Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Síða 9
Hér liggur blágæsin á eggjum sinum I heimskautadalnum, sem blómstrar á nokkrum vikum og býöur sumargestinn vel- kominn. bensin á neyðarmótorinn og áfram héldu þeir. Máttvana af hungri og þreytu náðu þeir til Dorset eftir 28 daga ferð. Þar var leigður bátur til að flytja þá gegn- um isinn á Hudson-sundinu til Lake Harbour þar var siðasta stöðin, sem forðaskip Kanadastjórnarinnar bar að leggja frá, þegar þau halda heimleiðis. Sapes náði i skipið og setti útvarpiö i gang til að láta Ottawa vita að leitin væri á enda og hreiðurstöðvar blágæsarinnar fundnar. Um sjálfan sig og erfiðleikana sagöi hann ekki mikið, Hann sagði, að blágæsin flygi vor hvert 5000 km til hreiðurstöðva sinna, en að hann sjálfur hefði mátt eyða i þessa leit 6 árum og ferðast um 50.000 kilómetra, minntist hann ekkert á. Hann hafði náð settu marki, og það er hverjum visindamanni fyrir mestu. Halldór Pétursson þýddi og endur- sagði. V egf arandinn Um daginn varð á vegi minum, ungur Svisslendingur, að nafni Kristján Gabriel Favre. Eftir stutta stund fórum við að tala saman. ( Gabriel stundar nám við Háskóla Islands.) — Ég: Hvenær komstu til íslands? — Gabriel: 23. september. — Hvers vegna komstu hingað? — Það var einkum þrennt, sem olli þvi. I fyrsta lagi, átti ég franskan kunningja hér, sem sann- færðimig um ágæti þjóðarinnar. I öðru lagi til þess að afla mér heim- ilda I sambandi við ritgerð mina um „Guðrúnu ósvifursdóttur, og i þriðja lagi, til að kynnast hugs- unarhætti islendinga. — Hvernig likar þér yfirleitt við tslendinga? — Ég kann bara ágætlega viö þá. — Hvernig finnst þér að skemmta þér með okkur borgar- búum? — Mér finnst, að Islendingar skemmti sér á mjög svipaðan hátt og Svisslendingar, þ.e.a.s. þeir eru á meðal þeirra þjóða,sem kunna að skemmta sér. — Eru Svisslendingar og Islend- ingar likt fólk? — Við eigum margt sameiginlegt með ykkur. T.d. Svisslendingar tala fátt, en hugsa meira. Þá er erfitt aö kynnast þeim, án þess að sýna fram á að maöur hafi áhuga á þvi. Þetta tvennt þykir mér vera likt með okkur, og einnig held ég, að tslendingar hafi tilfinningu fyrir nátturu landsins og fegurð þess. — Finnst þér dýrt að lifa á Islandi? — I samanburði við aörar þjóðir, sem ég hef kynnzt er það ódýrt.En ýmsar munaöarvörur hér eins og tóbak og brennivin eru dýrar, miðað við önnur lönd. — Hvað hyggstu dveljast lengi hér á landi? — Minnsta kosti tvö ár til þess að ljúka námi minu hér, en kannski lengur. — Hvert er álit þitt á fornbók- menntum tslendinga? — Ég uppgötvaði islenzkar for- bókmenntir fyrstfyrir fimm árum. Efni og gerö þeirra þykir mér stór- kostlegt. Þær geyma aö minum dómi, dýpstu og beztu lifsspeki, sem ég hef lesið. Meira að segja eru „hávamál” eitt mesta uppá- halds-lesefni mitt. — Hvað finnst þér um Islenzkar stúlkur? — Hingað til, hef ég aöeins átt við kvenfólk i fornsögunum, og flestum konum þar er svo lýst: „Hún var kvenna vænzt, bæði að ásjónu og vitsmunum ' En þar sem ég hef dvalið hér smátima, fer ég að skilja hvað er meint með þessu. Annars þykir mér islenzkt kven - fólk stórfallegt, og auðvelt aö tala vjð það. — Hvað finnst þér um trúmál tslendinga? — tslendingar eru miklir heiðingjar að minum dómi. T.d. held ég, að náttúruöflin, hulin og óhulin, hafi mikil áhrif á hugarfar þeirra. — Hvað viltu segja að lokum? — Ég þarf aö hvila mig eftir þetta viðtal þitt. Sigurður Ómar. Sunnudagsblað Timans 369

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.