Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Blaðsíða 13
 Elin Jónsdóttir á heimili sinu. Listsaumur á vegg vinnu sauma heim, eða ganga i hús og sauma fyrir heimilin. — Hvernig kjör voru þeim konum boðin, sem gengu i haus að sauma? — Heimilin lögðu til saumavél, Vinnuaðstaða var mis- jögn. Þá var fritt fæði, en vinnulaun voru greidd að loknu verki á hverjum stað. Þetta fyrirkomulag var báðum aðil- um i hag, og að minu áliti mjög góð þjónusta fyrir heimilin. Þá var saumað upp úr gömlum flikum, og úr nýjum efnum. — Vannst þú við saumaskap á heimilum? — Um tima, t.d. eitt vorið saumaði ég tvo kjóla á ferm- ingarstúlku, fimm kjóla á aðrar dætur i fjölskyldunni, siöan kjól á húsmóðurina og móður hennar. Þarna sparaði fjöl- skyldan sér mikinn tima og fyrirhöfn með þvi að taka saumakonuna heim. — Hélztu svo áfram að vinna á heimilum i Reykjavik? — Mig langar til að breyta til, svo ég fór norður á Akur- eyri og setti þar upp kjólasaumastofu. Þar var ég öllum ó- kunnug og hafði litið að gera. Tók ég þá til bragðs að aug- lýsa saumanámskeið, og það gekk ágætlega, auk þess þótti mér það mun skemmtilegra. Þá hafði ég aldrei unnið neitt við kápusaum, svo ég réð mig einn vetur á kápusaumastofu Bernharðs Laxdal. Saumanámskeiðin hafði ég jafnfram á kvöldin, en upp úr þvi réðst ég til Kvenfélagasambands Eyjafjarðar. — Hvaða starf haföir þú hjá Skvenfélagasambandinu? — Kvenfélagasambandið réð kennara, siðan var timan- um deilt milli félaganna innan sambandsins eftir þörfum. A stærri stöðum t.d. á Ólafsfirði og i Hrisey voru námskeiðin haldin i opinberum húsakynnum, sem kvenfélögin fengu að- gang að. Þar gáfu námskeiöin staðið yfir i 1—2 mánuði, en i sveitum og á fámennum stöðum stóðu þau yfir i viku til hálfan mánuð, og voru gjarnan haldin á bæjum sem höfðu hægilegt húsrými. Konur gengu þá heiman frá sér af næstu bæjúm og kom þá oft snemma til að nota daginn. — Voru konurnar ekki þakklátar fyrir þessa þjónustu? — Jú, ég hef ábyggilega aldrei unnið ánægjulegra og Sunnudagsblaö Tímans 373

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.