er nú svo, að stutt kynni geta skilið meira eftir en langar samvistir, og fer það eftir gerð persónunnar. Mér eru sérstaklega minnis- stæð öldruðu prófastshjónin frá Völlum, frú Sólveig Eggertz og Stefán Kristinsson, sem þá voru flutt til dóttur sinnar i Hrisey, en ég dvaldist á heimili hennar. — Varstu svo hjá fleiri Kvenfélagasamböndum? — Ég vann hjá einu kvenfélagi i fljótum. — Var nokkur munur á að vinna fyrir Skagfirðinga og Eyfirðinga? — Mér hefur alltaf fundizt fólk i raun og veru likt, en sveitabragur getur verið ótrúlega ólikur þó i nálægum byggðarlögum sé, og eru vafalaust margar ástæður til þess. Fljótin voru mjög einangruð sveit þá, og i litlum tengslum við Skagafjörð, þaðan var meiri samgangur við Siglufjörð. En þessi ferð i Fljótin olli þáttaskilum i lifi minu. Þar kynntist ég manni minum, Jóni Hermannssyni. — Stofnuðuð þið svo heimili i sveit? — Það var alltaf ætlunin að búa i sveit. Við vorum búin að fá jörðog komin suður til Reykjavikur til að gifta okkur hjá Séra Bjarna. En kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn fengum við skeyti þess efnis, að af jarðarkaupum gæti ekki orðið. Hrossakaup ráðamanna eru ekkert nýtt fyrirbæri, nóg um það. — Hvað varð þá til ráða? — Alitlegar bújarðir lágu ekki á lausu. Á Siglufirði var enn allt i fullu fjöri, og bygging nýrrar sildarverksmiðju að hefjast. Jóni bauðst þar atvinna og þar bjuggum við i tvö ár, en þá fór að dofna yfir atvinnulifinu á staðnum, svo lengri búseta var ekki álitleg. — Fluttuð þið þá frá Siglufirði? — Búskapardraumurinn var enn við liði, svo við keyptum jörð i Sléttuhlið i Skagafirði og fluttumst þangaö vorið 1947. — 1 hvernig vegasambandi var Siglufjörður þá? — Vegurinn yfir Siglufjarðarskarð var nýlega fullgerður, en ekki orðinn fær vegna snjóa á þessum árstima. Við feng- um sildarbát til aö flytja okkur fyrsta áfangann, i Haganes- vik. Þar var ekki hægt að leggjast að bryggju nema á flóði, svo við lögðum ekki af stað fyrr en kl. 9 um kvöldið með alla okkar búslóð og 6 mánaða telpu. Veðrið var afleitt, en sem betur fer var þetta ekki löng leið, tók um það vil tvo tima. Ég gleymi ekki lyktinni i lúkarnum, samblandi af sild og kaffi, og kabyssan var rauðkynt. 1 Haganesvik var dótið sett á vörubil og flutt á leiðarenda, en ég gisti þarna um nóttina með barnið. Daginn eftir hélt ég áfram ferðinni til fyrirheitna landsins, þá var komið sólskin og sumarbliða. Þetta var á fardögum. — Hvernig leyzt þér á framtiðarheimilið? — Mér fannst strax þegar ég kom heim að bænum, ,,að hér vildi ég una ævi minnar daga”. — Hvernig voru húsakynnin? — Þarna voru heldur frumstæð skilyrði, hvorki simi né rafmagn né vatns- eða skolpleiðslur, en ósköp fallegur bæjarlækur, meðhófsóleyjum á bökkunum, rann um hlaðið. 1 eldhúsinu var eldavélarskrifli, en eldhúsinnrétting fyrir- fannst engin”. Kolaofn var i einu herbergi, en hann reyndist ónothæfur, og það kom ekki i ljós fyrr en um veturinn, hvað húsið var kalt. — Hvernig gekk ykkur að búa við þessi skilyrði um vetur- inn? — Við hituðum upp með oliuvél og þá voru Aladin- lamparnir og gaslyktirnar þarfaþing. Ekki má gleyma að geta nágrannanna, sem voru okkur svo góðir og hjálplegir á alia lund. Reyndi þar aðallega á tvo næstu bæi, það verður aldrei fullþakkað. Um vorið var innréttað nýtt eldhús með miðstöðvareldavél, sem hitaði upp húsið. Þá kvefuðumst við öll, en hafði ekki orðið misdægurt allan veturinn. — Hvernig gekk svo búskapurinn? — Hann gekk vel, allt stóð til bóta, og þarna voru að ýmsu leyti goð skilyrði til ræktunar og jarðarbóta. veðursæld var oft mikil og viðsýnt bæði til hafs og heiða. Ég gleymi aldrei þeirri fegurð sem blasti við, er ég kom út á aðfangadags- kvöld, glaða tunglsljós, jafnfallinn snjór yfir allt og hvergi sá á dökkan dil. Við hefðum getað verið einu verurnar i heiminum en um morguninn var heldur betur skipt um komin grenjandi stórhrið, bæjarlækurinn stiflaður og flóði um túnið. Skepnurnar urðu að fá vatn, svo nóg var að gera um jóladagana. Þetta veður stóð i þrjá daga, og það var nú sök sér, þó svona veður kæmi um háveturinn, en það var verra að fá stóráhlaup seint i mai eins og stundum kom fyrir. — Stundum hefurðu þurft að vera ein heima? — Auðvitað var ég oft ein heima, þegar Jón fór i kaupstaö eða annarra erinda heiman að. En ég hef alltaf átt gott með að vera ein og leiðindi þekki ég ekki. — Fannst fólki ekki fráleitt, að þú sem kaupstaðarstúlka gætir samið þig að þessum aðstæðum? — Ég varð oft vör við, að fólki fannst fráleitt að stúlka úr Reykjavik gæti unnið þau verk sem sveitabúskapur krafðist i þá daga, t.d. að vinna úr mjólkinni og annað slikt. Ég sé ekki, að það sé meira vandamál fyrir kaupstaðastúlku að flytja i sveit, en fyrir sveitastúlku i kaupstað. t báðum til- vikum verður að laga sig að nýjum viðhorfum og breyttum aðstæðum. Mér hefur oft gramizt sú andúð, sem alið er á milli sveita og kaupstaða, og þar tel ég stjórnmálamennina eiga stærstan hlut. Þeir láta ekkert tækifæri ónotað til að ala á misskilningi milli sjávar og sveita. Fólk er náttúrlega misjafnlega duglegt og lánsamt i lifi og starfi, hvort það býr i sveit eða bæ breytir þar engu um. — Bjugguð þið lengi i Sléttuhlið? — Eftir tvö ár var draumurinn búinn. Hjartasjúkdómur, sem Jón hafði fengið sem barn, tók sig upp að nýju, senni- lega af ofreynslu, og þá urðum við að selja jörðina og flytj- ast burt. Þá fékk Jón vinnu við Kaupfélagið á Haganesvik. Þar tókum við á leigu smábýli og höfðum fáeinar kindur. 374 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.