Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 2
Fyrir skömmu birtist i einu dag- blaöanna mjög athygiisverö grein eftir konu, sem sjálf haföi kynnzt þvi, hvernig fslenzkir hestar, seldir fuliþroska úr landi til meginlands Evrópu, löguöu sig aö nýju um- hverfi. Sú iýsing hlýtur aö vekja menn til dýpri umhugsunar um þaö, hvaö viö erum aö gera meö hrossasölunni, eins og hún er nú. Samkvæmt frásögn konunnar, og þaö kemur raunar heim viö frásögn margra annarra, eru umhverfis- skiptin hestunum mjög þungbær. Grasiö er þeim stórgert og fram- andi meltingarfærum þeirra, vatn- iö hart af kaiki, hitinn oft iilþol- andi. Margir þessara hesta bera varia barr sitt eftir umskiptin, jafnvel þótt eigendur fari vel meö þá, reyni aö gera þeim Iffiö bæri- legt, en á þvi er auövitaö einhver misbrestur eftir fólki, eins og Ijóst hlýtur aö vera. Nýlokiö er mjög merkilegri og gagnlegri ráöstefnu um nýtingu og vernd iandsins og náttúru þess. Áhugi manna bæöi I dreifbýli og þéttbýli beinist nú mjög aö um- hverfisvernd og náttúruvernd. En er ekki meöferö og sambúö viö dýr landsins, einkum hin viiltu og hálf- villtu, þáttur þess máls? Dýra- verndunarfélagiö hefur margt gott gert, en skyldi ekki vera tfmabært, aö þaö geröi ofurlitia náttúrufræöi- lega könnun á réttmæti þess aö flytja ung en fullvaxta og þroskuö dýr eins og islenzka hestinn i ger- breytt umhverfi, svo sem gert hef- ur veriö. Einhver veigamesta forsenda réttrar og siömannlegrar náttúru- verndar er samábyrgö mannsins f umgengni viö lifandi náttúru, skilningur hans á því, aö hann sé hluti hennar og beri rika siöferöi- lega ábyrgö gagnvart ööru lifi I landinu, ekki sizt hinum æöri dýr- um, vegna hinnar valdamiklu aö- stööu hans til þess aö deila og drottna i riki náttúrunnar, geri sér grein fyrir liffræöilegu réttmæti þess aö ráöslaga meö iifandi dýr. isienzki hesturinn, einkum þeir sem út eru fluttir nú, eru aö minna leyti húsdýr. Þeir hafa aiizt upp i nær algeru frjálsræöi á heiöum viö einstök skilyröi villtrar náttúru meö smágeröum og auömeitum is- lenzkum gróöri og heilnæmum svalalindum á stuttu en birturiku sumri, en einnig i útigöngu viö haröræöi islenzks vetrar. Stofninn hefur aölagazt þessum einstöku skilyröum og öölazt séreiginleika til þess aö njóta þessa lifs og sam- hæfast þvi, svo og þjónustunni viö manninn í þessu islenzka umhverfi, þar sem rétt er aö fariö. isienzki hesturinn er vaxinn og þroskaöur í aldadeiglu inn i þessi lífsskílyröi. Þar er hann ekki sem svin í stiu, hænsn i kofa eöa kýr á bás. Lif hans er frá fæöingu og kynslóö eftir kynslóö ekki hiö sama og hinna al- gerustu húsdýra i daglegri forsjá mannsins. Hann er aö hálfu eöa meira frjálst dýr, og sambúö hans viö manninn i samræmi viö þaö, miklu frjálsari en hestakyn hinna þéttbýlu landa Evrópu. Nú hljóta menn aö spyrja, hvort þaö sé ekki aö misbjóöa iifandi náttúru, litt réttlætanleg valdbeit- ing viö viturt, viökvæmt og þroskaö dýr eins og islenzka hestinn, aö ala hann upp aö mestu villtan og frjáls- an á islenzkum sumarheiöum og á útigangi i vetrarsnjónum til full- oröinsára, taka hann þát til stuttr- ar og harörar tamningar og flytja hann siöan i gerólíkt umhverfi, þar sem flest er andstætt því, sem ein- staklingurinn hefur vanizt og stofn- inn lagaö sig aö. Samræmist þaö dýraverndunar- og ábyrgöarkennd mannsins gagnvart iifandi náttúru aö dæma þetta hálfvillta og hálf- frjálsa dýr til slikrar útlegöar frá eiginlegu lífsumhverfi sinu? Um þetta ættu góöir náttúrufræöingar aö fjalla, og láta i Ijós álit sitt frá liffræðilegu sjónarmiöi, og hesta- eigendur og aðrir landsmenn aö meta siöan rétt sinn til stórflutn- inga íslenzkra hesta úr landi eftir ábyrgðarkennd sinni í samfélagi lifandi náttúru. Mér er Ijóst, aö þaö er öröugt að leggjast gegn ábatasömum útflutn- ingi eins og þessum, en eigi aö sföur er þetta mál, sem landsmenn verða að skoöa og hugsa til þrautar og gera upp viö samvizku sfna. Ef til vill mætti líka draga úr þeim náttúrspjöllum, sem meö þessu eru aö líkindum framin, meö breyttum aöferöum, til að mynda gæti veriö skárra aö flytja aöeins út vetur- gömul trippi og gefa þeim faeri á aölögun i nýju umhverfi á ung- lingsmissirum. Aörir telja skást aö flytja aðeins út hesta, sem þeir telja fulltamda, en islenzk hesta- tamning er stutt. Allt ööru máli hlýtur aö gegna aö flytja hesta til annarra gerólfkra ianda, ef þeir hafa veriö tamdir og vandir viö daglega handleiöslu manná og ófrelsi allt frá folaldsdögum, eins og tiöast mun erlendis. En þessi mál veröa menn aö gera hreinlega upp viö sig, áöur en áfram er haldið eöa stóraukinn útflutningur fullvaxinna og frjálsra islezkra heiöahesta til þéttbýlla fjöibýlislanda Evrópu. Þaö er ekk- ert undanfæri. — AK. mmmmmmmmmmmmmmm Samræmist útflutningur ís- lenzkra hesta náttúruvernd? ✓ 362 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.