Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 7
Þetta er blágæsin, sem tlýgur trá Mexlkó-flóa til heimskautsins til þess að verpa. Leiðangurinn aflaði sér vitneskju um þetta allt, er hann sigldi norður með Arctic, birgðaskipi, sem Kanada- stjórnin sendi árlega til hinna norð- lægu héraða. Með skipinu voru embættismenn frá stjórninni og lögregluþjónar, sem áttu að leysa af konunglega lögreglumenn i hinum norðlægu héröðum. Einnig voru með nokkrir trúboðar og nauðsynjar til heils árs handa þessum norðlægu ibúum. A hverjum stað, þar sem skipið kom við á ferðinni, spurðist Saper fyrir hjá kaupmönnum, á lögreglustöðvunum og trúboðsskólunum. Hann gekk á milli hvitra manna og Eskimóa, en enginn gat sagt honum neitt um blágæsina. Þeir höfðu ekki séð hana og vissu ekki, hvernig hún leit út, og þvi siður hvar hún verpti, en skeð gat, að ein- hver annar þjóðflokkur inni i landinu vissi það. Þannig gengu eftir- grennslanir i hverjum einasta stað, sem skipið kom til, en þeir voru flestir við strönd Atlantshagsins. f bakaleiðinni til Sydney i Nova Scotia lagðist Arctic i Cumberlands- sundið á Baffinseyjum, þvi það átti að setja upp nýja lögreglustöð i Pangnir- tung. Mitt i erfiðleikunum við að setja upp nýja stöð, fylgdi það einnig með að reisa þarna nýja bústaði, áður en veturinn legðist að, losa þarna mat til heils árs og taka manntal hjá ibúunum i námunda við ströndina og á þessum tima fannst eitt spor i áttina til blágæsarinnar. Nokkrir ibúar við Cumberlands- sundið höfðu heyrt um blágæsina, „Runaviken,” eins og Eskimóar kalla hana. Þar uppgötvaðist, að nokkrir aldraðir ibúar i Nýlendunni við Nettillingvatnið, höfðu séð hana, en Eskimóar höfðu ekki verið i námunda við þetta vatn i mörg ár, þvi hrein- dýrin, sem þeir lifðu á, höfðu algerlega horfið af þessum slóðum. Þarna var þó spor, og þegar Sapes hafði fengið þessar upplýsingar, fór hann um borð i Arctic og sneri aftur til Ottawa. Þar gaf hann skýrslu, keypti út- búnað til ferðarinnar og kynnti sér allt, sem auðið var um landið og þá ekki siður um blágæsina og ferðir hennar. Næsta vor sigldi hann á stað til Pangingtung með þá áætlun að vera burtu i 2 ár. Fuglaveiðar i hinum ókönnuðu heimskautahéruðum kerfjast mikils undirbúnings og margra leiðangra til að búa sig undir sumarferðina. Allan veturinn var Sapes á ferðinni, hann fór hvern rannsóknar- leiðangurinn eftir annan og reisti forðahús á nokkrum stöðum. Stundum var hann á bátum, stundum með einn þarlendan mann og nokkra hunda. Aðra stundina fór h'ann með marga menn og 30 til 40 hunda. Þessi héruð voru svo að segja ókönnuð, fjöllótt og stormasöm. Þarna var Sapes framan af vetrinum og bjó sig að öllu leyti undir þaö að kanna um sumarið i kringum Nettellingvatnið, þar sem hann hafði rétt til blágæsar- innar. Þetta var ekki léttur áfangi. Hann byrjaði ferðina Depotis i Janúarmánuði i 30 st. frosti. Farangurinn var um 500 kg af matvæl- um og öðrum nauðsynjum. Þetta varð hann að selflytja með mönnum sinum og hundum yfir hinar stóru ishæðir og stundum varð að lyfta þessu lóðrétt upp i 30 m hæð, og á einum km. varð kannske að lyfta samtals 100 metra. Það varð að rifa af sleðanum stykki fyrir stykki og bera á bakinu upp að tröppum, sem voru höggnar i isvegg- ina. Fyrst voru hundarnir dregnir upp og siðan sleðarnir, og uppi var svo vont yfirferðar, að spenna varð 4 hunda fyrir hvern sleða. Sapes smiðaði nú 18 feta langan pramma, sem einnig mátti nota fyrir sleða. Hann var svo dreginn á stað yfir ishæðirnar og i gegnum bráðnandi snjó og is i marz og april. Sleðinn var svo þungur, að bæði hundar og menn sukku hálfa alin við að draga hann. Það versta var þó, að vatn var undir. Við það myndaðist tviskinnugur, og þegar frost minnkuðu, brotnaði niður úr yfirisn- um. Sumarið kom. Isinn á Nettillings- vatninu var 7 feta þykkur. Fyrst þegar kom fram i ágúst, fór hann að hverfa á blettum. Það gerði harðar stormhrinur með köflum svo að hættulegt varð að nota sleðann. En þrátt fyrir þetta var Nettillingsvatn og umhverfi þess rannsakað af mikilli alúð. Hér fundust ævagömul grjóthús. sem Eskimóar höfðu byggt og með öllu var ókunnugt um. Sagnir og munnmæli um þessa ibúa eru i nokkurs konar þjóðsögum meðal núlifandi Eskimóa. Fundust minjar eftir blágæsina, ekki i hreiðrum, eggjum eða dauðum fuglum, heldur i nokkurs konar birðingum, sem hinir þarlendu menn höfðu búið til og tælt fuglinn inn I, siðan var girðingin felld saman og fuglinn sleginn i hel. Veturinn bar að garði aftur, og nú lagði Sapes á stað Sunnudagsbiaö Timans 367

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.