Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 20
Að undanförnu hafa sézt i blöðum
deildar meiningar um það, hvernig
þessi gamla alkunna visa sé: .
Ef i heiði sólin sezt
á sjálfa kyndiltnessu,
vænta snjóa máttu mest
maður upp frá þessu.
Gamlir menn segja, að auðvitað
sé þetta ,,sólin sezt” en ekki sést,
enda hafi veðurspá af þessu tagi
ætið verið tengd sólarupprás eða
sólsetri, svo sem málshátturinn
segir: Kvoldroðinn bætir, en morg-
unroðinn vætir.
Af þessu tilefni er rétt að minna á
tvær visur um Pálsmessu:
Ef heiðskirt er og himinn klár
á heilaga Pálus-messu,
mun þá verða mjög gott ár,
markaðu það á þessu.
En ef þokan, Óðins kvon,
á þeim degi byrgir,
fjármissi og fellisvon
forsjáll bóndinn syrgir.
Bændur hafa lengi lesið veðurspá
úr sólsetrinu. Ef súld og norðanátt
hafði gengið, (a.m.k. norðanlands)
þótti það öruggt merki um þurrk
næsta dag, ef svo greiddi til undir
kvöld, að sá til sólar um leið og hún
settist. Menn hafa munað orð
Ljósavatnsbónda við dætur sinar:
Hættið að greiða ykkur, stúlkur,
það er komið Fornastaðagat. Þá
skyldu þær hafa sig i bólið til þess
að geta vaknað snemma i þurrkinn.
En þegar heiðskirt hafði verið, og
blika kom upp við hafsbrún og náði
upp fyrir sólina áður en hún settist,
þótti þoka og rigning vis næsta dag.
Hvort tveggja er raunar rétt lesið
veðurútlit, en engin spá.
t frásagnarsyrpu, sem Jónas
Jónasson fyrrum bóndi á Silalæk i
Aðaldal, nú látinn, hefur skráð og
látið eftir sig; minnist hann á Gisla
skáld i Skörðum, alkunnan hagyrð-
ing, tilfærir nokkrar visur hans og
getur um tilefni.
Gisli kom eitt sinn sem oftar i
kaupmannsbúð á Húsavik og bað
að selja sér brennivinsstaup. Hann
var spurður „hvort það ætti að vera
stærra eða minna staupið”. Gisli
lagði höndina á það stærra og
kvað:
Hálsinn skola mér er mál
min þvi hol er kverkin,
ég mun þola þessa skál,
það eru svolamerkin.
Þessi visa er löngu landfleyg.
Johnsen kaupmaður á Húsavik
kom i búð sina og tók að skamma
skuldugan fátækling. Þá kom frú
hans þar að og sagði við bónda
sinn: ,,Þú mátt ekki vera svona
harður við manninn. Hann getur
ekki borgað skuldina”. Johnsen
stjakaði frúnni frá sér og hélt
áfram að atyrða manninn. Gisli i
Skörðum var i búðinni og kvað við
Johnsen, er hann hafði hlýtt a um
stund:
Ég hef hlýtt á yðar tal
— ei með sinni gljúpu —.
Oft hef ég gráan vitað val
vega að hvitri rjúpu.
Við þetta sneri Johnsen sér að
Gisla og sagði honum að þegja, þvi
að honum kæmi þetta ekki við. Ýtt-
ust þeir á orðum um stund, en þeg-
ar þeir skildu kvað Gisli og þéraðl
ekki Johnsen lengur:
Þú varst alinn eins og svin
i Amors-synda-grútnum.
Manstu þegar móðir þin
myrti sig i klútnum?
t vorsmalamennsku fékk Gisli
rúinn hrút, sem hann átti. Gisli
grunaði einn nágranna sinn um
ullartökuna. Þegar þeir hittust
næst kvað Gisli:
Æran niður- orðin -lút
af aurafiðurplokki.
Fékkstu sniðið flóka af hrút
fyrirrið i þjófahnút.
Eitt sinn lenti Gisli i orðasennu
við Þorlák bónda á Stóru-Tjörnum.
Þegar þeir skildu kvað Gisli:
Það mig grunar, Þorlákur,
— þrotnar spuni Ijóða —
að við þig uni ættgengur
æru- og muna þjófnaður.
Þegar Gisli i Skörðum var
gamall orðinn, var hann eitt sinn
staddur i Skógarétt. Þá kallar
maður: ,,Hér á Gisli i Skörðum
svartan sauð. Hann er samlitur
honum”. Þá kvað Gisli:
Aðra að skoða ekki er nauð
ofan i móti brekku.
Ef að ég á svartan sauð
sjálfur áttu Flekku.
Annar Gisli, sem löngum var
kallaður Breiðumýrar-Gisli,
var vinnumaður á Þverá i Lax
árdal. Honum þótti ekki ein
leikið, hve nóttin varð stutt til
svefns og hvildar, og grunaði hann
h úsfreyju um að flýta stunda-
klukkunni, sem var nýkomið þarfa-
þing, um eina eða tvær stundir á
nóttunni, meðan fólkið svaf, en
seinka henni aftur undir kvöld til
þess að lengja vinnutima fólksins.
Aðrir höfðu ekki klukku á bænum,
og varð þvi örðugt um sannanir. Þá
kvað Breiðumýrar-Gisli:
Stundaklukkan kostarik
knúð af sköpum norna
er á kvöldin lúnum iik
en leikur sér um morgna.
Bænum mikið aldrei ann
— þar áin kvikar þvera —
af mér svikinn svefntimann
segi ég hiklaust vera.
Sigurbjörn Jóhannsson frá Fóta-
skinni, faðir Jakóbinu skáldkonu
i Seattle, var frábær hagyrðingur.
Rik frú i nágrenni hans lét taka
hesta nágranna sinna og loka inni i
húsi, er þeir stóðu i túni hennar, og
læsa rammlega. Siðan gerði hún
eigendum orð, að þeir mættu kaupa
þá út. Þetta þótti mönnum harka-
legt, og Sigur'björn, sem átti einn
hestinn, kvað til frúarinnar:
Auð þótt hálan hangi við
hrjóstug fálan bauga,
þrengra sál mun himins hlið
en hesti nálarauga.
Einhverjir strákar kváðu grófar
og illskeyttar visur til Friðfinns
Illugasonar á Litluvöllum i Bárðar-
dal svo að Sigurbjörn i Fótaskinni
heyrði. Hann kvað:
Að Finna safnast kvæðin kiúr
kroppa, jafnir svinum,
mannorðs-hrafnar augu úr
eðlisnafna sínum.
Skal ekki fleira til týnt úr syrpu
Jónasar heitins á Silalæk að sinni,
og lýkur visnaþætti. Gnúpur
380
Sunnudagsblað Timans