Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 4
inn sinn hornprýdda. Hann skýröi gripinn Missourium til þess að greina hann frá hinum kunna Mastodon Americanus. Visindamenn ræddu mjög um þenn- an fund dr. Kochs i félögum sinum, og dr. Richard Harlan, einhver kunnasti steingervingafræðingur sins tima i Ameriku, hældi dr. Koch á hvert reipi fyrir þetta framlag hans, þótt hann benti jafnframt á nokkur áberandi mistök hans. begar dr. Koch hafði sýnt Ameriku- mönnunum risafil sinn um hrið, tók hann gripinn sundur, bjó hann niður i kassa og hélt með hann tii Lundúna, og þaðan lá leiðin milli sýningarstaða i mörgum löndum Evrópu. Dr. Koch græddi á tá og fingri. A heimleiðinni til Ameriku aftur hafði hann nokkurra daga viðdvöl i Lundúnum, og þar tókst honum að selja British Museum beina- grindina fyrir tvö þúsund dali út i hönd, en siðan átti hann að fá þúsund dala árgjald, meðan hann lifði, og hann tórði i 23 ár eftir þetta. Enn i dag getur að lita mastodont dr. Kochs i sýningarsal þessa heimsfræga safns, en nú er hann fremur skemmtilegur vitnisburður en sögulegt fyrirbæri en náttúruvisindi. begar dr. Koch hafði losað sig við þessa drjúgu tekjulind, varð hann að fara að hugsa fyrir annarri, og hann fann hana fljótlega. t marzmáhuði 1845 var hann önnum kafinn i Alabama við að grafa upp beinaleifar „risa- skriðdýrsins Hydrarchus”. Vormán- uðunum eyddi hann i það að koma beinagrindinni saman, og hann hafði úr fjölbreyttu beinasafni að moða. Um sumarið flutti hann beinagrindina til New York. Ógtaöur prófessor Dr. Koch gaf út kynningarritling um þessa furðuskepnu og beinafundinn, og á titilsiðu kynnti hann sig sem dr. Koch. Dýrið skýrði hann Hydrarchus sillimani eftir heiðursmanninum Benjamin Silliman, frægum prófessor við Yale-háskóla. Prófessorinn varð þó harla óglaður við þessa fremd og taldi sér vafasaman heiður aö tengslum viö þessa blekkingu og baö dr. Koch að breyta nafninu. bað gerði hann. Nú dundu mótmæiin yfir frá hverju visindafélaginu af öðru. Visindamaður einn benti á, að hér væri ekki um ný- uppgötvaða dýrategund að ræða. Svip- uö en miklu minni beinagrind hafði fundizt 1842 og verið kölluð „hvalbróð- ir”. Englendingurinn Richard Owen haföi fundið annað eintak og kallað það Zeuglodon, það var allvænt taliö, eða 20 metrar. Dr. Koch setti hins vegar saman 364 risaeintak af Zeuglodon, helmingi stærra en eintak Owens, og ekki stóö á forvitni og trúgirni almennings. Fólk lét sig litlu skipta andmæli visinda- mannanna og vildi miklu fremur trúa undrinu. Brezki landafræðingurinn Charles Lyell var á ferðalagi um Bandarikin um þessar mundir, og hann sá sæ- skrimsl dr. Kochs á sýningu i Boston. Honum leizt ótrúlega á ferlikið og taldi afar hæpið, að það hefði getað verið „sjófært” skriðdýr. Lyell gerði sér ferö á fundarstaðina i Alabama og ræddi við menn, sem höfðu séð dr. Koch að starfi þar. bá kom galdurinn i ljós. Dr. Koch hafði grafið upp eitt bein hér og annað þar og farið viða i beina- leitinni. barna fékk Lyell órækar sannanir um, að dr. Koch hefði sett sæskrimsli sitt saman úr beinum margra tegunda. Kóngurinn keypti skrímslið Dr. Koch bjóst til nýrrar Evrópu- ferðar, og nú var sæslangan sýningar- gripurinn. Hann fékk þó kuldalegar móttökur i Lundúnum, þvi að þar var sagan um fölsun risafilsins enn i fersku minni. 