Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 5
var þetta risaletidýr. Hann ritaði nokkrar greinar um þennan fund, nafnlausar, en þegar visindamenn lásu þær nokkru siðar og fóru að gefa þessu gaum, hafði dr. Koch oröið upp- vis af fölsunum sinum, og þegar hann lýsti yfir, að hann væri finnandinn og höfundur greinanna, var umsvifalaust slegið striki yfir þetta, enda talið af sama toga. Enginn vildi taka mark á þessu lengur. Albert Koch hefði getað orðið kunn- ur og viðurkenndur visindamaður i ameriskri fornleifa- og dýrafræði. En i þess stað er hans aðeins minnzt sem falsarans mikla, sem iðkaði blekking- ar i blóra við visindin til þess eins að auðga sjálfan sig á trúgirni almenn- ings og lét sig staðreyndir og sannleika litlu skipta. AK endursagði, aö mestu eftir grein Robert Silverberg. Saumaskapur lífsins og Framhald af siðu 375 — Vannst þú ekki meira hjá kvenfélagasamböndum, eða lagðist sú starfsemi niður? — Mér hefði fundizt þessi starfsemi mega verða langlif- ari, kvenfélögin i dreifbýlinu hefðu þurft að laga þau að breyttum aðstæðum svo að þau þjónuðu sinum tilgangi. Það hafa að visu verið haldin alls konar námskeið úti á landi, en mér hafa þótt þau um of tilviljanakennd og háð tizkufyrir- brigðum, og þess vegna glatað raunhæfu gildi sinu. Það þyrfti að koma betra skipulagi á þessi má, og almennt tel ég brýna þörf á, að verkmenningunni sé meiri sómi sýndur en verið hefur um árabil. — Er ekki verkleg kennsla orðin að skyldu? — Jú það hefur verið um árabil, en það er sú stefna eða stefnuleysi i handavinnukennslu skyldunámsins, sem ég tel aö eigi nokkra sök á andúð og virðingarleysi fyrir handa- vinnu. Fyrr má nú vera skortur á imyndunarafli, þegar dætur eru farnar að búa til sömu hlutina og mæður þeirra gerðu. Það væri nú skaðlaust að gera smá útlitsbreytingar. Eða þegar mörg'hundruð stúlkur eru látnar sauma ná- kvæmlega eins blú$sur úr sama efni, manni dettur i hug betrunarhús. Ég veit að telpur 12—16 ára hafa margar hverjar mikinn áhuga á að sauma á sig föt. Þá skiptir miklu máli, að þær fái að ráða, hvernig flikin er, og að verkið gangi fljótt fyrir sigsvo þærgeti notað hana strax. Margar ungar konur hafa skapað sér heimavinnu við að prjóna lopapeysur og fleiri eftirsóttar flikur úr islenzkri ull. Ot- flutningurinn nýtur góðs af þeirri framleiðslu, og fleiri dæmi mætti nefna um gildi verklegrar kennslu og verk- menningar yfirleitt, en hér læt ég staðar numið um þetta mál. — Og aðlokum Elin, hvaða munur er á þvi að búa i strjál- býli og þéttbýli? — Hvort fólki liður betur i bæ eða sveit fer eingöngu eftir þvi, hvaða lifsform það velur sér, einn kýs þetta annar hitt. Aðalatriðið er að allar stéttir þjóðfélagsins sýni samhug og skilning ásamt gagnkvæmri virðingu. Þannig er öryggi þegnanna bezt tryggt. K.G. Sunnudagsblað Tímans 365

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.