1 býzkalandi gekk bet- ur,og hann hafði mikinn byr i Berlin og Dresden. Kunnur, þýzkur liffræðingur grandskoðaði sæslönguna og lýsti yfir, að hún væri rétt og trúverðuglega saman sett. bessi úrskurður hafði þau áhrif á Friðrik Wilhelm konung hinn fjórða, að hann keypti skrimslið til konunglega náttúrugripasafnsins i Berlin. Dr. Koch hafði enn einu sinni komið ár sinni fyrir borð. 1 júli áriö 1847 var hann aftur kom- inn til Alabama og farinn að grafa og leita að nýjum Hydrarchus, og næsta vetur sýndi hann beinagrind i Washington Country. bessi nýi Hydrarchus var litlu minni en sá fyrri, en nú hafði dr. Koch þann hátt á að fara með gripinn til Evrópu áður en hann héldi stórsýningar á honum um þvera og endilanga Ameriku. Hann fór fyrst til Dresden, og einhvern veginn atvikaðist þaö svo, aö fleiri sýningar voru aldrei haldnar á skrimslinu í Ameriku. Raunar vita menn litiö um athafnir dr. Koch eftir þetta. Hann virðist allt i einu hafa sagt skilið við þetta sýn- ingarlif, og þegar hann kom vestur um haf aftur, settist hann aö i St. Louis, þar sem hann varð félagi i nýstofnuðu visindafélagi og rannsóknarstöð. Nokkrum árum siðar varð hann for- maður nefndar, sem annaöist rann- sóknir i samanburöarliffræði. begar hann lézt i St. Louis fékk hann það ’eftirmæli, að hann hefði verið gagn- merkur visindamaður, en margir visindamenn töldu hann aðeins ósvif- inn svikara. Enginn trúði honum Sú saga, sem hér hefur verið sögð, hefur einnig aðra hlið. Áður en dr. Koch festi hornin á risafilinn og auka- hryggjarliði i sæskrimslið sitt, gerði hann raunverulega uppgötvun, sem hafði miklið visindagildi. Hún hefði getað fært honum vðirðingarsess i sögu visindanna. En enginn trúði hon- um, þegarhann gerði grein fyrir henni allmörgum árum siðar, þvi að þá hafði hann fengið viðurnefnið stein- gervingafalsari. Uppgötvun þessa gerði hann i októ- ber 1838. Hann komst á snoðir um, að bóndi nokkur i Gasconade i Missouri hafði rekizt á mjög stór bein i jörðu, og hjá þeim fundust steinhnifur og stein- öxi meö indiánalagi. betta hafði bónd- inn fundið, er hann var að grafa brunn. Dr. Koch hélt á staðinn til þess að rannsaka fundinn nánar. Siðan fór hann sjálfur að grafa á þessum stað og fann fljótlega meiri beinaleifar. Undir nokkrum leirlögum rakst hann enn á bein, axarsteina og örvarodda með áður óþekktu lagi, en þó töluvert lika þessum verkfærum steinaldar Indiána. Umhverfis þessa gripi var svo sem 30 sm þykkt öskulag blandaö hálfbrunnum viðarbútum, spjótum, öxum og steinhnifum. Stórt dýr hafði augsýnilega fallið þarna niður i veiðigryfju Indiána, sem steikt höfðu dýrið þegar á staðnum við mikinn viðareld, en bruninn orðið meiri, en til var ætlazt. betta var merkur fornleifafundur, þvi að enginn vissi þá með neinni nákvæmni, hve lengi menn höfðu búið i Norður- Ameriku. Menn gerðu ráð fyrir, að Indiánar hefðu komið þangað yfir Beringsund og dreifzt suður um Alaska og Kanada, áður en þeir héldu innreið sina i Bandarikin. En hve langt var siðan? Sumir gizkuðu á tiu þúsund ár, aðrir fimmtán þúsund. bað var þó áður kunnugt, að á for- söguöldum hafði stundum verið hita- beltisloftslag i Norður-Amerfku, og þá höfðu lifað þar dýr eins og nashyrning ar, filar og risaletidýr, en talið var að þessar dýrategundir hefðu verið út- dauðar i N-Ameriku áður en maðurinn kom þangað. Fyndi einhver órækar sannanir um það, að menn hefðu lifað þarna samtimis þessum hitabeltisdýr- um, var fótum kippt undan þessari visindakenningu um siðari tilkomu mannsins á þessar slóðir. Koch áleit, að hann hefði fundið þarna leifar mastodont-fils, en raunar Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.